Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1926, Síða 6

Bjarmi - 01.01.1926, Síða 6
2 BJARMl það vel og veit að samferðamenn geta ekki bætt söknuð yðar, En það er hjálp að líta i hæðir. Farnir ást- vinir eru í umsjá hans, sem ann þeim meir en aðrir, og vonarblómin, sem helguð voru góðum Guði, eru af englahöndum gróðursett á landi fyrirheila og brosa þjer ljúfast er lýkur ferðalagi hjer. Sárast er að líta liðnar syndir, sein þú getur aldrei bætt, og ótal vanrækt tækifæri til að leiðbeina viltum og ljetta byrðar þreyttra. Við þvi kann jeg engin ráð nema þetta eina: Gakk í anda að krossi Krists, talaðu um það alt við frelsarann, — að hann bæti úr því, að hann fyrirgefi. — Jeg veit það er óbærileg tilhugsun, efþað ætti fyrir mjer eða þjer að liggja að hitta nokkurn á degi dóms, ersegði: »Pú leiðbeindir mjer ekki meðan við vorum samferða, — Og því glatast jeg nú«. — Snúum þeirri hugsun í heita bæn — og heilagan ásetning. »Hingað til hefir Drottinn hjálp- að«. í*að sjeu einkunnarorð vor, er vjer hefjum nýjan áfanga. — Mörg eru veður í lofti. Sorg og gleði skiftast á. En ef vjer erum lærisveinar konungsins Krists, þá er ekkert að óttast. — Já, ef við erum lærisveinar Krists. Ó, að þið öll, karlar og konur, ungir og gaml- ir, sem orð mín sjá eða heyra, væruð svo iánssöm að vera lærisveinar hans, áhugasamír vinir hans, hlýðn- ir þegnar hans! Standið ekki álengd- ar og hikandi. Hann er eina hjálp- ræðisvon syndugra manna. — Hann hefir beðið þín ár eftir ár, og enn er hann við dyr hjarta þíns, bjóð hann velkominn. Pótt jeg sje alt of áhagalítill læri- sveinn hans, og alt of lítið hand- genginn honum, sem mig langar þó til að starfa með, þá farðu nú að ráðnm mínum. Jeg hefi reynt það og jeg hefi sjeð það, að sá, sem hefir Soninn, hefir lífið, en sá, sem ekki hefir Guðs sod, hefir ekki lifið. Indæl verkefni bíða vor, samstarf við frelsarann sjálfan meðbræðrum vorum til blessunar. Dýrðlegt hlutskifti bíður vor, eilfft líf, eilif sambúð við alla bestu vini hans, sem lifað hafa hjer í heimi. Pví segjum vjer vonglaðir: »Gieði- legt nýár í Jesú nafni«. i Arsskýrsla kristniboðans 1925. «Vjer prjedikum Krist, kraft Guðs og spoki Guðs«. Erfitt er að gera sjer grein fyrir hvað þeir menn færðust í fang, sem stjórnarbyltingarárið tóku að sjer að vinna að endurnýjung og ummyndan þjóðfjelagsins kínverska. Er dögum keisaradæmisins lauk, voru öll helstu vandamál þjóðarinnar í allra mestu óreiðu. Af 440 miljónum íbúa landsins voru að eins um 20% læsir. Heilbrigðismál þjóðarinnar vofu þó, og eru enn í öllu verra lagi en mentamálin. Landið er stórt og sam- göngur afarerfiðar. Og fjármálin voru í engu betra horfi en samgöngumál- in. Alls þessa verður að minnast um leið og menn rifja upp fyrir sjer hver eru helstu skilyrði lýðstjórnar. Eins og gefur að skilja lenti lýð- stjórnin svonefnda í Kína brátt í höndum þeirra, sem með hermálin fóru. Síðan þjóðskörunginn mikla Yuan Shih Kai (les: Jönn Sö Gæ) leið hefir að vísu lýðstjórn setíð að völdum í Peking, en hernaðarstefnan hefir komist í þann algleyming að til stórvandræða horfir. Stjórnin get- ur við ekkert ráðið. Hershöfðingjar

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.