Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.10.1925, Page 13

Bjarmi - 01.10.1925, Page 13
B JARMI 197 hefir sjálfur rofið stjetta-reglurnar með pvi, að taka Paría-barn til fósturs, og reynir að fylgja siðferðis-lögmáli Krists, enda pótt hann játi ekki kristna trú. Nú gerast pó nokkrir pilagrimar kristnir og verða oft pegar í stað bestu liðsmenn kristniboðsins, enda eru áður proskaöir menn að greind og gætni, og góðri trú- rækni. Margrjet Sveinsson kom til Benares pegar farið var að rofa til fyrir »pilagríma-missióninni«. — En nú skal formála hætt og henni »gefið orðið«: »Tvö blöð »Bjarma« eru nýkomip; mjer er altaf ánægja að lesa hann. Sjerstaklega þótti mjer »interessant« að lesa um prestastefnuna. Þykir vænt um að þeim er farið að koma svona vel saman. Margir þeirra hafa hlotið að skifta um skoðanir. Mjer þykir vænt um að þið and- mæltuð orðum kardinálans. Kaþólskir menn hjer í landi virð- ast fremur starfa að því, að fá fólk inn í rómversku kirkjuna, en að vinna það fyrir Krist. Nálægt einum bæ, þar sem tvær vinstúlkur minar hafa kristniboðs- stöð, voru kaþólskir menn að boða trú sína. Þeir sneru þorpsbúum tii kaþólskrar trúar á þann hátt, að þeir skirðu þá fyrst, síðan skírðu þeir skurðgoðin þeirra, sem áður höfðu borið nöfn ýmsra heiðinna guða, en fengu nú nöfnin: Maria, Jósef o. s. frv. Porpsbúar hjeldu áfram að dýrka þau eftir sem áður, bara undir öðrum nöfnum. Jeg veit að oft er það svo, að mikil mótspyrna fremur eflir sum málefni, heldur en hindrar. Samt þurfti i þetta skifti að andmæla þvi, sem sagt var um fsland. Þögn hefði verið sama og samþykki .... Nú er rigningalimi, hann varir frá miðjum júní fram í miðjan október, þá kemur »kuldatiðin« til febrúar- loka, en þá hefst hitatiminn; flýr þá flest aðkomið »Norðurlanda«-fólk til fjalla, og dvelur þar 2 mánuði eða lengur, ef unt er. Jeg var 2 mánuði i þetta sinn í þeim sumar-bústöðum, og altaf »að læra málið«. Okkur finst full-heitt lika framan af rign- ingatimanum, en í janúar og febrúar er oft nístandi kalt, nema um há- daginn. Höggormar eru tíðir gestir, og óþarfir, í rigningunum. Fyrir skömmu fanst baneitraður höggormur hjer á hlaðinu. Hann var grannur mjög, en 18 þumlunga langur. Og svo eitraður var hann, að hefði hann bitið mann, var dauðinn vis á sömu minútu . . . Kuldatiminn er besti starfstimi okkar kristniboðanna. Við förum þá út um þorp og sveitir, og búum í. tjöldum á nóttunni. Jeg er nýbyrjuð á þvi ferðalagi, eins og í iyrra.: — Eymdin og syndin, sem maður sjer á alla vegu, er óttaleg. Hjer í Benares er afar-mikið um feröafólk, eða rjettara sagt pílagrima, sem leita hingað langa vegu sjer til sálubóta. Benares er helgust talin af 7 helg- um borgum Indlands. Ekki er það fljótið eitt, er veldur þvi, heldur og helgur brunnur (Manikama-uppsprett- an). Segja Hindúar að guðinn Vishnú. hafi hvílt sig þar um 1000 ára skeið við upphaf sköpunar, og sviti hans fylt brunninn og sje þar sfðan. Má nærri geia að slíkt sje há-heilagt vatn, enda búast þeir við góðum launum annars heims, sem baða sig þar. .— Og satt best að segja, finst mjer þeir eigi einhver laun skilið, sem baða sig í annari eins leðju og þar er, — en annað mál er hvort þau verða greidd. það er mjög sorglegt að sjá alt þetta fólk, sem virðist fúst til að af- skræma sig og pynta á ýmsa lund, til að fá bót á sálarmeinum sinum,

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.