Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.10.1927, Blaðsíða 8

Bjarmi - 15.10.1927, Blaðsíða 8
212 B J A R M I Má þá fyrst og fremst i þessu sam- bandi lýsa eftir bestu heimildum það hrein ósannindi, sem Kvaran hefir eftir ungu nýguðfræðingunum hjer- lendis, að biskup »beiti þá ofríki á Sýnódus, jafnvel hafi varnað þeim mál- frelsis*. Væri fróðlegl að vita hvaða sýnódus-prestur getur nefnt þess dæmi. Umræður hafa orðið þar stundum minni en margir óskuðu, og fyrir- lestrar fallið niður, vegna tímaleysis, en það hefir komið alveg jafnt niður á báðum stefnum. Hafi sra Gunnar í Saurbæ orðið að sleppa aö flytja sýnóduserindi vegna þess að fundar- dagar voru of fair, þá hefi jeg alveg sömu sögu að segja um sjálfan mig, en kom ekki til hugar að kenna það neinni hlutdrægni fundarstjóra. Þá mætti og minna á hvernig dr. J. H. skilgreinir kristna trú í bók sinni: »Grundvöllurinn er Kristur«, bókinni, sem únítarar og nýguðfræð- ingar hafa verið að vitna i að und- anförnu. Hann segir þar á bls. 147: »Hvað er þá kristin trú? Kristin trú er trúin á Jesúm Krist sem frels- arann eina frá sekt og synd ogdauð- ans ógnunum, — trúin á Jesúm Knst sem veginn eina til Guds vors ástríka födur, til sannrar gleði og gœfu, til eilifs lifs og sáluhjálpar«. Eldri stefnan getur alveg tekið und- ir þessi orð, en ætli útgefendum Strauma, — og Ragnari Kvaran, finn- ist þau ekki of gamaldags? Kvaran kvartar um forystuleysi meðal nýguðfræðinga, og þykir mjer hann gera þar oflítið úr háskóla- kennurunurn, sem skrifað hafa »ieið- ara« í Strauma, og Benjamín Krist- jánssyni guðfræðisnema, sem svo fór langt í Tímagrein sinni í fyrra vetur, að aðrir hafa ekki komist lengra enn þá. Ætli þar sje ekki framtíðarfor- ingi nýguðfræðinganna ? — — »Blómi prestastjettarinnar einnig af eldri mönnum« er fylgjandi nýju stefnunni, segir Kvaran og kemur svo með þá nýstárlegu og broslegu skiftingu, að þessir eldri prestar skiftist í góða búhölda, vini eldri stefnunnar, og hina — líklega búskussuna — þá, er »hneigjast að bóklegum mentum«. Enginn kunnugur maður mun hafa einurð til að koma með aðra eins fjarstæðu, en þessu virðast yngstu nýguðfræðingarnir trúa, hver sem hefir kent þeim það. — Ótrúlegt er að háskólakennararnir hafi gert það. Að þessu sinni tek jeg ekki fleiri staðhæfingar Kvarans til meðferðar, og hefi alveg slept umkvörlunura út af því, hvað erindi sra Gunnars í Saurbæ og erindum Ágúst Bjarna- sonar prófessors í vetur, sem leið, var tekið fálega. Strauma nefnir hann hvergi, hvernig sem á því stendur. Handritin enn. Eins og fyr var frá sagt hjer í blaðinu (bls. 112 þ. á.) hefir fundist gamalt hand- rit af guðspjöllunum á sýrlenzku, par sem 16. versið í 1. kap. Matteusar-guð- spjalls er svo: »Jakob gat Jósef, Jósef, sem María mey var • heitin, gat Jesúm, sem kallaður er Messías«. f næstu vers- um segir þó í þessu sama handriti, alveg eins og í öllum öðrum handritum guð- spjallanna, frá því, að María hafi verið »þunguð af heilögum anda« og Jósef hafi ætlað að skilja við hana í kyrþey til að gera henni ekki opinbera vanvirðu. Sýnir það berlega að þýðandi hefir óviljandi farið skakt með oröalag 16. v., eins og greinilega hefir verið bent á hjer í blaðinu. Ný-guðfræðingar — sumir — vilja að vísu ekki annað heyra en 16. versið hafi átt svo að vera (»Jósef gat Jesúm«), en ekkert sje að marka það, sem sagt er á eftir. Er það samkvæmt reglunni: »Það sem mjer vel líkar, er rjett, það sem mjer mislíkar, er rangt«. — En jafnvel þótt sú mcinloka sjc látin hlutlaus, þá eru þessi

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.