Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 07.02.1928, Blaðsíða 3

Bjarmi - 07.02.1928, Blaðsíða 3
B J A R M I Hjer er það þá fyrir mjer — og líklega fyrir oss öllum — trúartil- finningin og trúarsannfæringin — þær einar, sem kallaðar eru til þess að leiða þessa undraviðburði inn til hjartans, og fá þeim þar helgandi á- hrif og störf. Og auðmjúk, einföld játning þeirra verður sú hin sama og postulanna allra, sem sáu og reyndu: »Sannarlega ert þú sonur Guðs«. Hugmyndir vorar og hjartans til- finningar um Guðssonareðli Jesú og blessun þess fyrir oss, synduga menn sje því meðferðarefni vort á guð- ræknisstundinni i dag. Leið þú oss, Drottinn, með krafti anda þíns, að vjer villumst eigi frá vegi sannleikans, þótt vjer annars hljótum að játa, að skynsemi vor nær skamt í þessum efnum. það er oss öllum kunnugt, að nafnið »Guðs sonur«, haft um Jesú, kemur sifeldlega fyrir í Nýja-Testa- mentinu, svo að segja í hverju riti þess. Engill Drottins boðar þar fyrst: »Hann mun verða mikill og verða kaliaður sonur bins bæsta« þ. e. Guðs. Rödd af himni boðar við skírn Jesú: »t*ú ert minn elskaði sonur«, Jesús nefnir sig sjálfur mannsins- soninn, en guðssonar-nafnið les- um vjer þó af vörum hans t. d. í þessum setningum : »Allir heiðri son- inn, eins og þeir heiðra föðurinn«. »Hvers þjer biðjið í mínu nafni, mun jeg veita, svo að faðirinn vegsamist tyrir soninn«. »Faðir, stundin er komin, ger son þinn dýrðlegan, svo að sonurinn geri þig dýrðlegan«. — Jesús leyfir eigi að eins postulum sinum að nefna sig Guðs son, eins og í texta vorum í dag, heldur knýr j hann þá játningu af vörum þeirra með spurningunni: »Hvað virðist | yður um Krist?« Og eitt sinn, er 35 játningin er fengin, lýsir hann fram- beranda hennar sælan, þvi að hold og blóð hafi ekki anglýst honum hana, heldur faðirinn á himnum. En mesta eftirtekt má það vekja, að Jesús fyrir dauðadómi sínum svarar játandi eið-spurningu um það, hvort hann sje Kristur, Guðs — sonurinn. Hjer verða eigi taldir þeir staðir, þar sem guðspjallamennirnir og post- ularnir gera guðssonar-nafn Jesú að sinum orðum. Þeir eru margir, eins og áður var sagt. En hvað á að skilja við þetta nafn — hverskonar samband per- sónu Jesú við föðurinn á himnum, og hvaða frábrygði frá sama nafni, leiddu af guðsmynd vor mannanua og af kærleika Guðs til vor? Deilt hefir verið um þetta á flestum öld- um kristninnar — sorglega mikið, verður að segja, því að eins og vera og eðli föðursins verður oss skamm- sýnum mönnum leyndardómur alla þá daga, sem vjer dveljum hjer á jöiðinni, þannig verður það líka samband hans við soninn eingetna. Nú um tíma hefir sú alda risið víðsvegar um kristin lönd, að gera sem minst úr sjerstöku guðdómseðli Jesú, en halda því meira fram hinu guðiskylda hjá oss mönnunum al- ment — eða með öðrum orðum til- hneiging að líta á Jesú sem eitt af oss skammsýnum, en Guði vígðum, börnum jarðarinnar. Að styðja þetta við orð Páls postula á Aresarhæð í Aþenuborg: »Vjer erum líka hans ættar«, virðist eigi hægt, því að bæði er það, að postulinn hefir þessi orð eftir einu af skáldum Grikkja, sem eigi þekti neitt til Jesú Krists, og notaði þau hjer til að minna á stöðu vora í sköpunarverki Guðs. Og eigi verður heldur borið saman við guðs- sonarnafn Jesú það, að Gamla-Testa-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.