Bjarmi - 15.02.1926, Blaðsíða 15
BJARMI
51
Jólin 1925.
Hvað er það, sem hrærir svo huga minn,
er hringja mjer klukkurnar jólin inn?
Hvað er það, ef jólaljóð eyrum nær,
sem unaðar mjer þá svo dýrðlegs fær?
(), blessuðu jólin mjer bera þá
þann boðskap, sem hjarta míns fyllir þrá,
að hann, sem hin alsæla á örmum ber,
hin cinasta lausn mjer frá syndum er.
Þótt vitringar allir í heimi hjer
sig hugsuðu þreylta’ um, hvað lífið er,
þeir úrlausn á gátunni enga fá
sem ástbrosið hans, sem í jötu lá.
Ef syndanna þungi mig þreytir hjer,
svo þreki og djörfung jeg sviftur er,
þá hljómar mjer kveðjan sem ljúfast lag:
Rinn lausnari fæddist: Guðsson, í dag!
Gleðilegra jóla óska
Ejncv og Estrid IIo/J.
Þessi jólakvcðja, sem Bjarni Jónsson
hefir islenskað, kom of seint til að fara í
jólablaðið.
----■ ' ------.......^
Hvaðanæfa.
i —......-—»
Pak karávarp langt og innilegt hefir
Bjarmi verið beðinn fyrir frá Jóni Jóns-
syni á Geirseyri í Vestmannaeyjum i til-
efni af gamalmenna-samsæti þriðja jóladag
er kvenfjelagið Líkn stofnaði til. Ávarp-
ið er ot langt til að birlast hjer, en fús
er Bjarmi til að taka undir með höf. þess
og þakka sýslumannsfrúnni og hinum
fjelagskonunum fyrir ástúð þeirra við
gamalmennin við þetta tækifæri.
Greinar bíða frá sra. Halldóri á
Reynivöllum, sra Jóhanni í Árborg,
Bjarna Jónssyni kennara, Arna Jólianns-
syni bankaendurskðenda, Ólafi kristni-
boða o. fl1
R i t s t j ó r i Bjarma heiir veilt móttöku
síðan um jól.
Til kristniboðs: G. S. B. Höfn, P. B.
skipstjóri, sr. Ó. V, Fellsmúla, sjötugur
kristniboðs vinur 10 kr. hver. Seyðfirð-
ingur 25, kr., hjón í Skagafirði 25 kr.
börn þeirra og fósturbarn 25 kr., heima-
sæta í Húnav.sýslu 100 kr. S. S. Hofteig £ 5.
/ jólakveðjusjóð: Börn á Sauðárkrók
(sr. H. G.) 30 kr. börn í Æðey 3 kr., sr.
Jón Jóns. Stað og sr Ó Vigf. Fellsmúla
10 kr. hvor, sr. Sig. Jónsson Lundi 20 kr.
börn á Akranesi (sr. Þ. Br.) 35 kr, barna-
skóli Norðfjarðar (V. V. Snæ) 36 kr. 39 a.
Elliheimilið. Áhcit þriggja Hrútfirðinga
18 kr. sr. Ó. V. Fellsmúla 10 kr., P. Bj.
skipsljóri 100 kr. o. fl. sem dagblöðin hafa
talið.
Óvenjlega margir hafa greitt blað-
ið undanfarið, en allir fengið sjerstakar
kvittanir og verða því ekki taldir hjer.
Viltu gjöra svo vel að senda blað-
inu áritun eins nýs kaupanda fyrir næstu
páska?
í s u m a r sem leið varð Skeiðílalar-
kirkja í Mýrdal 25 ára gömul. Var þá
haldin þar minningar guðsþjónusta og
þrjár ræður fluttar. Ein þeirra var sú
sem Bjarmi flytur nú, eftir Ej'jólf bónda
á Hvoii i Mýrdal. Mundi margl breytast
til batnaðar, ef menn hugsuðu alment
svo hlýtt til kirkju sinnar sem hann, —
og svo um húslestra, sem bóndinn nyðra,
sem skrifar um þá.
Trúboðsfjelag kvenna hefir beðið
Bjarma að geta um, að því hefir borist
10 kr. frá sr. H. J. Reynivöllum, 30 kr.
frá Sigriði í Tungu, 77,46 kr. úr kirkjubauk-
um dómkirkjunnar á þrettándann og rjett
fyrir jólin 250 kr. frá gömlum hjónum i
Reykjavík. — Kristniboðsfjelag karlmanna
í Rvík fjekk jafnslórar upphæðir og þess-
ar 2 síðast nefndu frá sömu gefendum.
Og »gömlu hjónin« fólu dómkirkjuprest-
inum að skifla 3000 kr. jafnt í þessa 6
staði: Til Elliheimilisins í Rvík, berkla-
hælis nyrðra, Hallgrímskirkju í Saurbæ,
Landsspítalans, kristiboðs og Sjómanna-
stofu í Rvík.
Alveg nýverið voru »Kínatrúboðsfje-
laginu norska«, er annast störf Ólafs
kristniboða, sendar 3000 kr. norskar. Af
því voru 1600 kr. ísl. frá trúboðsfjelagi