Bjarmi

Volume

Bjarmi - 15.02.1926, Page 5

Bjarmi - 15.02.1926, Page 5
BJARMI 41 Kaldar kirkjur. Eitt af því marga, sem aflrar fólki frá að sækja kirkju, er köld kirkja. Pað er eitthvað óviðfeldið við orðið sjálít: Köld kirkja. í*að sem einkennir boðskap kristin- dómsins og kenning Iírists og Krist sjálfan, er ylur. Frá honum leggja jafnan hlýir straumar til hverrar mannssáiar, sem vill veita honum viðtöku. Þess vegna er meir en lítið ósamræmi, að kirkjur, guðshúsín sjálf, skuli anda kulda á móti þeim, er fýsir þangað. Guðshúsið sjálft á að laða til sín með hlýju sinni. Það er ekkert efamál. Margoft er án efa viðkvæðið: »Jeg treysti mjer ekki til kirkju, það er svo kalt. það er ekki líft í kirkjunni.« I’etla er því miður satt raunalega oft, að ekki er líft í kirkjunni fjrrir kulda, stundum heljarkulda. Ekki síst verður kuldinn bitur í steinhúsum. Prestarnir hljóta að finna einalt til kuldans. Organleikarar eiga, sem skiljanlegt er, erfitt með fingrasljórn, er þeir eru krókloppni . Allir finna til kuldans, og fjöldamargir kvarta um kuldann. Pað er von. Til þess er vart ætlandi, að eldra fólk og lasburða geti setið í kaldri kirkju, og margur, þó hann hafi heilsu til, leggur það ekki á sig að fara til kirkjunnar til þess að láta sjer verða þar kalt. Það er heldur ekki árenni- legt, að koma göngumóður og löðr- andi af svita til kirkjunnar og setjast svo í hana sárkalda. Þá slær, sem vænta má, einatt að hrolli, og á því er mikill munur, að fara heitur út í kulda á heimleið og hinu, aö íara hrollkaldur út í kulda. Pað gefur að skilja, hve kirkjukuldinn er hollur. Nú bregður fólki óliku meir við að sækja og sitja 1 kaldri kirkju, en áð- ur var. Þá þektust naumlega hitunar- tæki í baðstofum til sveita. Nú ryður sú nýbreytni sjer meir og meir til rúms, að í baðslofum og öðrum setu- stofum er komið fyrir einhverjum hit- unartækjum, og þess er einnig að gæta, að fólkið yfirleitt gerir hærri kröfur til lífsins, en áður var. Af þessu leiðir það, að á þessari meinlegu vöntun, kuldanum i kirkj- unum, þarf að ráða skjóta og rögg- samlega bót. Kvartanir yfir kuldanum eru nógar til, en ekki er nóg að kvarta og kvarta. Hjer gagnar ekkert nema athajnir. Af svörum prestanna við forvitnis- spurningum mínum um safnaðar- sönginn að dæma, sje jeg, að jjölda- margar kirkjur eru kaldar á landi hjer. Hve margar veit jeg ekki að svo stöddu, af því að ekki hafa nærri aliir svarað lil þessa. Sumir taka það fram, að þeim þyki meinleg vöntun, að hitunartæki vantar í kirkjur þeirra, og segja, að það spilli fyrir kirkju- sókn á vetrum. En alveg óhætl er að taka dýpra í árinni. íslenskur vetur er langur. Margir, sem hliðra sjer bjá að fara til kirkju vegna kuldans langan, langan vetur, þeir gleyma efalaust einnig kirkjunni að sumri til, þessar fáu hlýindavikur. Hin langa vetrardeyfð verkar lamandi árið alt, og ár frá ári, og því meir, sem lengur liður. Þess vegna er hjer ekki um neitt hjegóxamál að ræða. Og þó að sumstaðar sje brugðið upp olíuofni, meðan á messu stendur, eða olíuofnum, er það síst fullnægj- andi umbót, þó skárra sje en ekki. Kaldar kirkjur eiga að hverfa úr söganni, og það sem allra fyrsl. Pað er einnig auðsætt, að almennur safnaðarsöngur á sjer margfalt fremur lífs og þróunarvon á landi hjer í hit- aðri kirkju en kaldri, bæði af því,

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.