Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.10.1927, Blaðsíða 9

Bjarmi - 15.10.1927, Blaðsíða 9
B J A R M I 213 atriði alveg ómótmælanleg — nema af fáfræði einni. 1. Þessi lesháttur heflr ekki fundist nema í pessu eina handriti1). (Syrius sinaiticus). 2. Ágreiningur er meðal lærðustu texta- fræðinga um aldur þess. (Sbr. Indledning til det N. T. bls. 433, eítir prófessor Torm Kbh. 1923). 3. Til eru i sðfnum um 30 handrit af latneskum þýðingum guðspjallanna, sem gerðar voru l'yrir árið 382, eða áður én Hierónýmus kirkjufaðir tók að þýða bibliuna á latinu. 4. í sjö þessara latnesku handrita er fyrgreint vers svo orðað: »Jakob átti Jósef,' Maria mey honum heitin átti Jesúm, er kallast Kristur« — og enginn veit hvort þau eru eldri en hin (rúm 20), þar sem þetta vers er samhljóða ísl. biblíuþýð- ingunni. En þrátt fyrir þessar staðreyndir leyfir Lúðvig Guðmundsson sjer að segja á bls. 91 i bókinni: »Vígsluneitun biskups«: í hinum elztu handritum2) guðsjallanna, sem fundist hafa, er því liiklaust haldið fram að Jesús sje sonur Jósefs. Og jafn- vel Ágúst Bjarnason háskolakennari segir í ritdómi um þessa bók í Vöku 1927, bls. 305, að »i elztu sýrlenzku handritunum2) að Matteusar guðspjalli og sjö elztu latn- esku textunum« sje sagt að Jesús sje »fæddur af mannlegum föður«. Báðar þessar fullyrðingar þeirra L. G. og Á. B. eru fjarri sanni, eins og sjá má með því að bera þær saman við fyr- greindar staðreyndir. Leyfi jeg mjer að skora á þá að nefna hcimildir að fullyrð- ingunum, svo að því verði ekki trúað, að þeir haíi vísvitandi sagt rangt frá. — Ekki er visindamenskan meiri hjá Har- aldi prófessor Níelssyni, er hann sagði í erindi sínu kvöldið fyrir sýnodus liðið vor: »Sannað er nú að skorið hefirverið aftan af ættartölunni hjá Matteusi« (sbr_ Eimreiðiu 1927 bls. 224). Fyrnefnt orðalag í sýrlensku þýðingunni, eini ílugufóturinn sem hann styðst, við sannar það alls ekki> enda þótt H. N. ætli fáfróðum lesendum að trúa sjer í blindni. Enda er alt, sem hann þar sagði um elstu heimildir að fæðingarsögu Jesú, eintómar ágizkanir.— 1) »The reading is unique in tliis absolute form« (Outlines of Textual Cristieism (bls. 28; by Ham- mond. 2) Honum lellur ekki eintalan. Þótt þeim, sem vilja ekki trúa jóla-frá- sögum Lúkasar og Matteusar »virðist« tilgátur sínar sennilegri, þá eru það eng- in visiudi. Benjamín Kristjánsson guðfræðisstúd- ent fer jafnvel gætilegar en prófessorinn, er hann fer í annað sinn að skrifa um handritin (Straumar 7. tbl.). Hann hættir alveg við að vitna í þenna orðamun handrita í Malt. 1, 16, hefir valalaust sjeð að hann sannar ekki að Jesús haíi vcrið talinn Jósefsson, en á hinn bóginn þykist B. K. finna stuðning þeirri skoðun í þvi, að sum fornlatnesku handritin og fyrv. sýr- lenzkt handrit segi í Lúk. 2, 5, »ásamt Maríu eiginkonu sinni«, en ekki »heil- konu«. — Mikið að hann skyldi ekki nefna fleiri þýðingar, t. d. nýjustu islenzku bibliuþýðinguna, þar sem þessi lesháttur er neðanmáls. En hvað sannar það í raun og veru, jafnvel þótt hann væri sá eini rjetti? Er ekki eðlilegt að Jósef færi þegar í stað að ráði engilsins og gengi að eiga Maríu? Og er ekki greinilega sagt frá því í 1. kap. Matt. guðspj., og María kölluð kona hans, enda þótt beinlinis sje sagt þar, að Jósef liafi ekki verið faðir að barninu, sem hún gekk með? Hitt er býsna mikil fáfræði hjá B. K. eða ógætni, að láta sem hann hafi aldrei áður heyrt, að heimild Matteusar aö upp- runa Jesú sje frá Jósef runnin, en Lúk- asar frá þeim Elisabet og Maríu. — Sú skoðun er bæði gömul og ný, Benjamín minn. Til dæmis getið þjer sjeð í Sameining- unni frá 1911 (bls. 205) að sra Friðrik Hallgrímsson er á sömu skoðun og jeg um þetta, og i janúar 1912 er í sama blaði þýdd grein úr »The Augsburg Teacher«, þar sem þessu er ákveðið Jýst yfir og færðar að þvi margar likur. Það er vel- komið að lána yður Sameininguna svo að þjer getið birt þá grein í »Straum- um«, ef þjer eruð svo frjálsljmdir að þjer viljið kynna lesendum þeirra »hina hlið« málsins. Afhent ritstj. Bjarma: 10 kr. frá Skagfirðing, til Elliheimilisins, og 5 kr. í Jólakveðjusjóð frá St. Halldórss., Ak.eyri.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.