Bjarmi - 15.02.1926, Page 2
38
tí JARMI
hinir flestir vildu halda áfram að
nota hugvekjur og postillur, eins og
verið hefur. Þar eð jeg er alveg sömu
skoðunar og hinn háttvirti ritstjóri,
áhrærandi það, að notkun lieilagrar
ritningar lil húsleslra þyr/ti að takast
upp meðal vor tslendinga meir en
verið he/ur, hún helst verða aðal hús-
lestrarbókin, en hugvckjur og postillur
hver/a sem mest úr sögunni að unt
vœri, þá vil jeg í sem stystu máli að
unt er, gera grein fyrir þessari skoð-
un minni. Jeg hygg, að sú sje orsökin
til þess, hve hugvekjur og postillur
voru fyr á tímum mikið notaðar til
húslestra, en heilög ritning lítiö eða
alls ekki, að i löndum þeim, er siða-
bót Lúthers náði fótfeslu, en biblían
var annaðhvort ekki öil komin á prent
á móðurmáli þjóðanna, eða þá svo
dýr, að fátækum almenningi var nær
því um megn að eignast hana, þá
varð fyrst í stað að nota prentuð
hugvekju- og prjedikanasöfn til að
efla og viðhalda trúarlífi og heimilis-
guðrækni alþýðunnar. Innihjeldu slík-
ar bækur sem að líkindum lætur,
lengri eða skemri útleggingar yfir
einstakar ritningargreinar, eða þá yfir
lengri biblíukafla, svo sem t. d. guð-
spjöll og pistla, hátíða- og sunnudaga
kirkjuársins, en heilög ritning eins og
hvarf í skuggann er fram liðu stundir.
Mun sú raunin hafa víðar á orðið
en meðal vor Islendinga. Þó biblíu-
fjelög þau, er víða hafa stofnuð verið
í löndum mótmælenda, og öll munu
að einhverju leyti runnin, beint eða
óbeint, frá hinu mikla »Bretska og
erlenda biblíufjelagi«, hafi getað gert
fólki ljettara fyrir meö að eignast
heilaga ritningu með því, að selja
hana við vægu verði, þá verður, að
þvl er oss íslendinga snertir, ekki
með sönnu sagt, að þekking almenn-
ings á innihaldi þeirrar blessuðu bókar,
eða notkun hennar til guðræknis-
iðkana í heimahúsum hafi vaxið að
sama skapi, sem hún nú er ódýrari
en fyr á öldum. Að vlsu hefir lágengi
islenskia peninga á siðuslu árum ollað
því, að hún hefir nú um stundar-
sakir verið nokkru dýrari en hún var
á uppvaxtarárum mínum, og alt fram
til þess er heimsslyrjöldin mikla hófst,
en vonandi hverfur sá öiðugleiki von
bráðar, ef gengi íslenskra peninga
lagast. Þó ættum við ætið samt sem
áður að minnasl þess er sálmaskáldið
kveður:
Guös orð er perla skær og sltír,
sem skln með Ijóma hreinum,
Sú perla er atdrei oss of dýr,
því eignast hana reynum.
Það sem einnig hefir gert ekki svo
lítið til þesn að draga úr þvi, að
menn færu alment að nota heilaga
ritningu til húslestra er þaö, að til
skamms tima hefir ekki verið til hent-
ugur leiðarvísir á íslensku, sem inni-
hjeldi leiðbeiningar um notkun heil-
agrar ritningar til húslestra. En nú
hefir birtst í Bjarma undanfarið einn
slíkur leiðarvisir, sem lokið verður
með yfirstandandi’) árgangi, og væri
óskandi að altjend þó kaupendur
blaðsins vildu sem flestir, helst allir,
hagnýta sjer þann leiðarvísi, á þann
hátt sem þýðandinn (ritstjóri Bjarma)
ætlaðist til, er hann rjeðst í þaö verk,
nl. á þann hátt, aö þeir færu að nota
heilaga ritniugu sem mest við hús-
lestra sína. Leiðarvísir þessi virðist
mjer einkar hentugur og ljós, og
skiftingin á bókum heilagrar íitn-
ingar í lengri eða skemri kafla til
húslestra á hvern mánaðardag ársins,
í mörgum tilfellum hentug. Þó er
langt frá því að jeg telji þá skiftingu
vera bindandi reglu í öllum tilfellum,
svo að ekki megi breyta til ef atvik
1) Nú er leiðarvísir pessi útkominn
sjerprentaður. Ritstj.