Bjarmi - 01.04.1929, Page 5
B J A R M I
73
eftirsóknarverðasta. Vjer sjálfír höfum
svo lítið að miðla öðrum — en
kraftur upprisunnar er svo mikill,
að það er hægt að sækja nóg af
krafti handa sjálfum oss og öðrum
— og ef vjer notum þenna kraft,
þá verðum vjer bornir uppi, fyltir
nýrri, himneskri gleði, og vjer finn-
um, að oss langar til að segja öðr-
um, hvar kraft og fjársjóð er að
fínna.
Mig langar til að tala við yður,
segja yður frá þessu. Ó. að jeg gæti
talað við einn og einn, að hver og
einn fengi nýjan páskakraft, og að
jeg yrði fyltur meiri djörfung og gleði
vegna páskatrúarinnar.
í sjálfum oss höfum vjer lítinn
mátt. Dagarnir bætast við, kraftar
þverra. En krafturinn mun sigra.
Lesum 15. kap. í I. Kor. — og sjá-
um lýsingu á þessum upprisukrafti.
Hvað gerir til, þó að líkamans tjald-
búð hrörni. Dauðinn er uppsvelgdur
í sigur. Sáð verður — og það ef til
vill innan skamms — forgengilegu,
en upprís óforgengilegt. Sáð er í
vansæmd, en upprís í vegsemd, sáð
er í veikleika, en upprís í styrkleika.
Hvílik páskadýrð, er dýrðarlíkam-
inn á fullkominn kraft hins eilífa
lífs á hinum mikla páskamorgni.
Leyfum nú þegar kraftinum frá hin-
um upprisna að streyma inn í hjarta
vort, svo vjer getum haldið gleðilega
páska. Amen.
íhngunnrvert. Nýir kaupeudur Bjarma
geta fengiö ókeypis mánaðardaga meö
biblíu-litmyndum, meöan nokkuð er eftir
af þeim hjá afgreiöslunni eöa útsölumönn-
um. — Peir hafa verið seldir á 2 kr. —
En þar sem nú eru 3 mánuðir liðnir af
árinu, geta allir eldri skuldlausir kaup-
endur Bjarma fengiö þá á 1 kr., og þeir
nýju ókeypis, um leið og þeir borga
árganginn.
Jakobína S. Sther.
Um 10 ára skeið vor kaupendur
Bjarma á Siglufirði 2 eða 3, og eng-
in von sögð til að þeim mundi fjölga.
Var mjer þá bent á að reynandi væri
að biðja frú Jakobínu Sther, ljós-
móður, fyrir blaðið, jeg gerði það, þótt
hún væri mjer ókunnug, og þá brá
Frú Jakobína S. Sther.
svo við að þeir urðu brátt yfir 30
kaupendurnir.
Síðan er mjer svo vel kunnugt um
frábæran dugnað hennar, að mjer
þótti mjög vænt um að sjá langa grein
um hana, eftir Ó. x G., í »19. júní« i
janúar s. 1. Er það sem hjer verður
sagt þaðan tekið.
Frú Jakobína er fædd að Ási á
Þelamörk árið 1867. Foreldra sína,
hjónin Jens Sther, danskan garð-
yrkjumann, og Rósu Sveinsdóttur,
misti hún ung, og ólst úr því upp
hjá Halldóri Stefánssyni á Hlöðum.
19 ára gömul varð hún Ijósmóðir í
Fnjóskadal, en árið 1890 var henni
veitt ljósmóðurstarfið í Siglufjarðar-
umdæmi, Hjeðinsfjörður, Siglunes og
Dalir fylgja, og eru þar afarervið