Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 14.05.1928, Blaðsíða 3

Bjarmi - 14.05.1928, Blaðsíða 3
B J A R M I 123 af postulunum sitjandi við borð hjá Jesú. Þar er hver með sinn bikar og sitt brauð fyrir framan sig. Jeg er sannfærð um, að það er regluleg þorf á þessari breytingu ef vel á að fara. Jeg má búast við, að yöur þyki þetta alt saman barnalegt hjá mjer, og verð jeg þá að biðja yður að fyr- irgefa mjer dirfskuna. En skoðun minni held jeg fyrir því. /. E. Th. III. Viðbót ritstjórans. Hin góða ræða sra Sigtryggs Guðlaugssonar, í síöasta blaöi, kom of seint til að komast i páska- blað Bjarma, en þar sem altaris- göngur fara viðast hvar fram á vor- in fremur en aðra tíma árs, taldi jeg vel viðeigandi að birta hana nú og jafnframt 2 framanskráðar grein- ar um sjerbikara — því þar minn- ast 2 konur á atriði, sem jeg tel rangt að hirða lítið um. Veit jeg það, að sumir lelja það smávægilegt, eru sjálfir alveg óhræddir viö að veikindi berist á þann veg og ællast til að altarisgestir sjeu ekki með slíkar »kreddur«. En hinir eru nú samt margir, sem hugsa svipað og þessar konur, og kirkjan lielir engan rjett til að meta slíkar varúð- arráðstafanir að engu. Jeg hygg, að værum við ekki öll vön við að bergja af sama bikar við altarisgöngur, þá þætti flestum vor á meðal slíkt alveg óverjandi. Og jeg skil vel að þeir sem taka það nærri sjer, fari ekki jafnánægðir til allaris eins og þeir múndu gera, ef sjerbik- arar væru notaðir. Sjálfum er mjer minnisstæð kvöld- máltíð i erlendri kirkju, þar sem mjer var næst skapi að gang úr hóp altarisgestanna, af þvi að mjer þólti hreinlætið fara út um þúfur. — Var óvanur þeim sið, sem þar var hafður, og tók því líklega þess vegna betur eftir því. Vjer sátum gestirnir fjölmennir á löngum bekkjum við stórt altaris- borð. — Aðalpresturinn braut stórar þunnar kökur til »útdeilingar«, en sumarhiti var ákafur inni sem úti, svo að svitadropar perluða á hörd- um hans, og af því að jeg sat á fremsta bekk, sá jeg vel að þeir hlutu að koma á brauðið, enda þótt hann væri að þerra hendur sínar. — Jeg lýsi þvi ekki frekar, en mundi ekki ganga tii altaris hjá þeim sðfnuði f annað sinn, þótt jeg heimsækti hann aftur. Hitt h'efi jeg sjeð og tekið þátt í með ánægju, þar sem nokkur hundr- uð altarisgestir á skirdagskvöld fengu hver sinn smábikar. Gengu 4 prestar með bekkjum fram, gáfu hverjum tveimur samfastar »oflátur« er þeir svo brutu á milli sín og geymdu í lófa sjer uns öllum var úthlutað og að- alpresturinn, sem í það skifti var biskup, mælti: »Takið og etið«. — Sömuleiðis var helt vininu í smá- staup hvers altarisgests, er allir svo samtimis drukku úr, er biskupinn mælti: »Drekkið allir hjer af«.------- Mjer er svo fariö að jeg á erfiðara með að njóta fullrar blessunar, eða vera »einn með Guði mínum«, við þær helgiathafnir, sem að einhverju leyti eru mjer nýstárlegar; en þótt liðin sjeu 28 ár siðan jeg tók þátt i þess- ari kvöldmáltið hjá »Herrnhútum« eða Bræðrasöfnuðinum þýska, minn- ist jeg hennar enn með þakklæti. — Dómkirkjunni í Reykjavík vorugefn- ir allmargir sjerbikarar eða silfur- staup fyrir nokkrum árum, en ekki hygg jeg að þau hafi verið notuð enn, enda á hún engan hentugan bikar til að hella úr i þau. En trúað gæti jeg því, að altarisgestum fjölgaði, ef

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.