Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 07.02.1928, Blaðsíða 4

Bjarmi - 07.02.1928, Blaðsíða 4
& ÉJARMÍ testamentið nefnir Gyðingaþjóðina guðsson. — Nei, guðssonar-eðli Jesú er alveg sjerstakt, æðra öllu því, sem vjer þekkjum annars hjer á jörðinni, Orð hinna helgu rita votta það, og meðal þeirra orð Jesú sjáifs, sem eru allra dýrmætust. Þegar engillinn boðaði Maríu, móð- ur Jesú, fæðingu hans, og hún efast um að þetta geti orðið, þar eð hún hah ekki karlmanns kent, þá segir hann: »Hei!agur andi mun koma yfir þig, og kraftur hins hæsta mun yfirskyggja þig; fyrir þvi mun og það, sem fæðist, verða kallað heilagt, sonur Guðs«. Kristnin byggir einkum á þessari frásögu þá staðhæfing sína, að líkamstilvera Jesú hafi orðið á sjerstakan hátt fyrir guðlegt aimætti, og sem vjer orðum, að hann hafi verið getinn af heilögum anda. Ýmsir vilja nú vjefengja þetta. Eigi er mjer þó kunnugt um að sannast hafi neitt, sem ónýtir þessa frásögu og aðrar, sem styðja hana, fremur en meginið af öðrum frásögnum Nýja-Testa- mentisins, en mönnum þykir þessi kenning svo »óviðfeldin«. Mundi ekki mega segja það um fleira, sem eigi verður móti mælt? Jeg skal fyrir mitt leyti játa það einlægiega, að jeg sje ekkert þvi til fyrirstöðu, að trelsarinn hefði getað framkvæmt guðdómlegt erindi sitt, þótt hann hefði verið getinn af föð- ur, eins og hver annar maður, en jeg verð lika að viðurkenna, að hug- arsýn min nær svo ógna-skamt í þeim efnum. Hvað get jeg sagt um það, hvað Guð sá að þyríti að vera og eiga sjer stað til ráðstafana al- mættis og alvisku hans? »Hver hefir nokkru sinni hans ráðgjafi verið?« Jeg ætla mjer eigi þá dul, og það þvi siður sem jeg sje svo margt ann- að frá hendi Guðs ómótmælaniegt, en þó öðruvísi en jeg, og vjer menn höfðum hugsað. Eða mundi Guð hafa í öilu getað farið eftir viðfeldn- istilfinningu vor manna, sem erum svo skiftir i skoðunum og feiium oss svo oft við það, sem er bersýnilega á móti vilja hans? — Meðan ekki fást fullgild rök fyrir því, að fró- sögurnar sjeu mishermdar, get jeg fyrir skynsemi minni og hverri óvið- feldni tilfinninga minna og annara manna beygt mig fyrir frásögum guðspjallanna. En sjálfsagt er það andiegt guðs- sonar-eðli Jesú, sem trúarnauðsyn vor nær mikiu meira til. Og þar verðum vjer að styðjast við setmng- ar og vitnisburði hins heilaga orðs. Skynsemi vor nær þar eigi tii, eins og áður var sagt, og því síður hug- þótti vor. Það teljum vjer til guðssonar-eðlis Jesú, að hann hafi verið með föð- urnurn dýrðleg persóna frá eilífð. Því að eins gat hann sagt í bæn sinni, áður en hann gekk út i pínuna: »Ger þú mig dýrðlegan, faðir, hjá þjer, með þeirri dýrð, sem jeg hafði hjá þjer, áður en heimurinn var til«. Og oss skilst, að hann hafi í því eiiifðarástandi verið i einingarlegasta samfjelagi við föðurinn. Pað vitna oið Jóh. guðspjaliam., er hann segir, »Orðið var hjá Guði, og oiðið var Guð«. Og rjett á eftir: »Orðið varð hold og bjó með oss, fult náðar og sannleika; og vjer sáum hans dýrð, dýrð eingetins sonar frá föður«. Enn fremur segir hann um þetta orð: »Allir hlutir eru gerðir fyrir það, og án þess er ekkert til, sem til er orð- ið«. Sjálfur segir Jesú-: »Jeg og fað- irinn erum eitt«. »Alt mitt er þitt, og þitt er mitt«. Þegar svo guðssonurinn birtist hjer á jörðinni, þá kom tign hans og guð- dómseðli fram í þvf, sem post. siðar kallar, að hann hafi verið »)jómi

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.