Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1927, Síða 1

Bjarmi - 01.03.1927, Síða 1
BJARMS = KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ XXI. árg. Reykjavík, 1. mars 1927. 8. tbl. Kenn þeim ungu þann veg, sem þeir eiga að ganga. Safnaðarprestaskólinn. FJestir lesenda Bjarma munu kann- ast við Safnaðarprestaskólann i Os- ló, enda hefir hans verið getið í blað- inu. Tilefni slofnunar hans var bar- áttan gegn nýguðfræðinni. Undir alda- mótin síðustu ruddi sjer stefna þessi enn öflugar braut inn í hina norsku kirkju en áður. Einstaka prestar áttu þar hönd í bagga, en einkum var það þó verk guðfræðisdeildarinnar. Flestir pró- fessóranna voru mjög fjdgjaudi hinni nýju stefnu og þeir drógu brált ineð sjer allan fjölda stúdentanna, Þá átti þó eldri stefnan einn duglegan fylg- isrnann við skólann, dr. Sig. Odland, próf. í ný-testamentlegum fræðum, hinn lærðasta mann. Hann andæfði hinni nýju stefnu bæði í ræðu og riti. Ástandið við háskólann varð nú trúuöu fólki um land alt efni mikill- ar sorgar og margir bjuggust til varnar hinni götnlu trú. Frægastur allra er hinn gamli biskup á Krist- jánssandi J. C. Heuch. í bók sinni »Móti straumi« (1902) tók hann ómjúkum höndum á hinni nýju »skynsemistrú«. Orðrómurinn um hina drengilegu sókn og vörn hans barst víða um lönd.1) 1) Bók hans var prentuð 6 sinnum á 2 árum, og væri enn stuðningur fyrir þá, sem nú viija verja trú sína hjerlendis. Ritstj. Fylgifiskar nýju stefnunnar urðu vitanlega óðir og uppvægir við slík- ar viðtökur og einkum höfðu þeir horn í síðu hins djarfmælta biskups. Hófst nú hin mesta kirkjudeila. Og er ráðgert var að gjöra nýguðfræð- inginn Jóhannes Ording að prófess- or í trúfræöi, harðnaði baráttan enn meira. Hin svo nefnda »prófessor- deila« hófst, en endir hennar varð sá, að Ording var gjörður professor, en Odland mat meira trú sína og sannfæring en stöðu og sagði af sjer. Nýguöfræðingar rjeðu nú lögum og lofum við háskólann og prestaefnin voru i greipum þeirra. Fað var þvi mest um vert að koma á annari guð- fræðisdeild, er skipuð væri prófess- orum, sem kendu samkvæmt hinu nýja testamenti og trúarjátning kirkj- unnar. Reyndi nú á dugnað og sam- tök hinna trúuðu manna, ef koma skyldi á slíkum skóla. Brautryðjand- inn var Odland, hinn gamli og guð- hræddi prófeseor. Hann ferðaðist um landið og skoraði á menn að stofna prestaskóla óháðan allri nýguðfræði. Var því hvervetna vel tekið og safn- aðist allmikið fje til skólastofnunar. Að tilhlutun Odlands og fjölda mætra manna hóf svo Safnaðarprestaskól- I inn slarf sitt 1908. Byrjunin var þó ekki stór. Híbýl- in, sem tekin voru á leigu, voru bæði óhentug og ónóg og gátu auðvitað hvergi jafnast við byggiugu háskól- ans. Skólinn hafði hvergi nærri full rjettindi á við háskóladeildina. Tala

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.