Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 07.02.1928, Blaðsíða 7

Bjarmi - 07.02.1928, Blaðsíða 7
B J A R M I 39 anna og pislaifseii ó\inarna, af þvi að þaðan skyldi koma lausn og frelsi lýðanna. Jeg sje í anda kvöldroðann leggja blæju Guðs velþóknunar yfir þessa fórnfúsu og endurlausnaiþyrstu bænargerð, og heyri næturljósin hvísla: »Sjáið það guðslamb«. Kraftur og andi hins himneska kemur í kvöldblæn- um og mætir bæninni. Og jeg veit að sami kraftur er mjer til boða fyr- ir frelsarann minn, ef bæn min væri eins hrein og heit. — — — Jeg sje stundu síðar hið veika og valta mann- lífsfar úti á djúpi tímans. t’að mætir andviðri og því liggur við áföllum. Frelsarinn kemur þar til hjálpar, en skipshöfninni vex ótti, svo fráleitan skilning hefir hún á hlutverki hans. Hann talar til hennar í orði sínu hugbreystingarorðum, en nokkrir heimta tákn og stórmerki. t*eir, sem hlýða þó boði hans og vilja af hjarta koma til hans, þótt trúin sje of veik, rjetlir hann hjálparhönd sína, er þeir ætla að sökkva. Og þegar þeir hafa tekið hann á skip og finna þá að lifsstorminn lægir, þá verður þeim undursamlega ljóst, að gesturinn er vissulega guðssonur. Sjáið nú, bræður, og heyrið heims- dýrðarafneitunina, bænina, reynsluna frelsisröddina, trúartraustið, lausnara- móttökuna og lífsblíðu kærleikans i nálægð frelsarans — alt þetta, sem vjer þurfum að reyna og standast og auðgast af til þess að komast til þeirrar sannleiksviðurkenningar, að Jesús Kristur er sannarlega sonur Guðs. — Æ, svo mörgum er ógeðfelt að játa þelta, af því að þeir kornast eigi þessa leið. Sumir falla strax frá sjálfsafneituninni, aðrir leita ekki styrks í bæninni, enn aðrir gefa ekki gaum að guðdómsrödd frelsarans, er þeir hrekjast á ólgusjó lífsins, o. s. frv. Hætta þessara mistaka er sífelt á vegum vorum. Pað er eigi til neins góðs að dylja það sjálfuin sjer eða öðrum. Margur misjafn kenningaþyt- ur lætur nú betur í eyrum en orðið um Jesú Krist — bæði þann kross sem hann varð að bera oss til frels- unar, og þann kross sem hann bauð oss lærisveinum sínnm, að bera eftir sjer. Og þá reynist eigi beldur nje þekkist, hve sá kross má veiða inn- dæll og byrðin Ijett. Og mennirnir fara svo sorglega á mis við blessun þess sannleika, að guðssonur hefir gert oss krossinn sinn að iifsins trje. Snúum oss kærir vinir, að því máttartrje og víkjum ekki trúarsann- færingu vorii frá því. Guð faðir, varð- veiti líf vor í skjóli þess, því að þar er ritað nafnið hið eina, sem oss ber að veröa hólpnum í — nafn hins heilaga guðssonar — nafnið Jesús. Það sje vort heilagt athvarf, þar sje rituð og geymist vor hjartans játn- ing um tíma og eilífð. — Amen. I sama mæli.. »Nýguðfræði, er eina ráðið og eina stefnan, sem likleg er til að vekja traust þeirra, sem nú standa allfjarri kirkjunni«. Pað var víðkvæðið í mörgum trúmála- hugleiðingum nýguðfræðinga hjer á ár- unum, og er enn hjá sumum. Pó sýnir reynslan að jafnaðarlega vekur gýguð- fræðin fremur aðhlátur og lítilsvirðingu í þeim hóp heldur en hitt. Peir, sem lengst fara i höfnun trúarsanninda, senda að vísu vinsamlegar kveðjur til þeirra, er virðast vera sömu leið, en sje numið slaðar á lciðinni, eins og margir vinir nýguðfræði gera, þá verða kveðjnrnar kaldar, og því má margoft heyra »van- trúarmennw og únitara álasa nýguðfræði harðlega fyrir hálfvelgju og ósamkvæmni. Skýrt dæmi þessa má sjá í ritstjórnar- grein í Heimskringlu 26. okt. f. á. Par er Barnes biskup í Birmingham á Englandi lof sungið fyrir »frjálslyndi«, rjett eins og hann sje á leiðinni út úr

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.