Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.03.1927, Qupperneq 8

Bjarmi - 01.03.1927, Qupperneq 8
60 B J A R M I nefna svo, ef hinir fyrnefndu helgi- siðir eiga að hafa verulega þýðingu. Góð og göfug framkorna, hreinar og sannar hugsanir, ástúð og kurteisi í viðmóti, — þetta er meðal annars það, sem jeg vil nefna hina helgu siði hversdagslifsins. Og þetta eru þeir helgisiðir er allir geta framkvæmt. Það sem vantar inn í líf flestra, er einmitt tilfinningin fyrir því, að lífið sje heilagl, og því óendanlega vand- farið með það. Það er hátiðin sem flesta vantar inn í líf sitt. Helgir siðir hjálpa til þess að skapa þessa hátíð. t*eir veita lotningar- og tilbeiðsluþörf manna fullnægju. Og á því er enginn efi, að lotningarhæfi- leikinn, er einhver dásamlegasti eðl- iskostur mannssálarinnar. Pvi hvað er lotningin ? Hún er ekki annað en meira eða minna óljós meðvitund um eitthvað, sem er miklu æðra, og jafnframt meðvitund um eigin smæð gagnvart því og löngun og þrá til að líkjast því. Hún opnar því sálina fyr- ir æðri áhrifum. Hún er sem hönd, er seilist upp til hæða, og í þá hönd er altaf tekið, og manninum lyft of- urlítið upp, upp yfir smámuni hvers- dagslífsins. Bækur. Dregist hetír vegna anna og rútn- leysis að geta nánar um ýmsar bæk- ur sem sendar hafa verið blaðinu: Kongsdóttirin fagra, æfintýii eftir Bjarna M. Jónsson er ætluð börnum til að minna þau á bróðurást og göfugar hugsunir, en sumstaðar mun það nokkuð lorskilið börnunum. Fjórtán dagar hjá afa. eftir Árna lækni Árnason í Búðardal, eru í raun rjettri ýmsar góðar heilbrigðis- og siðareglur handa börnum. en svo vel fyrir komið, að börn lesa bókina sem skemtibók og muna efnið eins vel og smellna sögu. Vetrarbraut, eftir Ásgeir Magnús- son er ekki barnabók, en rnikill er þar fróðleikur samankominn um stjörnuríkið og sjaldgæft að maður, sem aldrei hefir sótt »æðri skóla«, semji slíkl rit. er líklegt að fróðleiks- fús alþýða taki þessari bók vel. Söngvar fgrir atþgdu I. hefti, radd- sett fyrir harmonium eða piauó, eftir sra Halldór Jónsson á Reynivöllum. Sra Halldóri er alvara að efla söng- list þjóðarinnar. Óþreytandi hefir hann verið í ræðu og riti, að efla almennan safnaðarsöng, og nú koma frá honum sönghefti hvert á eftir öðru. í þessu fyrsta hefti eru 36 lög, mörg við alkunn ljóð, og mun þvi viða verða kærkomið. (Meira). Vígsluræða sra Matthiasar Joch- umssoaar, flutt 12. mars 1867, birtist i jólahlaði Lögbergs í vetur. Er ræðan svo skorinorð vakningarræða að mörgum kirkjugesti myndi fínnast nóg um, væri hún flutt nú. Sra Matthias hafði gefið Að- alsteini Kristjánssyni frá Winnipeg dálít- inn pakka af gömlum ræðum sinum árið 1915 og pví er ræðan komin vestur Hafi sra Matthias látið eftir sig margar slikar ræður, væri sannarlega vert að safna þeim saman og gefa út úrvalsræður hans engu síður en úrvalsljóð. Prestskosningin í Fljótshlíðinni fór svo að sra Sveinbjörn Högnason með 140 atkvæðum. Sra Eirikur Helgason 42. Sra Gunnar Árnason 7 og aðrir 2 og 1, Bestu þakkir til yðar allra sem eruð að safna nýjum kaupendum að Bjarma fjær og nær, og sömuleiðis til þeirra, sem þegar hafa borgað þenna árg. Vegna póstferða er þetta tölubl. prentað viku fyr en dagsetning segir. Útgefandi: Sigurbjörn Á. Gíslason. PrentsmiOjan Gutenbcrg.

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.