Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1923, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.11.1923, Blaðsíða 10
198 BJARMI gefningar og grátbændi hann um að reka mig ekki burtu frá sjer. Jeg skyldi aldrei, aldrei framar skrökval »Ónei, barnið mitt, við rekum þig ekki burtu; okkur þykir öllum vænt um þig. En einmitt þess vegna verð jeg að láta þig vita, að það er stór synd að skrökva, svo að þú forðist það og þurfir ekki aftur að verða ógæfusöm og án Guðs í heiminum«. Nú mun ykkur skiljast það, hvers vegna mjer fanst hann vera besti maður í heimi. Annar atburður varð, sem jeg verð að segja ykkur frá. Það kom einu sinni til okkar maður, ríðandi á ljómandi fallegri skepnu, sem þeir kölluðu hest. Maðurinn var útlendur og mjög líkur ljensmanninum, svo að jeg varð hrædd við hann. Bæði hör- undsliturinn og augun og hárið var voða-ljótt. En hann rumdi ekki. Tal- aði næstum eins og maður, svo að jeg skildi alt, sem hann sagði. Hann var mjög viðmótsþýður og vingjarn- legur, og öll börnin fíyktust að hon- um og hjöluðu við hann. Þau sögð- ust þekkja hann, það væri kristni- boðinn, »faðir okkar«, sögðu þau. Hann kom heim til prestsins og heilsaði öllum með handabandi. Hann tók líka í hendina á mjer og spurði hvort jeg hjeti Ravóla. Hugsa sjer, að hann skyldi vita um mig! Jeg þorði varla að lita á hann, en var þó hreykinn af að hann skyldi taka í höndina á mjer og þekkja mig. Hann var hjá okkur marga daga og prjedikaði fyrir okkur, sýndi okk- ur stórar myndir og yfirheyrði okk- ur öll. Þau börnin, sem kunnu að lesa, fengu barnablað, og þau sem best voru að sjer, fengu myndabók. Hugsið ykkur, jeg var ein þeirra, sem fjekk myndabók, — jeg og Estera. Seinna kom hann oft. Og stund- um kom annar trúboði, engu fall- egri. en eigi að síður góður, eins og hinn. En nú verð jeg að hlaupa yfir margt, til að koma þó því að, sem alls ekki má sleppa. Það var eitt kvöld, er jeg fór út með vatnskrukkuna á höfðinu, til að sækja vatn, að úti við lindina sat maður, hokinn og þreytulegur. Og jeg sá, að hann var gráhærður. Þegar jeg kom, leit hann upp. Ó, hvað hann horfði innilega á mig! Jeg hjelt hann ætlaði hreint og beint að hertaka mig með augunum og varð svo hverft við. »Ravóla!«. sagði hann, fór að gráta og breiddi faðminn á móti mjer. Jeg þekti málróminn — já, hvort jeg kannaðist við hann! Pað var pabbi! Og jeg fleygði mjer í faðm hans. Langa stund gátum við ekkert sagt. Jeg varð fyrri til: »Ertu nú kominn aftur pabbi?« sagði jeg. »Já, jeg er kominn«, svaraði hann, og stór tár runnu niður hrukkóttu kinnarnar. »Og svo verðurðu hjerna hjá okk- ur? Vissirðu að jeg var hjer?« »Já, það er langt siðan jeg frjetti að þú værir bjer og að þjer liði vel. Og það var mjer, vesalingnum, svo mikill raunaljettir að vita það. Og jafnskjótt og jeg losnaði, fór jeg hing- að. Jeg þráði að fá að sjá þig, barn- ið mitt. Þú ert einasta eignin mín hjer í heimi. En þegar jeg kom hjer í námunda, lá við að jeg sneri aftur. Jeg var svo hræddur um að þú muudir blygðast þín mín vegna og hafa ilt af komu minni«. »Nei pabbi, jeg skammast mín alls ekki þín vegna. Þú vissir ekki hve saknæmt það var, sem þú gerðir. Nú skulum við vera saman. Svo

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.