Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.11.1929, Page 8

Bjarmi - 01.11.1929, Page 8
196 BJARMl Haust. Bækur sendar Bjarma. Sumartiðin enduð er, að oss kviðinn vetrar fer, Drottinn blíði þökk sje þjer, þyrm nú lýði, biðjum vjer. Góðan vetur gef nú senn, gjör við betur þína menn, til vjer getum unnið, enn á þig setja von oss kenn. Bæn í hjarta hreyflr sig, hef jeg margt að biðja þig, veika kvarta veistu mig veran bjarta guðdómleg. Gef þá tið, sem gleður dátt, gef oss blíða suðurátt, gef þú lýðum geðið kátt, gef þjer hlýðum meður sátt. Gef í haginn hverja tíð hvað sem nægir þínum lýð oss þin vægi forsjón fríð þó föður agi höndin blið. Til þín hrjáðir vonum vjer, veik er dáðin, alt þú sjer. Eiiif náðin aldrei þver, eru ráðin nóg hjá þjer. Ó, jeg kvaka, Kristur minn, kross að baki fyrir þinn afmá sakar iðgjöldin að þjer tak vor málefnin. Oss þin græði ástsemin oss þin fæði miskunnin oss þín fræði alspekin oss þin klæði nálægðin. Víkjum inn á veturinn með vonarinnar friðskjöldinn að þin minnist miskunnin mildi þinnar heitorðiu. Gegnum tið og táradal trú því blíð og vonin skal, biðja um friðast fylgdarval og fagna prýði í dýrðarsal. Bergljót á Bergi. y>Presiafjelagsrilið<t, 11. ár 1929 flytur margar góðar og fróðlegar ritgerðir, þótt meir en lítil nýguðfræðisþoka sje yfir er- indi síra Jakobs Jónssonar á Norðfirði um »»Faðir vor« sem merki kirkjunnar#. Fyrsta erindið t. d. »Krafa kristindóms- ins um iðrun og afturhvarf«, eftir ritstjór- ann Sig. P. Sivertsen, er ágætt það, sem það nær, og væri óskandi að honum tæk- ist að gera þá kröfu að hjartansmáli prestsefnanna. Fræði Lúthers 400 ára, eftir sira Bjarna Jónsson og Kirkja Englands á 19. öld eftir Jón Helgason biskup, eru bæði mjög fróðleg erindi og læsileg, eins og ýms fleiri erindin. yyAndi hinna óbornu«, ritað af tveim starfsmönnum, þýtt af Svövu Pórhalls- dóttur. Margt er vel sagt í þessari bók um siðferðileg efni, en endurholdgunar- kenning, guðspekileg »meistaratrú« og indverskar siðareglur um mat og ónot til grundvailarskoðunar lútherskrar trúar um rjettlætingu af trúnni, munu valda, að góðu ráöleggingarnar njóta sin ekki sem skyldi hjá þeim, sem ella mundu liklegastir til að verða vinir bókarinnar. Bókin er of alvarleg Ijettúðinni og of kröfuhörð því »víðsýni«, sem gleypir við margorðum iýsingum af samförum karlaog kvenna i nýþýddum bókum eftir frú Maríu Stopes. Væri holt hr. E. M. »Strauma«-ritstjóra og öðrum aðdáendum þeirra bóka, að lesa með gaumgæfni kaflann um »iausn frá ástríðum« í þessari bók. Gjafir. Til Bjarma: Skaftfellingur 5 kr. Til presllaunasjóðsHólakirkju: Skipstjórí, Vestljörðum, afh. at H. G. vígslubiskup 50 kr., áheit 2 kr. frá R. B. Saurum. Til kristniboðs: Ó. S. Gaul. 6 kr., Seyð- firðinpi 20 kr., Árnesingi 20 kr., Skaflfell- ingi 15 kr., »við vetrarkomu« 5 kr. Til Elliheimilisins: Nokkiir safnaðar- fundarmenn 34 kr., 4 systkini (i Rvik og Vestm eyjum) til minningar um foreldra sína 200 kr. Til starfs heima fyrir: 112 kr. frá G. E. Chicago. Útgefandi: Sfgorbjörn Á. Gislason. Prntesmiðjan Gulenborg.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.