Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.11.1923, Page 7

Bjarmi - 01.11.1923, Page 7
B J A R M I 195 Allir þorpsbúar voru kallaðir sam- an og spurðir, hvort þar væru nokkrir aðkomandi? Jú, hingað væru nýlega komnir ókunnugir menn. Hvort þeir hefðu haft kýr meðferðis? Já, sex kýr. Hver komumanna ætti kýrnar? Þeir nafngreindu pabba, Rabóba og Ilaveló. Hvort þessir þrír menn væru þarna staddir? Nei, þeir væru þar ekki. Og enginn vissi hvað af þeim var oiðið. t*á rumdi 2—3 sinnum í ljens- manninum og hermennirnir þutu af stað, til að leita að pabba og hin- um tveimur. Að stundarkorni liðnu komu þeir með Ilaveló, og litlu seinna með Rabóba. En það leið á löngu áður en þeir fundu pabba. Og þegar þeir komn, sá jeg að þeir fóru illa með hann. »Nú drepa þeir hann víst«, hugs- aði jeg og ætlaði að hlaupa út og hjálpa honum. En jeg þorði það ekki fyrir ljensmanninum. Og þarna lá jeg grátandi og starði á pabba. Málæðið og ólætin fóru vaxandi. Allir töluðu i einu, svo að jeg heyrði ekki hvað sagt var. Jeg sá að pabbi tók til máls, en jeg heyrði það ekki. Svo voru kýrnar sóttar — allar sex, þær sem við höfðum fengið á leiðinni. Pabbi og Ilaveló og Rabóba voru bundnir og hermennirnir hjeldu af stað með þá. Og kýrnar fóru þeir með lika — og kúna mína, sem pabbi gaf mjer og Kata átti að hálfu. Jeg lá kyr í hænsnahúsinu þang- að til alt var orðið -hljótt. Var svo hrygg og örvílnuð, að jeg gat ekki einu sinni grátið lengur. Jeg fór að hugsa um mömmu, sem var borin ofan i jarðholuna. Og um gæsina, sem lá hjá mjer og jeg klappaði ú nóttunni. Nú var líka búið að taka pabba frá mjer. —-------- En svo skreiddist jeg út úr hænsna- húsinu og lagði af stað. Jeg ætlaði að fylgja pabba, hvað sem í skærist. Peim var velkomið að drepa mig líka. Jeg vildi bara vera hjá pabba, Og jeg hljóp og hljóp af öllum mætti. til að ná honum. Ó, hvað jeg hljóp, lengi-lengi! Um miðdegisbil var jeg orðin upp- gefin. Örmagnaöist og hneig niður við ofurlítinn læk. Með fullu ráði og rænu var jeg þó, og jeg ,vissi að jeg var orðin vilt. Pað var ómögulegt, að jeg næði pabba — jeg fengi víst aldrei framar að sjá hann. Jeg lá þarna víð lækinn, drakk vatn og sofnaði. Um kvöldið ráfaði jeg aftur af stað út i bláinn. Mjer kom ekki til hugar að snúa heim aftur. Enda átti jeg nú ekkert heim- ili, — ekki nokkurstaðar athvarf. Meðan jeg var í hænsnahúsinu heyrði jeg illa talað bæði um pabba og mig, Jafnvel »frænka« kallaði mig »þjófa- hvo!p«. En engu hafði jeg stolið, — aldrei siðan jeg tók saltið og datt í vatnstunnuna. Að minsta kosti hafði jeg engu stolið frá henni. — Nei, jeg hafði að engu að hverfa heima. Og Katal hún sagði, meira að segja, að ekki væri pabbi hennar annar eins ræningi og pabbi minn. Hugsið ykk- ur, að Kata kallaði pabba ræningja! Nei, aldrei framar skyldi jeg vera í kunningskap við hana — og ekki við neinn í víðri veröld. Jeg tíndi mjer ofurlítið af berjum, og lá undir stóru trje um nóttina. Daginn eftir ráfaði jeg enn áfram og kom að húsi einu. Þar sat gömul kona. Hún ávarpaði mig vingjarn- lega og spurði, hvar jeg ætti heima? Hvergi, svaraði jeg. Hvert jeg ætlaði? Pað vissi jeg ekki. Svo bað jeg hana um mat, og hún gaf mjer ofurlítinn bita, Síðan lagði jeg aftur af stað. — »Guð veri með þjer, barnið mitt«, sagði hún, þegar jeg fór.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.