Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.10.1927, Blaðsíða 13

Bjarmi - 15.10.1927, Blaðsíða 13
B J A R M I 217 mundur Guömundsson skólastj., Sig. P. Sívertsen prófessor og sra Porsteinn Briem skrifa þar nokkrar bendingar til heimilanna um heimilisguðrækni. »Jeg las hana í morgun, og óskaði að slík bók hefði mjer borist fyrir löngu. Iieíi þó það við hana að at- huga, að hún er sumstaðar of fáorð, einkum um biblíulestur, og auk þess nokkuð endaslepp«. Þannig mælti einn af kaupmönnum hötuðstaðarins við ritstj. þessa blaðs, og þætti mjer ekki ólíklegt að tleiri mundu hugsa svipað. Málefnið er afar mikilvægt, og bendingarnar margar mjög góðar; sumstaðar er samt gert ráð fyrir meiri trúrækni en alment gerist á þessu Iandi, og alt of fátt sagt um þá siði, sem heita má að horfnir sjeu úr landi, t. d. um boi;ðbænina. Pað þarf meira en 13 línur til að eudurvekja þann fagra sið. — En hvað sem því líður, er óskandi að bókin verði lesin og íhuguð um land all. Hún á það skilið. Sjálfstraust—sjálfsþekking. »Alt megna jeg fyrir hjálp Guðs«. Páll postuli. Sjálfstraustið er okkur meðfætt. — Það er manneðlinu samgróið og er óbifanlegt eins og lífsþráin er óslökkv- andi. Forfeður okkar sumir trúðu á mátt sinn og megin; var mjer ung- um kent að dást að því. Sjáltsþekkinguöðlumst við í reynslu- skóla lífsins. Við erum misjafhlega tornæmir, en flestum kemur þó sam- an um að sjálfsþekking sje allra námsgreina erfiðust, eflaust þess vegna að hún kemur svo hraparlega í bága við sjálfstraustið og veikir það æfin- lega að einhverju leyli. Sjálfsálit manna og sjálfslraust er að mestu leyti á sandi bygt. Þess vegna er sannleikurinn um sjálfa okkur svo átakanlega beiskur. Kristur sýndi öllum vægðarlaust í spegil- inn, er það aðalástæðan til þess að menn nú á dögum annaðhvort of- sækja hann eða forðast hann með öllu móti, engu siður en samtiðar- menn hans forðum. í gamalli bók, sem enn þá er Ies- in allra bóka mest, stendur skrifað: »Bölvaður er sá maður, sem reiðir sig á menn og gerir hold að armlegg sínum, en hjarla hans vikur frá Drottnia. Pví skyldi sjálfstraustinu takmörk sett, engu síður en sjálfs- elskunni, að hjarta þitt viki ekki frá Drottni. Af því stafar bölvunin, sem á okkur bitnar daglega, af því stafa öll vonbrigðin, að menn gera hold að armlegg sínum og deyða með því guðstrúna. Reiddu þig á menn, og þú gleymir Guði. Pegar sjálfstraustið er í algleymingi, segja menn (eins og heimskinginu): »Enginn Guð er til«. Sjálfstraust, sem ekki þolir Ijós sjálfsþekkingarinnar, er sjálfssvik. — En svik koma mönnum æfinlega í koll, í}rr eða siðar. Einhvern tíma veltur af, ef alt af hallast á. Þegar hallinn er orðinn óbærilegur er gjald- þrotið óumflýjanlegt, neyða þá við- burðirnir okkur til að horfast í augu við sannleikann. Ef við eigum ekki að verða þá örvinglan að bráð eða kæruleysi, sem er sjálfsmorði næst, verðum við að flýja á náðir Guðs. — Þeirn, sem auðmýkir sig, gefur Guð náð. Hefðutn við þolað að hlusta á reiði- lestur Jóhannesar skírara eða aftur- hvarfsprjedikun Krists? Samtíðar- menn þeirra byrgðu eyrun og reyndu af fremsta megni að sökkva sjer nið-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.