Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.10.1927, Blaðsíða 7

Bjarmi - 15.10.1927, Blaðsíða 7
B J A R M 1 211 Viðbót ritstjórans. Þannig er þá um oss talað og dæmt í flokki nýguðfræðinga. Má margt af því læra um »víðsýni« þeirra, mann- þekkingu og djúpið milli stefnanna. Rúmsins vegua verður þó ekki drep- ið hjer á nema sum atriðin. Kvaran virðist kirkju vorri hafa fremur farið aftur en hitt siðustu árin og telur þar til, að »afturhaldinu« hafi »auk- ist máttur«. Það teljum vjer framför, — svo ólík eru sjónarmiðin. Kvaran og nýguðfræðingarnir i höfuðstaðn- um, sem hann hefir fregnirnar frá, vita þess engin dæmi, að »trúarlíf á leiðum hinnar gömlu skoðunar hafi aukist hið allra minsta«. — Svo ó- kunnugir eru þeir því, sem gerist ut- an tjóðurhæls nýguðfræðinnar. Að vísu er mjer ekki fulljóst hvað hann kallar »trúarlif«, og býst ekki við að hann nje flokksbræður hans sjái öðrum fremur inn í mannleg hjörtu til að mæla eða meta trúar- lífið. En telji hann, svipað og aðrir, kiistilegan fjelagsskap og sjálfboða- starf að kirkjumálum ávöxt trúarlífs, áttu vinir ixans í Eeykjavik að geta frætt hann um að í þeim efnum er nýguðfræðisstefnan langt að baki hinnar á íslandi, sem i öðrum lönd- um. — Af framförum síðustu ára á því sviði má minna t. d. á sjó- inannastofuna í Reykjavík, sóknar- nefndafundina fjölmennu i Reykjavík, K. F. U. M. á Sauðárkrók, kristilegu fjelögin í Vestmannaeyjum og tvö ný- stofnuð trúboðsfélög, annað á Akur- eyri, hitt á Vatnsleysuströnd. — Kalli nýfræðin það alt dauðamerki eða hnignun, þá eru sjónarmiðin svo ó- lík að ekki er til mikils að tala við hana. Þeir eru taldir »hálfgerð viðundur og sjervitringar« ungu prestarnir, sem ekki »fylgj a nýju stefnunni«, segir Kvaran. Sjest á því »sanngirni« og »rjettdæmi« innan nýju »stefnunnar«, því kunnugir vita, að engir aðrir dæma svo um þá presta, presta, sem einmitt eru óvenjulega vinsælir hjá söfnuðum sínum og virtir fjær og nær hjá öllum, sem ekki eru star- blindir af annarlegu flokksofstæki. Koma mjer Vestmannaeyjar sjer- staklega í hug í því sambandi, lík- lega af því að jeg dvaldi þar nokkra daga nýlega. Kirkjurækni hefir auk- ist þar svo slórvægilega, er ungur prestur, ákveðinn vinur biblíustefn- unnar kom þangaö, að jeg hygg að þess sjeu sárfá dæmi annarsstaðar hjerlendis síðustu árin. Kvaran hefir auðvitað ekki frjett um það. Kvaran varar sig heldur ekki á þvi, að æðimargir ungir prestar smá- fjarlægjast guðfræði háskólans eftir þvi, sem þeim vex þroski við prests- störfin, — og hefi jeg engan heyrt fyr gefa í skyn að þeir sjeu taldir meiri »sjervitringar« eftir en áður. Margt mætti segja um ummæli Ragnars Kvarans um dr. Jón Helga- son biskup. Biskup hefir verið lagð- ur svo í einelti undanfarin missiri í fyrirlestrum og blaðagreinum að eins- dæmi mun um biskupa vora á síðari öldum. Bjarmi deildi mjög á nýguð- fræðisskrif hans fyrrum og telur ekki óeðlilegt að ýmislegt af því, sem hann skrifaði þá, sje nú hent á lofti af æstum nýguðfræðingum. Sömuleiðis telur Bjarmi öllum hentast að biskup Ijeti kirkjumáladeilur síðustu ára meira til sín taka opinberlega en hann hefir gert. Kirkja vor Islendinga þarf ötulan forvígismann, sem lætur til sfn heyra, er starfsmenn hennar eru atyrtir, boðskapur hennar svívirtur, og starfsmennirnir sjálfir mjög ósam- mála um boðskapinn sjálfan. En hins vegar telur Bjarmi sjer skylt að unna biskupi sannmælis engu siður en öðrum.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.