Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1925, Síða 5

Bjarmi - 01.10.1925, Síða 5
B JARMI 189 Þetta ætti æfinlega að vera próf- steinninn, sem við notuðum, hvort heldur er að ræða um nýtt eða gam- alt kenningar-ljós. Pví Jesús Kristur á að vera okkur eini leiðtoginn. Jeg var að minnast á það, hve örugg og ókvíðin það gerði okkur, ef við hefðum leiðtoga, sem algerlega mætti treysta. Slíkur leiðtogi er vitan- lega Drottinn Jesús Kristur. Og sje hann okkar leiðtogi í anda og sann- leika, þá erum við örugg, sterk og ókvíðin. Hvernig stendur nú á n.eð okkur í þessum efnum? Erum við örugg, ókvíðin og sterk? Ávinningur væri það — já, stórkostlegur ávinningur, ef við værum það. Við værum betri menn fyrir það, glaðari og máttar- meiri, ekki að eins máttarmeiri kirkju- lega, heldur líka máttarmeiri borgara- lega og mannfjelagslega. Nú vill Drottinn einmitt að við sjeum örugg, ókvíðin og sterk. Og hann vill gera okkur æ betur að slikum manneskjum. Hefir boðist til þess og býðst. Hvernig þá? Ef það ekki nauðsynlegt fyrir okkur að gera okkur sem best grein fyrir því? Jú, vissulega. Hann vill nú ná þessu takmarki með því, að koma okkur til þess að gera okkur sem best grein fyrir því, hvað við eigum í honum, eða hvaö óendanlega mikið við eigum, þegar við eigum hann. Það hafa menn verið til, sem bágt hafa átt og liðið hefir illa, af þvi þeir vissu ekki hvað þeir áttu, eða gerðu sjer svo illa grein fyrir þvf, hver eiginlega kjör þeirra voru. Þau voru miklu betri en þeir gerðu sjer grein fyrir. Töldu ástæður sfnar miklu verri en þær voru í raun og veru. Og þess vegna leið þeim ver en þeim hefði átt að líða. Ef við gerum okkur fyllilega grein fyrir því, hvað mikið við eigum, þegar við eigum hann, þá gerir það okkur örugg, ókvíðin, sterk og glöð. Guðspjalls-kaflinn upplesni sýnir okkur þetta. Við sjáum þar greini- lega, að Jesús vill að við sjeum ör- ugg og ókvíðin, og að hann lítur svo á, að við ölf getum verið það, — eigum hægt með að vera það, vegna lians og fyrir hann. Lærisveinar hans voru kvíðandi. Og það var margt, sem stuðlaði að þvl. Hann var búinn að segja þeim, að einn þeirra myndi svíkja hann. Hann var búinn að segja þeim að Pjetur, fremstur i lærisveina-hópnum, myndi afneita honum. Og hann var búinn að segja þeim, að hann færi burtu frá þeim. Var nokkur furða þó þeir yrðu fullir af ótta og kvíða? En samt segir hann við þá, að þeir skuli ekkert óttast. Og það eru ekki tóm orð — tóm hughreystingar-orð. Orð hans voru aldrei tóm orð. Hann ábyrgðist ávalt sannleika og áreiðan- leika þeirra sjálfur. — Hann vissi að þeir þurftu ekki að óttast neitt, ef þeir að eins gerðu sjer grein fyrir, hver hann væri og hvað þeir hefðu og ættu, ef þeir ættu hann, og ef þeir gætu skilið, hvers vegna hann nú færi frá þeim. Hvað var það þá, sem taka átti burtu frá þeim allan kvfða og ótta? Trúin á Guð og trúin á hann. Þetta segir hann þeim. Og trúin á það, að nóg sje húsrými bjá föðuruum. Og trúin á það, að þar eigi þeir stað; þvi hann fari einmilt burtu frá þeim til þess að tilreiða þeim stað. Og þegar hann sje búinn að því, þá komi hann aftur til þeirra og taki þá á sínum tíma lil sín, til þess að þeir sjeu hjá honum. Var ástæða til þess að hryggjast og skelfast af þessu, að hann fór burt frá þeim, til þess að búa þeim

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.