Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.10.1927, Blaðsíða 1

Bjarmi - 15.10.1927, Blaðsíða 1
BJARMI KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ XXI. árg. Reykjavík, 15. okt. 1927 27.-28. tbl. „Til himna nær miskunn þín, til skýjanna trúfesti þín". — Sálm. 36, 6. Sumarminningar. Blessað sumarið, sem nú er á för- um, var örlátt á sólskinsdaga og góðar minningar, má margur segja, og ritstj. þessa blaðs er einn í þeirra tölu. Minningarnar góðu eru ekki að eins um sólskin og gestrisni, heldur og um það, sem er betra: vakandi þrá eftir lifandi trú og vaxandi starfs- löngun hjá trúuðu fólki. Mestalt sumarið fór i ferðalög og því voru tækifærin mörg til að kynn- ast þessum efnum. Nærri mánuður fór til norðurferðar okkar hjónanna. Byrjaði förin vel, því að rúmum 12 stundum eftir að Brúarfoss fór með okkur að heiman, gengum við til kirkju á Patreksfirði. Oft gera sunnu- dagakomur strandferðaskipa skarð í kirkjugöugur í kauptúnum, — sem skiljanlegt er. — í þetta sinn komu kirkjugestir nokkuð seint sumir, en urðu allmargir að lokum. Sra Magn- ús Þorsteinsson flutti góða stólræðu, og jeg fjekk tækifæri til að bæta við nokkrum orðum áður en farið var. A heimleiðinni fór jeg ekki i Jand á Patreksfirði, var svo þreyttur, en sá þó eftir því, því nóg hefðu verið er- indin. Á ísafirði var varla talað um ann- að en kosningar, þá alveg nýafstaðn- ar, ogHnífsdalsmálin »alkunnu«, sem enginn kvað þó geta sannað mikið um enn þá. Hvergi á landinu rek- ur ferðamaður sig á eins mikla gremju manna á milli út af stjórn- málum og þar, — en þó eru þeir fleiri en ókunnuga grunar, sem and- varpa út af því, — og er ljúft að tala um frelsarann, friðarhöfðingjann. Trúuð húsmóðir safnaði fyrirvara- lítið þó nokkrum vinkonum sínum til sambæna þá stund er konan min dvaldi á heimili hennar, og hús- bóúdinn, þjáður af langvinnum veik- indum, lofaði Drottin, eins og alt væri tómt sólskin. Engin ræðuhöld og engar húsvitjanir verða gestinum jafn giftudrjúgar minningar eins og þegar hann sjer sólskin í sálu sorg- arbarna, heyrir lofsöngva hjá þeim, sem títt verða að stynja af sárum líkamsþrautum. — Með fyrirbæn og þakklæti hugsum við um slík heimili. Þegar Brúarfoss kom austur íyrir Skagann milli Húnaflóa og Skaga- fjarðar, streymdu að Skagíirðingnúm ótal minningar hvar sem litið var í land: Parua er Drangey skamt inn frá myndarleg og stórskorin eins og fyrri. Nú er hann blindur og heilsu- laus maðurinn, sem studdi mig bezt í eina skiftið, sem jeg gerði þar upp- göngu. — Rúmri viku eftir þessa innsiglingu sat jeg við rúm hans í lítilli baðstofu, og sá hóp af iitlum barnabörnum hans leika sjer þar úti og inni. Mjer fanst hann vilja styðja þau með fyrirbæn og hollum ráðum. Og engin mælti hann æðruorð frem- ur en þegar hann fyrrum var áð styðja mig í klettum Drangeyjar. Seint mundi ganga »ferðasagan«

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.