Bjarmi - 15.02.1926, Qupperneq 3
B J A R M I
3ð
mæla með, því ýmsar ástæður geta
verið fyrir hendi, er orsaki það, að
einstaklingnum finnist annar biblíu-
kafli frekar ná til bjarta síns, eitt-
livert skifti öðru fremur, heldur en
sá sem tiltekinn er í leiöarvisinum
þennan eða binn mánaðardaginn.
Jeg vil tilfæra það sem dæmi, að á
sorgar- og saknaðarstundum veit jeg
ekki annan húslestur er betur mundi
hugsvala harmandi sálum, en einmitt
skilnaðarræða frelsarans, sem er að
finna í guðspjalli Jóhannesar 14.—16.
kapitula, að viðbættum þeim 17., er
hefir inni að halda æðstapreslslegu
bænina er svo er nefnd. Eins virðist
mjer að við missira- og áraskifti sjeu
margir af lofgerðarsálmunum í Da-
viðssálmum heutugur og vel tilfallinn
húslestur. Auk þessa gela fjölmargir
aðrir bibliukaflar komið lil greina við
áðurgreind tækifæri, því heilög rilning
hefir það fram yfir allar húslestrar-
bækur, hvort sem þær nefnast »hug-
vekjur« eða »postillur«, að þar sem
efni þeirra er tœmandi, þá er hún
ótæmandi, þvi að hún ein er i sann-
leika Guðs opinberaða orð, en hug-
vekjur og postillur að eins mannleg
skilgreining þess orðs, og hún oft mis-
jafnlega Ijós. Að jeg nú ekki tali um
það, þegar slíkar bækur hafa í raun
og sannleika alt annað inni að halda
en bibliulegan kristindóm. Er ekki
laust við að slíkra bóka hafi orðið
vart hjá okkar þjóð uú á siðustu ár-
um. Virðist mörgum að sem dæmi
mætti nefna »Árin og eilífðin«, þó
ekki verði farið lengra úl í það mál
að sinni. Enginn má skilja það sem
hjer er ritað svo, sem jeg lelji hug-
vekjur og prjedikanasöfn alls ónot-
hæfar bækur til guðræknisiðkana í
heimahúsum, siður en svo, að eins
að slikar bœkur tali máli bibliulegs
kristindóms, það er aðalatriðið, Jeg vil
ekki skilja svo við þetta mál, að jeg
ekki um leið skýri frá því, hvaða
húslestrarbækur aðrar en biblían hafa
komið mjer best að andlegum notum
sem einstaklingi, ef verða mætti, að
þaö gæti fyrir Guðs náð orðið ein-
hverjum til gagns og leiðbeiningar.
Á bernskuárum minum var Vídalíns-
postilla eingöngu notuð til húslestra
á helgum dögum á heimili minu. og
á fullorðinsárum minum helir sú
skoðun fest rætur hjá mjer, eftir tölu-
verl náin kynni af þeirri bók, að hún
eigi enn allmikið erindi til nútíðar-
fólks, væri hún gefin út á ný. Er
lengra leið, voru helgidagaprjedikanir
Pjeturs sáluga biskups hafðar til hús-
lestra á helgum dögum, en lengst þó
helgidagaprjedikanir Helga sáluga
Hálfdánarsonar og »Guðspjallamál«
sra Jóns sáluga Bjarnasonar, silt árið
hvor bókin, og svo er enn. Um tvö
síðastnefndu prjedikanasöfnin vil jeg
segja það, að prjedikanir Helga sál.
Hálfdánarsonar virðast mjer hæfilega
langar, mjög ljósar og innihaldsríkar,
þrungnar af trúaralvöru og sannfær-
ingarkrafti, og flytja i sannleika biblíu-
legan kristindóm, og skiftir það mestu
máli. Aftur á mót finnast mjer prje-
dikanirnar i »Guðspjallamálum« sra
Jóns sál. Bjarnasonar heldur langar,
en þrungnar eru þær sem hinar af
trúaralvöru og sannfæringarkrafti, og
ekki er það að efa, að biblíulegan
kristindóm flytja þær. Einnig hjálpar
heimfærsla ýmsra dæma úr daglegu
lífi i fortíð og nútíð, og tilvitnanir í
mörg merk ljóð mikið til þess, að
gefa þeim gildi og auka ágæti þeirra.
Væri snjallræði fyrir presta að taka
slíka heiinfærsluaðferð upp til eftir-
breytni, án þess þó, að setja sjálfa
»bók bókanna«, heilaga ritningu, til
hliðar, því það gerði sjera Jón sál.
Bjarnason aldrei. — Til kvöldlestra
á rúmlielgum dögum voru er jeg fyrst
man eflir notaðar á minu heimili svo