Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 07.05.1928, Síða 1

Bjarmi - 07.05.1928, Síða 1
BJARMI = IÍRISTILEGT HEIMILISBLAÐ XXII. árg. Reykjavík, 7. maí 1928 15. tbl. Jesús mælti: Jeg er hið lifandi brauð, sem kom niður af himni. (Jóh. 6, 51). Kvöldmáltíöin. Ræða á Skírdag eftir sra Siglrygg Guðlaugsson á Núpi. Lúk. 22, 14.-20. Mjer íinst eríitt að koma orðum að helgi þeirri og hátíðartilfinningu, sem fylgir deginum í dag, skírdeginum. Hún er svo viðhafnarlaus og ósæ hið ytra, en nær þó þeim tökuin hið innra, að jafnvel þeir, sem eigi gefa sig mikið að helgidómsefnum trúar vorrar, hlusta á með angurblíðri lotn- ingu, þegar lesin eru þau orð Jesú, sem þessum degi helgast, og sagt er frá því, hvernig Jesús bjó sigogpost- ula sina undir viðskilnaðinn, sem var nú fyrir höndum. Það var hið fyrsta skírdagskvöld, að hnfgandi lífssól Jesú stafaði geislum náðar yfir djúp eymdar og spillingar, og lagði friö- sæian bjarma yfir þenna dapra vina- hóp, þegar tók að húma. Og mjer virðist svo, sem í geislum þessum mætti lesa: »Kærleikurinn er sterkari en dauðinn«. — Sjerhvert skírdags- kvöld breiði sól Guðs slíkan bjarma yfir hugarbygð mína og þína, vinur Jesú, og láti okkur, og alla, finna, að það er eitthvað svo heilagt i því, hvernig Jesús kveður læriáveina og festir þeim minningu sína lifandi og óafmáanlega í hjarta. Þenna dag, og einkum að kvöldi hans, er eins og ósýnilegur heilagleika andi fari um bústaði mannanna og leiti inn i fylgsni sálanna. Og mjer finst, það væri hann, sem leiddi okkur syst- kinin smáu að knjám móður okkar, þegar hún hvert skírdagskvöldið tók biblíuna sína og las okkur um við- burð þess og skilnaðarviðtal Jesú við lærisveina sína. Mjer er enginn efi á þvi, að frels- arinn hefir ætlast til þess, að við- burður þessa dags, hin lieilaga al- höfn, sem hann fór með að kvöldi hans, skyldi vera föst í minni öllum lærisveinum hans og játeudum. — Stundin og athöfnin er svo dásam- lega valið saman, að hvortveggja gerist öflug aðstoö hins, að leiða sálirnar í helgustu sameiningu við Jesú og eign- ast ávexti af lífi hans og dauða. Og af orðum Jesú og poslula hans verð- ur það ráðið, að hann ætlaðist til, að þessi heilaga alhöfn geymdist eigi að eins i minni þeirra, sem þá voru með honum, og þekkist síðar að eins í gegnum ritin, heldur að hún yrði sífelt endurtekin til kröftugs viðhalds þess lífs, sem bygt var á honum og fjekk kraft sinn i dauða hans. En þó er það svo, að þrátt fyrir lotninguna, sem kvöldmáltíð Jesú með lærisveinunum vekur i bugum alvörumanna, þá nær alvörufestan eigi jafnan svo langt, að menn geri sjer ljósa grein fyrir afstöðu sinni til slíkrar endurtekningar, og hvers það sje vert, að þeir eigi þátt í henni. Það er því ástæða til, að reynt sje að vekja athygli fjöldans á þessu, og einkum ættu guðsþjónustustund- um hvers skírdags vera varið til þess.

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.