Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 14.05.1928, Blaðsíða 4

Bjarmi - 14.05.1928, Blaðsíða 4
124 B J ARMI farið yrði að nota slika sjerbikara bæði þar og annarsstaðar, og ef menn mættu velja, að þá yrðu þeir miklu fleiri, sem kysu sjer sjerbikara. — I'að er jeg viss um. Dæmið, sem konan segir frá, bjer að framan um berklaveiku konuna, mun ekkert einsdæmi. Jeg man vel eftir, að maður ráðg- aðist um við mig einu sinni út af svipuðu. Hann sagði eittbvað á þessa leið: »Okkur bjónin langar til að vera til altaris, en nú vita allir, að kon- an min er berklaveik, og hun vill engan hræða, sist við kvöldmáltíð- ina«. — Tóku þau það ráð, að vera siðust »i siðasta hring«; en hræddur er jeg um að eftir því hafi einnig verið óþarflega mikið tekið; — en alveg er ófært að gera sJíku fólki altarisgönguna sjerstaklega erfiða. Pví leyfi jeg mjer að mæla ein- dregið með að allar kirkjur þessa lands fái sjer sem fyrsl sjerbikara og veiti hverjum altarisgesti, sem þess óskar, færi á að nota þá. S. Á. Gislason. Passíusálmarnir á kfnversku. Nú er búið að þýða útdrátt úr Passiusálmum Hallgríms Pjetursson- ar á kínversa tungu. Býst ieg við að öllum íslendingum þyki það góðar frjettir. — Kinverskan er mál fjórða hluta mannkynsins. Engum mun ó- viðeigandi þykja, að Passiusálmarnir verði fyrsta islenska ritið, sem snúið er á kinversku. Paif ekki að færa ástæður fyrir því. Þýðingu þessa hefir amerískur mað- ur, prófessor Harry Price, annast að mestu leyti fyrir lilstilli undirritaðs. Treysti jeg Mr. Price manna best til að inna þetta vandasama verk viö- unanlega af hendi. Hann heíir unnið að þýðingum i Kina í fjölmörg ár og hefir marga mjög vel færa kinverska samverkamenn. Þarf ekki að efa að þýðing hans á Passiusálmunum sje ágæt. Mun jeg segja nánar frá henni seinna. — Mr. Price hefir að mestu leyti fylgt hinni ágætu ensku þýð- ingu prófessors Pilchers. Stuttur for- máli og all-ítarleg æfisaga sálma- skáldsins á að fylgja kínversku út- gáfunni. Nú er ekkert annað ejtir en að koma kinversku þýðingu Passiusálmanna út. — ábyggilegur maður i Hanko-w hefir tekið að sjer að sjá um útgáfiina i fjarveru undirritaðs. En jeg hefi lof- að að kosta hana að öllu leyti. Það hefi jeg gert í því trausti, að landar minir myndu ekki skorast undan að hiaupa undir bagga með mjer og styrkja útgáfuna fjárhagslega. Jeg hefi hugsað mjer aö gefa sálm- ana út i litlu broti, og selja þá svo eins ódýrt og hægt er, á meðan menn eru að kynnast þeim, en stækka svo útgáfuna, auka hana og vanda seinna, eftir getu. Hr. bankaritari Árni Jóhannsson, Bragagötu 31, Reykjavík, hefir lofað að taka á móti fjegjöfum til þessa fyriitækis. Fyrsta útgáfan hefi jeg hugsað mjer að yrði 2000 eintök, mun hún kosta hjer um bil 1000 kr. Gefins langar mig til að geta sent mörgum kristniboðum í Kina sitt eintakið hverjum. Peim hjer á landi, sem bregðast nú fljótt við og leggja eitthvað af mörkum til útgáfunnar, lofa jeg að senda eitt eintak ókeyp- is. En þá verða menn að láta nafns og áritunar getið. Staddur í Prándheimi. 2. apríl 1928. Ólafur Ólafsson, kristniboði.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.