Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 07.02.1928, Blaðsíða 5

Bjarmi - 07.02.1928, Blaðsíða 5
B J A R M I 37 dýrðar Guðs og ímynd veru hansa. f*ar kemur fram eðli hins guðdóm- lega kærleika sem vill og vinnur að velferð allra manna, elskar mann- dóminn og miskunar honum, en hefir óbeit á löstunum, og leitast sífelt við að losa manndóminn frá þeim óvin- um sannrar velférðar. Þar kemur fram hinn guðdómlegi kraftur, og heilagleikur, sem ekki fer í mann- greinarálit, en segir sannleikann und- irferlislaust og er vandlátur Guðs vegna, en þó svo innilega aðlaðandi, að fjöldinn vildi hlýða á hann, og þreyttir á heimsgæðunum fundu hjá honum hvíld, hugsvölun og gleði. Þar kom fram hið guðlega vald, sem náttúran varð augljóslega að hlýða, er hann talaði, hvað þá heldur verur hins meðvitundarfulla lífs og starf þeirra. »Jeg vil«, sagði Jesú, og það varð. Og vilji hans var stöðugt vilji föðursins, svo að »hann drýgði al- drei synd, og svik voru eigi fundin í niunni hans«, segja vottarnir. — Alt þetta var þó hjúpað í mann- dómsgervi og galt jafnvel mannlegrar takmörkunar, svo að hann »sam- pindist veikleika vorum, og freistað- ist á allan hátt, eins og vjer«, segja vottarnir, »en þó án syndar«. — Pví er það, að þegar jeg þrái að vanda, bæta og fullkomna lífsframferði mitt og leita mjer að fyrirmynd, þá get jeg flúið til þín og gengið í fygld með þjer, guðdómlegi leiðtoginn minn. Þá hefi jeg »ljós á vegum mínum og lampa fóta minna« í orðum þinum. Þegar jeg þrái að fræðast um lífs- köllun mína og hjálpræði varanlegs lifs míns, þá get jeg sest við fætur þjer, guðdómlegi fræðarinn minn og meistari. Þá fæ jeg að finna hvað er upphaf viskunnar og hvaða þekking er sönn hyggindi. Þegar sál min er særð og jeg hlýt að andvarpa undir byrði böls og harma, og mjer virðist jeg vera við dyr dauðans, þá get jeg flúið til þín, guðdómlegi frelsarinn minn, styrkst og endurnærst og hugg- ast og drukkið af lindum trúar og vonar. Já, af því að þú ert guðsson- ur, blessaði frelsari minn, þá gast þú lýst því yfir, aó þú værir vegur- inn, sannleikurinn og lífið. Óg hjá þjer, guðssyninum í mannlegu holdi, kom loksins fram hið dýrðlegasta : eilíft hjálpræði til frelsis og fullsælu oss syndugum mönnum. Fyrir guðs- sonareðli þittt gast þú sagt: Vertu hughraustur sonur, þjer eru syndir þínar fyrirgefnar. Fyrir guðssonareðli þitt gastu sagt: Hver sem trúir á mig hefir eilift líf. Fyrir guðssonar eðli þitt gastu sagt: Þetta er bikar hins nýja sáttmála í minu blóði, sem fyr- ir yður úthellist til fyrirgefningar syndanna. Já, fyrir það eðli er »fagn- aðarerindi Jesú Krists kraftur Guðs til sáluhjálpar sjerhverjum sein trú- ir«. »Enginn hefir nokkurn tima sjeð Guð«,segirpostulinn,»en sonurinn sem var í skauti föðursins, hefir sagt oss af honuma. Oss eru, i fám orðum sagt, opinberuð af guðssyni, Jesú Kristi, sannindi Guðs dýrðar, Guðs vilja, Guðs hjálpræðis fyrir oss menn- ina. Oss er af honum »leitt i ljós lif- ið og ódauðleikinn«. Loksins teljum vjer guðssonar-eðli Jesú birtast í hluttöku f guðlegu valdi, er hann hafði lokið erindi sínu hjer á jörðunni, og birst mönnunum sig- urvegari syndarinnar og dauðans. »Mjer er gefið alt vald á himni og jörð«, segir hann, greinir svo þrjár persónur guðdómsvaldsins, sem hvert guðsbarn á að helgast og helga sig: föðurnum, syninum og heilögum anda. — »Sjá jeg er með yður alla daga, alt til enda veraldarinnar«, segir hann ennfremur. Og í bæninni guðs- sonarlegu, segir hann: »Faðir, jeg vil að þeir sem þú gafst mjer — að

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.