Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1924, Síða 14

Bjarmi - 01.01.1924, Síða 14
lö B JA H M í Minningar frá Genf. Eftir Olafin Jóhannsdóllur. Árið 1903 hjelt »Hvíta bandið« alþjóða þing sitt í Genf. í Sviss. — Það var i þriðja og hinsta sinn sem jeg fjekk tækifæri til að sitja á al- þjóðaþingi. Ferðalagið frá Englandi og þangað var fyrirtak, — sjóferðin yfir Ermar- sund var ágæt. Vjer urðum samferða mörg hundr- uð systur og fórum með sjerstakri hraðlest. Þetta var á miðju sumri, og þótt næturnar þar syðra sjeu ekki jafn- bjartar norrænum nóttum, sátum vjer mikinn hluta nætur við vagn- gluggana til að sjá hjeruðin. í hirt- ingu brá Paris fyrir auga sem snöggv- ast. Á norðurleið dvaldi jeg þar 3 daga. í æsku hafði hugur minn reik- að þar víða við lestur »Parísarleynd- ardóma«, sögur Rocambole og um Katrínu frá Medici. — Nú var jeg þar í raun og veru; þrjá sárheita sumardaga, fór jeg um borgina, sá víðfræg söfn og merka staði, og smávöxnu en velvöxnu Parísarstúlk- urnar með einkennilegu augun. Ynd- isþokki þeirra og velvild varð mjer þó lítil gleði, andlitsfarðinn og óeðli þeirra átti sök á þvi. Það var líkast því sem jeg gæti ekki komið auga á manneskjuna í öllum þeim umbúð- um; en líklega hefði það samt tekist við lengri dvöl. Borgin var mjer líkust stærðar listasafni — eða hrikavöxnum mynda- sýningarskóla, þar sem erfitt væri að greina í sundur dault og lifandi, hugvitsgripi fólksins frá undrasmíði náttúrunnar, Pegar jeg fór úr borginni var það ekki annað en gröf Napóleons og standmyndin fagra af stúlkunni frá Orleans, sem jeg mundi verulega vel eftir. Það var ekki mynd af París heldur af hollvætti Frakklands sem með mjer fór. Ferðin um Suður-Frakkland og milli grárra Júrafjalla var dásamlega fögur. Loks komum við til Genf. Hefði jeg þá verið vel kunnug sögu þeirrar borgar, mundi mjer hafa fundist enn meira til um að sjá hana. Á svölum gistihússins »Metropolitan«, gátum við horft á kvöldin yfir kristalblátl Genfervatnið. Umhverfis það mátti líta »súlnagöng« af tómum raf- magnsljósum, og.bak við voru him- inháir Alpahnjúkar. Pað var ekki hægðarleikur að loka augum fyrir annari eins útsýn og ganga til hvíldar. En nú ætla jeg að segja frá því sem síst gleymist af minnÍDgum mín- um frá Genf. Pað var yndisfagran sunnudags- morgun: Jeg gekk niður að Rhone og nam staðar á fljótsbakkanum al- veg forviða, jeg einblíndi á fljótið, nokkur hluti þess var hreint sem lær berglind og blátt sem skýlaus himinn, en hinn hlutinn var mógrár eins og jökulfljót á íslandi. Pað voru eins og tvær gagnólíkar kvíslar i sama árfarvegi og ósýnilegur veggur á milli. Meðan jeg var að horfa á þetta, sem mjer þótti hreint og beint furðu- verk náttúrunnar, þá kom Charles Fermaud til mín, — við þektumst frá íslandi. — Jeg sagði honum frá hvað mjer þætti þetta einkennilegt og sagði mjer virtist það minna á börn Guðs og heimsins öll í einu fljóti að eilífðarhafi, en samt tvenns konar fólk. »Já«. sagði hann, »en jeg get sagt yður dálítið sem gjörir þessa mynd enn gleggri. Tæra vatnið er Rhone; hún kemur úr Alpafjöllum kolmórauð

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.