Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 14.05.1928, Blaðsíða 8

Bjarmi - 14.05.1928, Blaðsíða 8
128 11 J A R M 1 Bækur. Árásirnar á kristindóminn. Erindiö, sem Eggert Levy, hreppstjóri á Ósum á Vatnsnesi, flutti á trúmálafundinum á Blönduós, er nú nýprentað. Höf. flutli erindi þetta bæði á Hvamms- tanga, Reykjavik og Hafnarfirði og vakti með því alstaðar ýmist samúð eða andúð, samúð biblíustefnunnar fyrir margar góðar athuganir og drengilegt fylgi — en andúð hinna sumra fyrir bersögli. Erindið sýnir greinilega, og undir- tektirnar góðu, sem það fjekk á trú- málafundinum, að því fer fjarri, að sveitafólk sje alment ánægt með ný- guðfræðispresta. — Og trúað gæti jeg því, að eftir því sem fleiri bændur taka til máls um þessi efni, eftir því verði erfiðari aðstaða þeirra »andlegu« leiðtoga — kennara sem presta — er rifa niður frásögur biblíunnar og bjóða tómar getgátur i staðii n. — — Ritið kostar eina krónu og sendir afgreiðsla Bjarma þaö hverjum þeim, sem óska kann. Krónuna má vel senda í óbrúkuðum ísl. frimerkjum — eða þá nógu mörgum brúkuðum ísl. frimerkjum. Hvaðanæfa. Heima. »H ve r n i g ví k u r þ v í«, spyrja ýmsir brjeflega, »aö Bjarmi skuli ekki hafa and- mælt eöa getið um fyrirlestur sr. Gunnars í Saurbæ er hann flutti í vetur á Akureyri, Reykjavík og Akureyri?« Pví er fljótsvarað: Ritstjóranum fanst erindið svo veigalaust og »út i hött«, að honum pótti ekki taka pvi að andmæla pví. Og af sömu ástæðu var ekki tekin löng og skorinorð andmælagrein frá Ak- ureyri gegn aðalefni erindisins. Guðspjöll- in segja svo greinilega frá pví, að dauða- sök Jesú var sú, að hann kvaðst vera sonur Guðs, en ekki hitt, að hann vildi vera aipýðuforingi, — að pað tekur pví ekki, að vera að prátta um slíkt við neinn. Fjölmargar greinar bíða enn. Eru peir, sem blaðinu senda ræður eða greinar vinsamlega beðnir að vera stuttorðir. — Lesendum bent á, að geyma vel blöðin, sem flytja góðar ræður og nota pau svo til húslestra, pótt síðar sje. Erlendis. Pingrækir. í haust sem leið var verið að halda kirkjuping hjá Baptistum vestur í Toronto i Canada. Varð par á- rekstur milli gömiu og nýju guðfræðinnar. Voru vinir nýguðfræði talsvert liðfleiri, og notuðu sjer pað með venjulegu »frjáls- lyndi« peim megin. Peir gerðu sem sje minni hlutann alveg pingrœkan. Gengu pá um 300 »íhaldsmenn« af fundi og settu nýjan fund í kirkju foringja sins, sr. T. T. Shields í Toronto. Ekki vildu þeir samt segja sig úr lögum við meiri hlut- ann að sinni, en bjuggust við, að peir yrðu gerðir fjelagsrækir til viðbótar. — Ekki er annað að heyra á Heimskringlu, sem Bjarmi tekur pessa fregn eftir, en að hún telji þetta eðlilegt og sjálfsagt, að »frjálslyndið« reki »íhaldið« af kirkju- pingi jafnskjótt og pað nær meiri hluta. En mjer er sem jeg sjái öll pau ákvæð- isorð, sem dunið hefðu yfir petta þing, ef par hefði orðið hausavíxl, eldri stefnan verið liðfleiri og rekið brott pá »frjáls- lyndu«, — eða ef slíkt hefði komið fyrir á Islandi! Alþjóðaping sunnudagaskólanna, 10. í röðinni, verður haldið í Los Angeles í Bandaríkjum 11.—18. júlí. Er búist við 7000 fulltrúum frá 50 pjóðum. Um miðjan apríl voru 2000 fulltrúar búnir að tilkynna komu sína. — 15 nefndir eru settar til að undirbúa þingið og útvega fulltrúum allan beina. 30 aukalestum er ætlað að flytja fulltrúana til og frá þinginu. Pingtíðindin eru áætluð að komist fyrir í 400 bls. bók í stóru broti, — og alt eftir pvi, — æði- mikið stórvaxnara en vjer eigum að venj- ast um kristilega fundi. Útgefandi: Sigurbjörn 1. Gíslason. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.