Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 07.02.1928, Blaðsíða 6

Bjarmi - 07.02.1928, Blaðsíða 6
m B JARMI einnig þeir sjeu hjá mjer, þar sem jeg er, til þess að þeir sjái dýrðina, áem þú hefir gefið mjer«, — Hver af mönnunum mundi geta talað svona, þótt þeir sjeu allir skapaðir í Guðs mynd og hafi þegið allsháttar gjafir af hendi föðursins himneska? Vjer höfum enga meðvitund um sjálfstæða, persónulega lifstilveru vora áður en vjer komum í þennan heim, og dómur vor um starf vort hjer verður einatt að vera : »Ónýtir þjónar erum vjera. Vjer getum eigi frelsað sjálfa oss, þótt vjer sjeum í mörgu hver öðrum styrkur á lífsleiðinni; en »vjer eigum árnaðarmann hjá föðurn- um, Jesú Krist hinn rjettláta«, segir postulinn, og »hann er friðþægjandi fyrir syndir vorar og allrar veraldar- innar«. Ó, hvílíkt djúp sjest nú staðfest á milli veru þinnar, frelsari minn, Drott- inn minn og Guð, og vor mannanna, sem megnum ekkert án þín! Og hví- líks samfjelags, hvilíkrar sameiningar, fáum vjer notið, er þú býður oss að vera í þjer, svo að þú sjert í oss, og vjer fáum borið ávöxt eins og vín- viðargreinin, sje hún föst á vínviðn- um! Þetta tvent — svo ólikt — fæst sameinað — hið mikla djúp brúað fyrir meðalgangarann milli Guðs og manna — fyrir hann, sem var guðs- sonur frá eilífð, en gerðist mannsins sonur hjer í timanum, að vjer, þrátt fyrir fráhvarf vort frá Guði, mættum verða guðsbörn og erfingjar eilífs lifs. »Guð elskaði svo heiminn, að hann gaf sinn eingetinn son, til þess að hver sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf«. þessi trúarleið til frelsunar fyrir kraft guðssonar, er oss sýnd svo eftirtakanlega í texta vorum í dag. Oss ber þar margt fyrir sjónir andans, Og þó má nærri lesa úr því samfelda braut lifs vors, og að lokum, hvað vjer eigum und- ir guðssyni. — Þar er oss sýnd hætta freistinganna og hvernig vjer eigum að sigra hana, — erfiðleikar lífsbar- áttunnar og hver kemur oss þá til hjálpar. — Trúarveikleiki vor, en friðurinn og kyröin i sálunni, þegar sigrast er á honum og guðssonur er innanborðs hjá oss og viðurkendur af hjarta. Aðferð Jesú, sú er textinn nær yfir, sýnir oss bæði úrræði mann- legrar neyðar og vald guðlegrar há- tignar, Mannlegt eðli Jesú, hafði nú verið statt í miklum vanda — þungri freist- ingu. Velgengni virtist blasa við starfi Messiasar, eins og Gyðingar hugsuðu sjer það. Mannfjöldinn hnje að Jesú þúsundum saman í blindu trausti — ef jeg mætti svo segja — á köllun hans til jarðnesks rikis. Og nú, er hann hafði á svo óvæntan háttgreitt úr hungurshættu fylgdarliðsins, þá var þessi herskari — eftir því sem Jóhannes guðspjallamaður segir frá — ráðinn í því að taka Jesú og gera hann að konungi, berjast af alefli fyrir tign hans og frelsun þjóðar sinnar. Fimm þúsund og sjálfsagt aftur fimm þúsund vopnfærra karl- manna var lið, sem sýndist eiga hægt með að stökkva setuliðinu rómverska burt úr landinu og stofna konungs- riki. Fetta var hörð freisting; en þetta var eigi að Guðs vilja. Og hvernig fór Jesús að ? Hann þröngvar læri- sveinum sínum til að snúa heimleið- is, en láta sig einan eftir. Hann kem- ur með kyrð lýðnum frá sjer ognær einveru. Og hvað gerir hann með bana? Að koma fram fyrir himneska föðurinn sinn í hjartanlegri bæn. 0, sú fyrirmynd. Jeg sje í anda mikil- mennið i kvöldkyrðinni, krjúpandi í djúpri auðmýkt á fótskör hins al- valda, biðjandi um styrk að hafna heimsins valdi og vopnuðum þegn- um, en að meta meira kross kval-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.