Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.10.1927, Síða 3

Bjarmi - 15.10.1927, Síða 3
B J A R M I 207 á Hólum og »lána mjer stólinn«, enda þótt »messudagur«, væri ann- arsstaðar. Hann er ahugamaður, en hefir 4 kirkjur, og leiðinlegur vegur til þeirra tveggja. Kaupstaðabörn gera sjer vart í hugarlund hvað ótrúlega mikill tími fer í ferðalög prests í víðlendu prestakalli, hvað þau eru erfið mikinn hluta árs, og hvað vega- lengdir og strjálar messur, — t. d. 4. hvern sunnudag í hverri kirkju, — veikja hvern andlegan frjóanga, sem annars kynni að dafna vel. Margar góðar minningar rifjuðust upp í huga mínurn er jeg kom i Hólakirkju. — Par var jeg fermdur, þar ílulti jeg fyrstu ræðu mína fyrir 28 árum og þar hefi jeg lekið þált í bænasamkomu inn í kór eftir messu hjá, sra Zóphóníasi heitnum Hall- dórssyni. Það voru nálægt 20 með- limir úr kristilegu æskumannafjelagi, er tóku þátt í þeirri bænasamkomu. Flestir þeirra, sem jeg mundi bezt eftir í því fjelagi, voru nú ýmist fluttir brott eða dánir, en þó varð jeg þess var eftir guðsþjónustuna, að fleiri mundu fjelagið vel en jeg, og hörmuðu að það skyldi dáið fyrir löngu. — í þetta sinn var trúmála- fundur í kirkjunni eftír messu, en ekki tóku aðrir þar til máls en sra Guðbrandur og við lijónin, og var þó margt manua í kirkjunni. Vænt þótli mjer um að sjá, að aftur var komin í Hólakirkju »milli- gerðin« milli kórs og kirkju, harla svipuð og hún var þegar jeg kom þar í fyrsta sinn 6 eða 7 ára gamall. Minsta kosti fanst mjer að jeg kann- ast vel við hana. Matthías Þórðarson þjóðminja- vörður fjekk fjárveiting til umbóta Hólakirkju og in. a. ljet hann Jón Halldórsson í Reykjavík, eða þá fjelaga smíða milligerðina, en Eyj- ólf Eyfells og Osvald Knudsen mála hana — eftir þeim pörtum gömlu milligerðarinnar, sem nú eru geymdir í þjóðminjasafninu. — Hefir þjóðminjavörður hug á að gera kirkj- una smámsaman sein líkasta því að innan, sem hún fyrrum var, ef fje fæst til hjá Alþingi, og munu flestir fagna því. Turn var enginn smíðað- ur á kirkjuna er hún var reist, og vantaði hann enn, svo harla lítið ber á heuni nú í samanburði við skóla- húsið, þegar litið er heim að Hól- um. f*yki það óviðeigandi nú eða ofdýrt, að reisa turn á Hólakirkju, mætti að minsta kosti setja veglegan kross á bana, svo það sje meira en kirkjugarðurinn einn, sem sýni gest- um, er í hlað ríða að Hólum, »hvaða hús sje þarna niður í lægðinni«. — Gott var að skrafa um trúmál við sra Guðbrand í Viðvik, hefði jeg gjarnan kosið að verða við þeirri ósk hans að ríða með honum norð- ur til prestafundar á Akureyri, en áður hafði jeg ráðstafaö svo næstu dögum að ekki gat orðið af því. Jafnframt bjóst jeg við að flutninga- skip, sem fer milli Skagafjaiðar og Eyjarðar, mundi fylgja svo vel áætl- un að jeg gæti komist norður með því áður en fundur væri úti á Ak- ureyri, en það brást alveg. Góður hefir kirkjuvegur löngum verið í Hjaltadal, rennsljettar gras- eyrar víðast með ánní; enda man jeg ekki eftir að kirkjufólk sæist fara lestagang á Hólaeyrum. Hitt var það að unga fólkinu þótti leiðin fullstutt, ef gæðinga var völ, ekki nema hæg stundarreið þar sem lengst var úr sókninni til Hólakirkju. Pví man jeg eítir mörgum kirkjuferðum í aðra átt frá æsku-heimili mínu, Neðra- Ási í Hjalladal, var þá farið að Hofi á Höfðaströnd, bezta veg og tvöfalt lengri leið en að Hólum. Við fórum einmitt þessa sömu leið út að Bæ í

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.