Bjarmi - 14.06.1928, Síða 3
BJARM I
139
hvað fræðst um hann, getur verið í
efa um það að dauðaslund hans er
áhrifa hæðsta stund jarðllfs hans.
Og það má virðast augljóst að einskis
manns dauðastund hefir orðið svo
áhrifarík fyrir mannkynið. Altaf fjölga
miljónirnar, sem öðlast hugsvölun,
styrk og krafta við íhugun um dauða
hans, og þvf lengur sem tíminn líður
frá hans áhrifariku dauðastund, þeim
mun meira er afl áhrifa Krists á
sálir mannanna, er á jörðunni búa.
Og ef vjer berum nú dauða Jesú
og áhrif hans á jarðlifið eftir að
hann hafði verið krossfestur saman
við dauða ýmissra annara mikil-
menna og áhrif þeirra á jarðlífið eflir
dauðann, þá sjáum vjer að hann er
í þessu efni einstæður, vegna þess
hve hann einnig hjer er meiri öllum
miklum. Vjer sjáum med öðrum orð-
um, að Jcsús fæðist fyrst fullkom-
lega sem frelsari til jarðarinnar
þegar liann deyr.
Dauðastund Krists frá jarðlífinu
er fæðingarstund til jarðlífsins. Nemið
staðar við þessa hugsun: Dauðastund
jrá jarðlífinu, — jœðingarstund til
jarðlifsins.
Eigi mælum vjer í ráðgátum,
heldur tölum vjer um staðreyndir.
Sjá, hve faguit er þegar kvöldroðinn
og morgunroðinn mælast.
Jesús deyr og fæðist á samri stundu
til jarðarinnar til þess að vaka yfir
mannkyninu. Dánarstundin er fæð-
ingarstund. — Þetta er skilningur vor
á orðunum. Það er fullkomnaö. Með
krossdauðanum er Jesús fullkomlega
fæddur til þess að vera frelsari mann-
anna. Hann friðþægir fyrir syndir
vorar, þjáist vor vegna. Líður saklaus
fyrir seka. iiÞað er fullkomnaða,
þýðir: nú er fórnin fullkomnuð. Nú
hefi jeg gefið mannkyninu þá gjöf,
sem írelsar það. Jeg hefi fæðst á
jörðina og tekið á mig þær hörm-
ungar og þjáningar og dauða, sem
frelsar mennina frá hörmungum og
þjáningum og dauða.
Horfið á þessum heilaga degi elsk-
unnar á Jesú Iírisls alblóðuga lík-
ama, sjáið hans elskandi, útbreidda
miskunnar blóðfaðm, og heyrið orð-
in: Það er fullkomnað. — Fullkomin
fórn er færð fyrir þig, svo þú getur
öðlast lífið. — Vegna þinna synda
og til þess að frelsa þig frá afleið-
ingum þeirra, hefir frelsari þinn nú
tæmt bikar myrkurs og dauða. það
er fullkomnað. Krislur er dáinn í
vorn stað. Friðþægingarkraftur fórn-
ardauða Jesú Iírists frelsar þig. —
Er jeg þá að halda fram hinni gömlu
og elstu kenningu kristninnar um
fiiðþægingu, endurlausn og sáttagerð,
sökum dauða Jesú Krists. Halda því
fram vegna þeirrar fórnar, sem Kiist-
ur færði á Golgata öðlist maðurinn
fyrirgefningu syndanna, er hann hefði
eigi með öðru móti eignast getað?
Já, því er jeg einmitt að halda fram
eins og stendur í spádómi Jesaja:
»Hann var særður vegna vorra synda
og kraminn vegna vorra misgerða,
hegningin, sem vjer höfum til unnið
kom niður á honum og fyrir hans
benjar urðum vjer lieilbrigðira.
III.
Nú langar mig að sýna fram á
hvernig hjer er alrikjandi lögmál
fórnarinnar, lögmál, sem vjer öll
þekkjum ósköp vel, ófrávíkjanlegt
lögmál orsaka og afleiðinga. Að einn
maður getur dáið jyrir annan og
þannig frelsað liann frá dauða, myrkri
og synd. — Og í raun og veru er
oss fórnardauði Jesú eigi óskiljanlegri,
en fórnarlögmál lifsins og lífið sjálft.
Að Jesús frelsar oss með dauða sín-
um, frelsar alt mannkynið, er eigi
rof á neinum lögmálum, heldur full-
komnun þess fórnaranda er ríkir i