Bjarmi - 01.12.1927, Qupperneq 6
234
B J A R M I
marki sem henni er ætlað að ná.
Því jeg held að engin guðsþjónusta
sje meira en hálf, utan bænar og
söngs, safnaðarins — utan almenns
lofsöngs. [Meira].
Athugasemd.
Hr. ritstjóri!
Má jeg biðja yður fyrir stutta athuga-
semd við grein yðar »Ósanngjörn ádeila«
í 24. tbl. Bjarma {). á.
Bjer gerið í grein þessari að umtals-
efni grein mína »Óheilindi« í ágústbtaði
»Strauma«, og hefi jeg þar nokkru við að
bæta. Jeg vísa til bls., dálks og línu i grein
yðar.
1) Bls. 181, 2. 1. a. o.: Yður gleymist að
geta þess, að ádeila mín er bygð á óhrekj-
andi rökum.
2) Bls. 181, 13. 1. a. o.: Sanngirni
er að segja sannleikann Prúðmenska
i rithættierað segja sannleik-
a n n í riti og færa rök að honum.
(Petta er min skoðun á þessum orðum,
e. t. v. hafið þjer aðra). Jeg sagði sann-
leika í grein minni og færði rök að. Parf
þvi engum af þeim orsökum að bregða í
brún við grein mína.
3) Bls. 181, 19. 1. a. o.: Ritháttur,
illur eða góður, getur aldrei gert sann-
leikann að markleysu.
4) Bls. 181, 1. 1. a. n.: Óviljandi
játaði jeg ekki, að eldri stefnan eigi meiri
ítök hjá alþýðu en nýguðfræðin. Paö hygg
jeg satt.
5) Bls. 182, 1. d., 21. 1. a. o.: Por-
b e r g i gleymdi jeg.
6) Bls. 182, 1. d., 3. 1. a. n.: Satt er það,
að jeg persónulega þurfti engum
getum að leiða að því, hvað meint var-
með samþykt Sýnódusar. En biskup bað
mig, eins og yður, að segja ekki opinber-
lega frá umræðum, og því vildi jeg
hlýðnast og vil enn. Pví varð jeg að
skrifa grein mína frá sjónarmiði alls al-
mennings, sem ekki hlýddi á umræður á
prestastefnunni. Jeg dró ályktanir rök-
rjett út frá tillögunni, eins og hún lá fyrir.
7) Bls. 182, 2. d., 20. 1. a. o.: Get-
s a k i r hygg jeg vera órökstudda
d ó m a um menn. Peir eru engir í grein
minni. Rök eru færðfyrir hverju»stóryrði«.
8) Bls. 182, 2. d., 22. 1. a. o. og áfram :
Hugsum okkur tvo flokka stærðfræði-
nema, sem deila um það, hvort orðið
h r i n g u r þýði b e i n eða b o g i n lina.
Annar flokkurinn skýtur máli sinu til
wRáðstefnu stærðfræðinga«. Tillaga er þar
flutt, og samþykt, svohljóðandi: »Ut af
erindi ílokksins N. finnur »Ráðstefna
stærðfræðinga« ástæðu til að brýna fyrir
stærðfræðikennurum og nemendum lands-
ins að hvika í cngu frá kenningunni um
hringinn, eins og hann er samkvæmt
stæröfræðibók þeirri, þar sem orðið er
notað í minst sex mismunandi merking-
um. — Pjer eruð góður stærðfræðingur.
Mynduð þjer gera yður ánægöan með
slíka skilgreiningu á stærðfræðilegu heiti?
Fyrst mynduð þjer halda, að tillaga þessi
væri gerð til þess að gera öllum til hæfis,
eða þá, að hún væri sprottin af frámuna-
legum fábjánahætti. — Allir þeir geta
samþykt tillöguna sem trúa tilveru hrings-
ins og geta fundið sjerskoðun sinni á
honum stað i stærðfræðibókinni. Segjum
að allir fundarmenn geti það. Er þá hægt
að viðhafa vægari orð en þau, að segja,
að í tillögunni birtist »óheilindi, loðmæli
og fats eða þá skikkanlcg og saklaus
heimska?« (Jeg vona að Bjarma verði ekki
flökuit af stóryrðum um hugsaða menn).
En ef þjer nú þykist vila út frá öðrum
rökum, að tillögunni sje stefnt að skoðun
annars flokksins, sem jeg nefndi áðan,
en í henni eigi að felast skoðun hins
(sem flutningsmenn titheyra). getið þjer
þá viðhaft annað orðaiag en það, að
ilutningsmenn haíi 1 æ 11 ‘) sinni sjer-
skoðun inn i tillöguna og látið hina
samþykkja, þar sem þeir eiginlega
gátu ekki mótmælt aðalatriði tillögunnar,
að trúa á tilveru hringsins? Og finst yður
þetta ekki óheiðarlegt framferði?
Ef skoðun flutningsmanua er sú, sem
flestum er sárt um, gera þeir sig þá ekki
seka í alþýðudekri með því, að víkja
af vegi hreinskilninnar ?
Petta dæmi fullyrði jeg, að sje rök-
rjett hliðstæða við það, sem gerðist á
Sýnódus í vor. EUtillaga sra Á. B. í Görð-
um, og fleiri, hefir verið samin vitandi
vits með ráðnum huga um orðalag, hefir
meiri hluti Sýnódus-presta gert sig seka
í sömu siðferðisbrotunum og stærðfræð-
ingarnir (Hlífist við að telja þau upp
aftur). En ef þeir hafa ekki gertsjer ljóst
eða skilið, livað í tillögunni fólst, hafa
eir sýnt frámunalega heimsku.
riðji möguleikinn er ekki til. Liklegast
þykir mjer að heimska hafi ráðið, hjá
mörgum að minsta kosti. — Rosknu og
trúuðu prestarnir ætluðu sjer, að því er
þjer segiö, að setja fram sina skoðun
með óafmörkuðu orði, sem hefir sex
merkingar í heimild þeirri, sem þeir
visuðu til. Petta er lieimska, þó að þeirra
skilningur sje almennastur. Að þessu öllu
eru færð rök i grein minni í »Straumum«.
9) Bls. 1S2, 2. d , 13. 1. a. o. og áfram:
Pjer segið, að nýguðfræðingar noti gömul
kirkjuleg oröaliltæki í nýrri merkingu.
Satt er það, og ef þeir gera ekki grein
fyrir sínum skilningi oröanna, þá er það
óheiðarlegt og fals, og þá sprottið af rag-
mensku, alþýðudekri og hræðslu við að
»hneyksla« og verða óvinsæll.
10) Bls. 183, 3. d., 10. 1. a. o.: Rangt
er hjá yður, að mínu viti, að nýguðfræð-
1) Bætt steudur í »Strnurauni« bls. 126. Pnð er
prentvilln. E. M.