Bjarmi - 15.02.1926, Blaðsíða 12
‘18
BJARMI
(eyðing) bókstaflega, og ætlar að þar
sem talað er um eilífan dauða, eða
»annan dauða« (sbr. Opinb. 20, 14)
sje átt við gjöreyðingu.
Hallesby prófessor segir í trúfræði
sinni um þessa skoðun meðal annars:
»Enda þótt skilja megi orðin ánojkdu
og oh&Qog bókstaflega eða sem gjör-
eyðingu, þá eru þau ekki svo notuð
í nýja testamentinu. Oss er nú kunn-
ugt að rjett fyrir og um daga Krists
trúðu Gyðingar að kvalir óguðlegra
væru endalausar, Kristur hefir staðfest
þá skoðun (sbr. meðal annars Matt. 25,
46.). Frumsöfnuðurinn kristni hefir
þvi hlotið að hafa þá skoðun. I’egar
svo höfundar nýja testam. tala um
»glötun» og »eyðingu« án þess að
ympra á, að þeir viki frá almennri
skoðun Gyðinga, sem Kristur hafði
slaðfest og almenn var í söfnuðinum,
þá hljótum vjer að telja þá sammála
samtið sinni í þessum efnum«.
Oss þætti ekki ólíklegt að ein-
hverjir lesendur hugsi:
»Pví er verið að skrifa um þetla í
blaðið? Allir eru hættir að tala um
djöful og helvíti, og nú trúir enginn
þeim ósköpum að nokkur maður
lendi þar. — Og Bjarmi fær mig ekki
til að fallast á neitt þvilíkt«.
Þú ræður því, lesari minn, hvort
þú vilt fallast á það, sem hjer er
sagt eða ekki; en hitt lelur ritsijór-
inn skyldu sína að minna lesendurna
á aftur, að enginn talar i bibliunni
jafn oft og ákveðið um eilífa glötun
og djöfulinn eins og Jesús Krislur
sjálfur.
Gagnvart þeim ummælum hans er
ekki um margt að velja:
Annaðhvort eru þau sönn eða ósönn.
Sjeu þau ósönn, þá hefir annaðhvort
Kristi skjátlast, eða höfundar guð-
spjallanna fært orð hans úr lagi, og
eignað honum sinar skoðanir. Sjeu
þau sönn, þá haggar þeim engin
vantrú, hvorki einstaklings nje mill-
jóna.
Ef þú heldur að Kristur hafi vilj-
andi eða óviljandi sagt rangt frá
þessu, — hvernig getur þú þá treyst
honum í öðrum efnum? Og hvað
verður um kristindóm þinn ef þú
vantreystir Kristi?
Ef þú heldur, að öll ummæli Krists
um glötunina sjeu eignuð honum
ranglega, hvaða tryggingu hefir þú
þá fyrir því, að nokkuð sje rjett eftir
honum haft í guðspjöllunum? Von-
andi hugsar þú ekki svo barnalega,
að það, sem þér sjálfum fellur best
úr ræðum hans, sjeu hans orð, en
alt hitt »viðbætur og rangfærslur«. —
Kristur hefði ekki verið krossfestur,
et fólkinu hefði fallið flest eða all
vel, sem hann sagði. — Menn reið-
ast heldur ekki þeim ræðumanni,
sem hvergi særir tilfinningar áheyr-
enda sinna.
Hafi Kristi ekki skjátlast, og sjeu
orð hans rjett flutt í n.-testam., er þá
ekki blátt áfram fásinna og ógæfa
að loka augum sínum fyrir ægileg-
ustu slaðreyndum tilverunnar, þóll
þjer eða mjer falli þær ekki? — —
Að lokum má minnasl á fáeinar
almennar mótbárur gegn eilffri van-
sælu.
1. »Pað er óhugsandi«, segja menn,
»aö kærleiksrlkur og rjetllátur Guð
kvelji verur um eilifð, honum marg-
fall minni máttar, enda þólt þær hafi
óhlýðnasl honum þelta örslutta jarð-
líf«.
Þessi almenna mólbára styðst við
tóman misskilning. Það er ekki Guð,
sem rekur mennina út í eilífa van-
sælu; fari þeir þangað, þá eru það
þeir sjálfir, sem kjósa sjer þar stað.
Það er því í raun og veru »villandi«
að tala um »útskúfun«. Það er eng-