Bjarmi - 15.02.1926, Síða 6
42
BJARMI
að fleiri fýsir að sækja liitaða kirkju
en kalda, og einnig af því, að i hlýrri
kirkju eru meiri tök fyrir vini safn-
aðarsöngsins og vini fóiksins sjálfs
til þess að leiðbeina því i þessum
efnum. Loks af þvi, að organleikar-
inn nýtur sin betur, ef hlýtt er i
kirkjunni.
í kaldri kirkju getur hvorki prestur
nje söfnuður notið sín og i kaldri
kirkju nýtur fólkið ekki þess til neinn-
ar hlítar, er þar fer fram. Jatnvel há*
tiðabragur jólanna i kaldri kirkju
hefir á sjer kuldablæ, þrátt fyrir nokk-
ur kertaljós, er veita fremur litla hlýju
í stóru húsi.
Burt með Iculdann úr kirkjunum.
Nú eru flestar íslenskar kirkjur fá-
tækar og kirknagjöldin yfirleilt lág.
Pess vegna verður að byggja athafna-
vonir sínar yfirleitt á framlagi og
fórnfýsi safnaðanna sjálfra. Sú fórn-
fýsi kemur svo söfnuðunum sjálfum
að notum i bættri líðan allra þeirra,
sem til kirkna koma.
Mundu nú ekki kirkjuvinir og krist-
indómsvinir og unnendur safnaðar-
söngsins um land alt vilja taka hönd-
um saman um að bjarga þessu merki-
lega máli? Ef viljinn er vaknaður,
verða hvarvetna einhver ráð.
íslensku kirkju og kristnilifi og al-
menuum safnaðarsöng mundi verða
að því ómetanlegur ávinningur, ef
kaldar kirkjur yrðu hitaðar upp. Um
heillavænlegar afleiðingar i íslensku
þjóðlifi á ýmsa lund ætti ekki að efast.
Auðvitað gagna hjer ekki nema
ofnar með góðum umbúnaði. Og
kirkjan á að vera það hlý, að fólki
geti liðið þar vel, jafnvel þótt fált
komi til kirkju. Svo er hitt víst, aö í
hlýja kirkju fýsir fleiri að koma.
Jeg vil því leyfa mjer að beina þeirri
ósk til allra kirkjuvina, sem ætla má
að sjeu til fleiri eða færri í hverju
prestakalli á landinu, aö þeir vildu
hefjast handa hið allra fyrsta og hælta
ekki fyr, en komin eru nothæf hit-
unartæki í hverja einustu kirkju á
íslandi, því við svo búið má ekki
lengur standa.
Reynivöllum, 23. jan. 1926.
Halldór Jónsson.
25 ára minning.
Skeiðtlatarkirkja, er nú 25 ára
gömul. þetta guðshús, sem vjer erum
nú saman komin í, var fyrst bygt
hjer árið 1900, og mjer hefir verið falið,
að segja sögu þess í fáum dráttum.
En þannig hefir gengið til í heimi
bjer, að saga kristilegrar kirkju hefir
jafnan verið raunaleg — og meira
að segja hörmuleg. Og svo er því
varið með þetla guðshús. Saga þess
í 25 ár, hefir eigi líkst öðru fremur
en sögu ölnbogabarnsins. Og kirkju-
saga þessa bygðarlags, það sem við
þekkjum til hennar — er sorgarsaga.
Hún sýnir sorglega litla rækt til helgra
staða og helgra minja. Pegar sögð
er æfisaga einhvers manns, er venju-
lega byrjað á ætt hans og forfeðrum.
Svo er og með þetta liús, til þess að
geta sagt sögu þess, verður að líta
fgrst aftur i tímann: Til liðinna kyn-
slóða og horfinna kirkna. Og þó fátt
eitt sje vitanlegt um þá, er í fyrstu
kristni bygðu hjer kirkjur og bæna-
hús, og þó sljettað sje nú yfir helgi-
staði þá og legstaði þeirra fyrir löngu
síöan, má þó finna í fornum rituni
drög til þess, að á 11. og 12. ökl hafi
verið hjer — einungis í þessari einu
kirkjusókn sem nú er — þrjár kirkj-
ur, 1 hálfkirkja og 2 bænahús. t*elta
var i kaþólskum sið. Kirkjurnar voru
á Ytri-Sólheimum, Pjetursey og Dyr-
hólum. Hálfkirkja i Holli og bæn-
húsin á Eyslri-Sólheimum og Felli.