Bjarmi - 15.02.1926, Blaðsíða 4
40
B JARMI
nefndar »Prestahugvekjur«. Var það
hugvekjusafn ágætisbók á sinni tíð,
enda lögðu sinn skerf tii þess margir
hinir bestu og mætustu kennimenn
íslenskir er þá lifðu, svo sem sra
Helgi sál. Hálfdánarson, sra Valdimar
Briem (sem er nú einn á lífi þeirra
presta er hugvekjur sendu í áður-
greint hugvekjusafn), sra Guðmundur
sál. Einarsson á Kvennanrekku, sra
Magnús sál. Andrjesson á Gilsbakka,
sra Davið sál. Guðmundsson á Hofi,
sra Zóphónías sál. Halldórsson í Við-
vík, sra Sæmundur sál. Jónsson í
Hraungerði o. fl. Er nú hugvekjusafn
þetta fyrir löngu uppselt, enda langt
síðan það var gefið út, því siðan eru
yfir 40 ár. Nú er að bíða álekta hvort
hugvekjusafn það, sem fullprentað
átti að vera á s.l. hausli eftir því er
jeg best man, tekur áðurnefndu hug-
vekjusafni fram, að því er andlega
uppbygging og nothæfni snertir. —
Um níu vikna föstuna voru Föstu-
hugvekjur Pjeturs sál. biskups lesnar
á mínu heimili og suognir Passiu-
sálmarnir, enda vissi jeg ekki af
mörgum heimilum i nágrenni við mig
á uppvaxtarárum minum, að ekki
væri þar lesinn húslestur á rúmhelg-
um dögum yfir föstuna, og Passiu-
sálmarnir jafnframt um hönd hafðir.
Er hugraun mikil og harmsefni til
þess að vita, hversu uppvaxandi kyn-
slóðin nú afrækir wHallgríms dýru
ljóð«, ljóðin sem »svala hverri hjart-
ans und«, eins og skáldið kveður.
Pess vegna er það sannfæring mín,
að þó svo kynni að fara í framtið-
inni, sem óskandi væri, að þeir sem
halda uppi húslestrum á heimilum
sinum, færu að nota sem mest (helst
eingöngu) heilaga ritningu til hús-
lestra, þá þyrftu að mínu áliti ætíð
aö vera til föstuhugvekjur, svo að
hægt væri að hafa Passiusálmana um
hönd með þeim, hvort sem þeir væru
þá lesnir eða sungnir. Pó hið siðara
væri æskilegra þar sem ástæður leyfa,
þá er samt í mínum augum aðalat-
riðið, það sem þessa blessuðu sálma
snertir, að notkun þeirra, trúarlífi og
guðrækni þjóðarinnar til eflingar,
falli aldrei niður, svo lengi sem ís-
lensk þjóð byggir þetta land, og ís-
lensk tunga er töluð. Guð gefi því
orði sigur.
2"/i< 1925.
Norðlenskur leikmaður.
Bæn gamalmennisins.
Til fylgdar æfi farinn stig
i fyrstu æsku kaus jeg þig,
og aldrei ljetstu einan mig,
minn einkavinur, Jesús.
Á áliðinni æfiferð
jeg einstæðari sífelt verð,
en mig þú fyrir brjósti berð
og bælir mjer það, Jesús.
Pað er mjer nóg, jeg er hjá þjer,
þó ástvinirnir hverfi mjer;
i öllum þrautum þú mig ber
á þinum örmum, Jesús.
Og þegar heimi fer jeg frá
þig fyrstan þrái jeg að sjá,
i þjer og með þjer alt jeg á,
sem önd min þráir, Jesús.
Jeg veit þú geymir vini þá,
sem vegferð minni hitti’ jeg á,
og vildu lífs og liðnir fá
að lifa með þjer, Jesús.
Af öllu hjarta þakka jeg þjer,
hve þú varst trúr og góður mjer,
svo brigðull sem jeg annars er.
Þín ást er grunnlaus, Jesús.
B. J.