Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 07.02.1928, Blaðsíða 8

Bjarmi - 07.02.1928, Blaðsíða 8
40 B J A R M I kristindómi. Biskup þessi hefir unnið pað mest sjer til frægðar t haust, að segja mennina komna af öpum, og fara hörð- um orðum um pá skoðun rómversku kirkjunnar og nokkurn hluta biskupa- kirkjunnar ensku, að eðlisbreyting fari fram á brauði og víni við kvöldmáltíðina. Hinsvegar er tekið ómjúkum höndum á þeim dr. Birni Junssyni presti i Winni- peg og Har. prófessor Níelssyui, — alveg eins og vonlaust sje um þá tii únítara. Sra Björn fær ákúrur fyrir grein, er hann ritaði í septemberblað Sameiningar. Hneig hún í þá átt, að báðar aðaltrú- málastefnurnar, sem kallaðar eru þar vestra: »Fundamentalism« og »Modern- ism«, færu í öfgar, en »andrikasta og kristilegasta stefna trúarinnar«, fari sem stendur á milli þeirra og sje þeim óháð. Ritstjóri »HeimskringIu« talar um »af bragðs moðreyk« í þessu sambandi og endar aðfínningar sinar svo: »Pessi andrikasti og kristilegasti« flokk- ur tilheyrir vitanlega »modernistum« (þ. e. nýguðfræði), er ekkert annað en einn af þessum óteljandi flokkum millibils-á- standsins, hvernig sem hann er reifaður, ef hann trúir því, að »fúndamentalistar« sjeu öfgamenn. »En hann þorir ekki við það að kannast«. í síðari hluta greinarinnar er erindi Har. prófessors Nielssonar um trúna á Jesúm Krist, sem Eimreiðin flutti í sum- ar, tekið til meðferðar. Heimskringla prentar upp yfirlýsingu H. N. um afstöðu sína, þar sem hann kveðst trúa að »Jesú hafi átt fortilveru«, og ekki sje rjett að neita því að »hugs- anlegt« sje að Jesús hafi engan mannlegan föður átt. Að þessu gerir Heimskringla napurt háð, svo napurt, að H. N. er óvanur að fá slíkar kveðjur frá »frjálslyndinu«. — Segir hún meðai annars að »þessi trúar- játning hámentaðs manns« sje »Iangtum fáránlegra fyrirbrigði en tryltustu trúar- órar Ástralnegra eða halanegra sunnan frá Kalaharí«, það sje »beinlínis sálar- hressing að taka sjer í hönd »Daníel og Musterið« (eftir Sigurð Sigvaldason) eftir þessa ádrepu« H. N. o. s. frv. Ritstjóri Heimskringlu kveðst bera »ó- Iikt meiri virðingu fyrir hinni »gömlu og góðu« trúarjátningu sra N. S. Thorláks- sonar«. — En sú »játning« er útskýring Lúters í »Fræðunum« um 2. gr. postul- legu trúarjátningarinnar, og hafði sra Steingrímur endað með henni erindi, sem hann flutti á Kirkjuþingi vestra liðið vor. — »t*ví í raun og veru« segir Heims- kringla »er langtum heilsleyptari skap- gerð þess manns og heilbrigðari, er hreyfir sig ekki úr hlaðvarpanum, af því að hann álítur bezt heima, og vill ekki leita, heldur en hinna, er meira og minna óð- fúsir leggja á stað í leitina, en þora ekki lengra burtu en stutt tjóðurband nær, og verða svo annaðhvort á burtu í bæj- arreyknum á túninu, af þv' þeir vilja ekki til tjóðurhælsins aftur, eða verða til í túnfætinum, á hringsælisflótta heim til tjóðurhælsins aftur, í óráðssvima frá skelfingunni við ómælisútsýnið beinleiðis, er þeim opnaðist, þegar þeir loks vog- uðu sjer að klöngrast upp á túngarðinn«. Pannig skrifar aðalmálgagn únítara íslenzkra vestra um sama leyti og H. N. er að fagna Auer prófessor, fulltrúa ame- rískra únítara, sem hingað kom til að útbreiða þeirra trú, þótt auðvitað væri látið heita svo að hann boðaði óhlut- dræga samanburðar-guðfræði. Kannske hann hafi orðið þess var að prófessorar vorir sjeu ekki »á hringsælisflótta heim til tjóðurhælsins aftur«, og ekki sje vonlaust um þá »út fyrir túngarðinn«, og gerir þá Heimskringla væntanlega bragarbót í garð H. N. (Sú bragarbót er þegar komin í H.kr.l ). En eftirtektavert er það, að einmitt þeim manninum (þ. e. H. N.) sem tamt hefir verið að tala um »tjóðurband« við eldri stefnuna, skuli nú vera borið á brýn af enn meira »frjálslyndi« að hann sje sjálfur »í tjóðurbandi« »á hringsælisflótta« og »í óráðssvima«. — Pað ber ekki alt upp á sama daginn, og »í þeim mæli, sem þjer mælið öðrum, verður yður sjálfurn mælt«. 1 Jólakveðjusjóð: Frá skólanum í Bergstaðastræti 3 Rvík, sra. L Arnórs- syni í Miklubæ og Grími Grímssyni Ól- afsfirði, 10 kr. frá hverjum. Til kristniboðs: I. B. H. (áheit) 10 kr. og N. N. Snæfellsnesi 35 kr. Útgefandi: Signrbjörn Á. Gíslason. Prcutsmiöjan Gutenberg.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.