Bjarmi - 01.01.1924, Side 7
ÖJARMl
3
kristniboð gefi nokkuð í aðra hönd,
hvort það endurgjaldi erfiðið, verð-
um við að taka tillit til reynslu ann-
ara, Reynslan er óvilhallur dómari.
Og í þessu máli hefir hún marg-
endurtekið úrskurð sinn nú í rúm
120 ár, svo ótvíræðan úrskurð, að
daufir gætu heyrt og blindir sjeð.
Það hefir ávalt verið óbrigðull vor-
boði er kirkjan tók að gegna kristni-
boði; það hefir markað merkustu
tímamót sögu hennar, og jafnvel sögu
þjóðarinnar, sem hún tilheyrðí. »Hinu
öfluga kristniboði Bandaríkjamanna
fylgdi lausn svertingja úr þrældómi«.
Er það eftirtektavert, að lönd þau,
sem mestum mannafla og meslu fje
hafa varið til kristniboðs, standa öll-
um öðrum ofar hvað þjóðþrif og
kirkjulegt líf snertir. »í enska kristni
kom nýtt líf og eldlegur áhugi eftir
að kirkjan fór að sinna kristniboöi.
Með kristniboði Þjóðveaja fylgdi end-
urvöknun trúarlífsins og kristilegur
fjelagsandicc. »Krislniboðsfjelögin hafa
verið fyrirmynd og frumkvöðlar alls
annars kristilegs fjelagsskapar með
Norðmönnumcc, ritar merkur prestur
í Björgvin.
Kafli sá í trúboðsfræðum, er fjallar
um endurverkun krislniboðsins, hefir
ekki enn þá verið skráður á okkar
lungu. Tröllauknar hugmyndir höf-
um við um erfiðleika og kostnað sem
kristniboði eru samfara. En að því
fylgi blessunarrík endurverkun, guð-
dómlegt endurgjald, sem kirkjan má
ekki án vera, ef hún á lífi að halda,
hefir fæstum okkar í hug komið. En
hvað sem því líðar, þá mun ókom-
inn tími sanna það, engu síður en
fortíðin, að vöxtur og andlegt gengi
hvers einasta kristins safnaðar er
undir afstöðu hans til kristniboðs-
skipunarinnar komin. Og enginn svíki
sjálfan sig með fögru heiti um að
hefjast handa þegar búið er að koma
öllu í gott horf heima fyrir. Á móti
því mælir reynsla postulakirkjunnar
og allra styðjenda seinni tíma kristni-
boðsins. Á móti því mæla kristin trú
og kristinn kærleikur, því trúin hlýðir
tafarlaust, og Drottinn ryður veg allra
þeirra, sem í trausti hans hjeldu af
stað. Iíærleikurinn til Krists og bræðr-
anna knýr til hlýðni, til fórnfúsrar
þjónustu án nokkurs tillits til endur-
gjalds. En aftra má trúnni að hlýða,
og setja má kærleikanum takmörk,
en þá er jafnframt kveðinn dauða-
dómur yfir kristilegu lífi.
Kristnir íslendingarl Hefjumst nú
handa í Drottins nafni. Fátækir er-
um við og fáir, en gefi Guð oss í
ríkum mæli kristilega trú, von og
kærleika, höfum við bæði aflið og
auðinn, sem til þessa skal. Ef vjer
unnum islenskri kristni, hlýtur það
að hryggja oss, að hún hingað til
hefir farið á mis við blessunarríka
endurverkun kristniboðsins. Fyrir
löngu ritaði merkur prestur heima í
»Kirkjublaðið« langa og góða grein
um kristniboð. Hann kemst svo að
orði: »Ef vjer eigi gerum skyldu vora
að boða heiðingjum kristni, þá er
viðbúið, að dauði og afturför komi
yfir kirkjulíf vort. — Trúboðið úti í
löndum mundi reynast eitthvert besta
ráð til að fullkomna trúarlífið heima
fyrir og útrýma úr því heiðindómicc.
Því »kristindómur er vara, sem
eykst við úlflutningcc. Rað eykur víð-
sýni vort, að vinna að kristniboði
úti í heimi; það styrkir bróðurkær-
leikann, svo vjer ávalt minnumst, að
vjer erum »í skuld við allacc, af því
oss er trúáð fyrir fagnaðarerindi, sem
heimurinn getur ekki án verið. Það
eykur hjálpfýsi og fórnfýsi einstakl-
inga og safnaða. Það sameinar starfs-
krafta, sem starfinu heima fyrir veit-