Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 14.05.1928, Blaðsíða 5

Bjarmi - 14.05.1928, Blaðsíða 5
B J A R M I 125 Bænheyrsla. Brjef frá ísfirðing til lesenda »Bjarma«. Heiðraði vinur minn, sem lest pessar línur. Mig langar tíl að spyrja pig: Trúir pú pvi að Guð vor himneski faðir heyri bænir okkar? Ef pú ert svo ólánssamur að neita pvi, pá segi jeg, að pjer skjátl- ast. Jeg segi pað ekki út i bláinn heldur af eigin reynslu, að Guð heyrir bænir og svarar peim oft á undursamlegan hátt. Mig langar tii að nefna hjer nokkur dæmi frá minni eigin reynslu. Jeg er búinn að vera veikur í l'/s ár. I byrjun veikinnar var jeg skorinn upp, og eftir priggja vikna legu í sjúkrahúsi kom jeg heim aftur, að sönnu betri til heilsunnar, en samt ekki svo að jeg gæti tekið til vinnu. Jeg slóð pá uppi mcð tvær hendur tómar efnalega, og átti að sjá fyrir heilsulítilli konu og barni. Við gátum ekki annað gert en að fela vorum himneska föður alla framtíðina og biðja hann um hjálp og aðstoð. Hann gleymdi okkur ekki. Góður borgari pessa bæjar kom til mín og sagðist skyldi borga fyrir mig skuldina við sjúkrahúsið, og hann hjálpaði mjer*meira, hann sá að mestu leyti fyrir heimili minn pann vetur ásamt fleiri borgurum. Alt petta tek jeg sem ráðstöfun Drottíns. Eitt kvöld á siðastliðnu sumri, segir konan mín: »Nú veit jeg ekki hvað við eigum að hafa í miðdegisverð á morgun«, En hún svarar sjer sjálf og segir: »Faðir okkar í himninum sjer fyrir pvi«. Við sofnuðum örugg i peirri trú. Morgunin eftir pegar við vorum að koma á fælur, stendur lítil stúlka við dyrnar, með nægtir fyrir pann dag og peninga að auki. Svona leið nú tíminn, aö við purftum ekki neitt að liða. En daglega höfðum við tækifæri til að pakka Drotni trúfesti hansog bæn- heyrslu. Pá var pað einn dag að jeg sje að við áltum enga peninga, og segi pá við konu mina: »Nú verðum við að leila pess opinbera til að fá styrk« Hún svar- aði: »Guð sjálfur hefir lofað i sínu orði að sjá fyrir okkur, (Fil. 4, 19,) [»En Guð mun uppfylla sjerhverja pörf yðar eftir auðlegð sinni, með dýrð fyrir samfjelag yðar við Krist Jesúm«] og pað bregst ekki«. Samt var eins og efi i hjarta minu. En hjálpin kom. Sama daginn kom stúlka með 30 kr. og gaf okkur. Jeg skammast min ekki fyrir að segja pað opinberlega, að jeg bað Guð með tár í augum að fyr- irgefa mjer trúleysi mitt. Nokkru síðar sá jeg að ekkert var til, en nú var jeg öruggari, og um kvöldið báðum við eins og við vorum vön. Daginn eftir kom mað- ur með 50 kr., og svo annar, sem sendi okkur 5 kr. Enginn pessara manna vissi hvað leið daglegum forða okkar, pví að við sögðum engum nema Guði frá pegar að prengdi. Petta ætti að nægja til aö sýna náö Guðs og bænheyrslu við smælingja sina. Pú, sem lest petta, mált ekki halda aö við teljum okkur svo góð, að viö pess vegna verðum fyrir pessari undursam- legu náð, að hljóta daglega dásamlega bænheyrslu. Nei, við finuum að við erum syndarar, en petta er alt Guðs náð í Jesú Kristi. En pegar jeg get ekki sofið á nóttum pá hugsa jeg um fleira en prautir mínar og kvalaköst, og pá finst mjer sú »fátækl« ein sár að geta ekkert gert til að mikla nafn Drottins og leiðbeina öðrum að náðarlindum hans, og pvi eru pessar línur ritaðar kyrláta andvökunótt, efpær kynnu að verða einhverju barni sprgar- ínnar leiðarvisir frá pungura áhyggjum. Sumir hafaviðmig sagt: »Jeg kann ekki að biðja«. — Jeg held peir haldi að pað purfi einhverja sjerstaka aðferð til að fá bænheyrslu. Mjer finst pað vera sama »aðferðin« og pegar börn biðja góða foreldra. Ensá er munurinn mikli, að foreldrar sjá ekki nema stundum hvað börnunum er fyrir bestu, en Guð sjer pað ætíð. »Guð vertu mjer syndugum liknsamur«, bað tollheimtumaðurinn forðum. — Ekki var hann langorður, en auðmjúkur var hann, enda sagöi Jesús, aö hann hefði fengið bænheyrslu. Má ekki svipað segja um bæn ræningjans á krossinum? Dýr- lega fyrirheitið, sem honum hlotnaðist, er öllum minnisstætt, sem minnast pess að dauðinn er á milli peirra og Paradísar, og ljúft er til pess að hugsa að allirsannir lærisveinar Krists mega búast við að hann hvísli svipuðu að peim, daginn sem peir eru að kveðja jarðlifið. — Lifum í sam- fjelagi Krists, — pá deyjum við i faðmi hans. G. G.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.