Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 14.05.1928, Blaðsíða 1

Bjarmi - 14.05.1928, Blaðsíða 1
BJARMI KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ XXII. árg. Reykjayík, U. maí 1928. 16. tbl. Enginn getur komist til mín nema honum s]e það gefið af föðurnum. (Jóh. 6, 65). Sjerbikarar vil altarisgangur. i. Þegar einhver lendir í líkamlegri neyð, finst jafnan öllum góðum mönnum skylt og sjálfsagt, að ieggja þeim liðsinni er fyrir því verð-ur. En tii er tvennskonar böl, — einnig andlegt, — og ekki er minna um vert að ráða bót á þvi. Fjöldi manna um heim allan, og þá fyrst og fremst kirkjunnar þjón- ar, hafa þvi helgað þeirri köllun iif sitt. En þó að starfsemi bjerlendrar kirkju megi víst yfirleitt teljast i fremur góðu lagi, hljótum vjer að játa, að henni er að nokkru ábóta- vant, og hefir að sumu ieyti hrakad frá þvi sem áður var. Annar dómkirkjupresturinn vjek og að því í lok ræðu sinnar nýlega, hversu mikils honum lindist á vanta fullkominn árangur starfsemi sinnar, meðan • altarisgöngur væru svo lítt tiðkaðar sem nú er. Hann minti oss á, aö eins og ekki er nóg að þekkja rað til þess að herða og styrkja lík- amann, ef vjer ekki förum eftir þeim, eins er lika ófullnægjandi að þekkja og trúa á mátt og helgi altarisakra- menlisins, ef vjer ekki viljum þiggja þá dýrmætu náðargjöf Drottins, sem sjerhver sá verður aðnjótandi, er rjettilega neytir hinnar helgu mál- tiöar. En meðan útdeilingunni er svo háttað sem nú er, er hætt við að altarisgöngur aukist ekki að mun. Nýjum tíma fylgja nýjar kröfur,— fæstar þeirra eiga að visu rjett á sjer, en sumar þeirra eru svo knýjandi og eðlilegar, að þær verða að takast til greina. Kirkjan verður að eignast bikara, nógu marga handa öllum gestum sinum, þeim er til Guðs borðs ganga. Raunar má vænta þess, að margur kjósi fremur að nota sinn eigin bik- ar, einkum þegar frá liður, þvi ekki er óliklegt, að altarissjerbikar verði þá einhver sjálfsagðasta fermingar- gjöfin. Enn fremur væri ánægjulegast, að allir altarisgestir væru skrýddir fall- egum hvítum skikkjum, sem annað- hvort væri eign þeirra sjálfra, eða kirkjunnar. Væri óskandi að sá siður yröi upp tekinD, áður langt lfður. Mjer dvelst við þá hugsýn, að sjá fjölda manns, hreina i hug og bjarta, koma þannig skikkjuskrýdda inn að altari Drottins, til að fínna sálum frið og fögauð í sameiningunni við sjálfan Krist, þiggjandi eina af hans bestu gjöfum. — Af þvi að þetta er ný hugmynd, má búast við að menn þurfi nokk- urn tima til að átta sig á þvi, hvort þeim finst tiltækilegt að gera hana að veruleika. En hefjumst nú handa, og leggjum fram fje til bikara — og kaleikskaupa, hvað sem skikkjunum liður, svo að vöntun á slikum smá- munum standi ekki i vegi fyrir nein-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.