Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 15.11.1929, Side 8

Bjarmi - 15.11.1929, Side 8
204 BJARMÍ Ekki vill hr Kr. St. taka þetta aftur, seru best heföi verið fyrir hann sjálfan, en reynir aö nefna 2 dæmi sjer til stuðn- ings, bæði 2ja ára, svo vel hefir verið leitað. En tvisvar er ekki sama og »iðu- leHa«, pótt á báöum stöðutn hefði verið sagt aö »Straumamenn« »myndu eyða allri guðstrú í iandinu«. — En gallinn er sá, að pað er ekki einu sinni sagt i þess- um tilvitnuðu greinum, sem eru þó óvenju- lega harðorðar i peirra gaið, enda játar Kr. St. misminni sitt um aðra peirra. — Og um hitt dæmið ætti að vera nóg að benda á að »þeir rjetttrúuðu« hafa æði olt, fyr og síðar, talið Múhamedsmenn »vikapilta djöfulsins«, og þó eltki lalið þá vera að »utiýma allri guðstrú í landinu«, — svo óll er röksemdaleiðslan skökk og bjöguð. Pað er skiljanlegt að nýguðfræðingum sje ekki vel til Bjarma. Peir segja stund- um, að ef hann þagnaði, mundu þeir geta unnið í friði og ró að útbreiðslu skoðana sinna. — En hvað sem því iíður, bæta þeir ekki málstað sinn með því, að segja ósatt frá því, sem þar á að hafa staöið »iðulega«. — Pað fer ekki að verða til nems að neita því, að úr þvi hr Kr. St. vill ekkert taka aftur eða leiðrjetta, þá heftr hann gerst mjög sekur við 8. boðorðið. Hvaðanæfa, Heima. Óheillaspor stórt steig Pálmi Hann- esson nýi rektor mentaskólans er hann bolaði sira Friðrik Friðrikssyni frá kenslu kristinna fræða eða kirkjusögu í lær- dómsdeildinni.— Fyrst ætlaði hann að láta Einar Magnússon, ritstjóra »Strauma«, taka við þeirri kenslu í öllum skólanum, áður heflr E. M. verið »kristindómskennarinn« i neðri bekkjum skólans, og er það enn. Kennararnir risu gegn þeirri ráðstöfun, sögðu sem satt var að sr. Fr. Fr. væri hverjum manni hæfari og vinsælli við þá kenslu, en þá fann rektor nýtt ráð : að leggja þessa kenslu i efri bekkjunum alveg niður. — Mælist þessi árás gegn kenslu trúaðs manns og afburða kennara illa fyrir, enda þótt það sje alltítt bjá rússneskum valdhöfum, að svifta trúaða áhugamenn atvinnu, og reka þá i útlegð. J ó 1 a b 1 a ð i ð verður miklu stærra en vant er, og flytur meöal annars frjettir frá lútherska þinginu með fjölda mynda, ferðasögu um Norðurland, jólasögur o.fl, En það verður ekki sent þeim sem skulda 2 árgjöld eða fleiri. Úr líkræðu: »Prátt fyrir 35 ára veikindi konu sinnar var hjúskapar- trygðin jafnan hin sama. Pað var ólíkt sumum nýmóðins hjónaböndum, þar sem menn kvongast i ár og skilja að ári, ef nokkur smásnurða kemur á, snuiða sem vit og stilling gæti strokið af, ef gera mætti ráð fyrir að slikum lilutum væri þar fyrir að fara«. Erlendis Biblíufjelagið brelska fær árlega fjölda þakkarbrjefa úr ýmsum áttum fyrir starf sitt. í vor sem leið kom t. d. langt brjef frá Sadhu Sundar Singh, skrifað á Úidú. Hann segir þar: »Við lestur biblíunnar hefi jeg fundið ósegjanlega eilífa auðsuppsprettu, sem mig hafði aldrei lyr dreymt um og aldrei halði í huga mjer komið; og þegar jeg er nú að ilytja boðskap biblíunnar til annara og á hlutdeild með þeiru í hon- um, þá fara hlessandi áhrif hennar si- vaxandi fyrir bæði sjálfan mig og þá . . . Hefði jeg ekki þekt þessa bók, er Drott- inn gaf, hvernig hefói jeg þá átt að fá vitneskju um takmai kalausan kærleika Iirists, er opinberaður var á krossinum . . . Jafnan verð jeg þakklátur Bretska og erlenda bibliufjelaginu, er þýddi biblíuna og gerði mjer fært að eignast þenna fjársjóð á móðurmáli mínu. Diott- inn gefl að þeir verði miklu fleiri, er iíkt og jeg þyggja eilifa iifið frá lifandi frelsara, við iestur þessarar dýrmætu bókar«. Sadhu Sundar Singh fór um miðjan april sl. kristniboðsferð til Tíbet, og bjóst við að verða burtu um 3 mánuði. En þar eð hann kom ekki aftur og engar fregnir bárust af honum, fóru 2 vinir hans og leituðu hans i mánuð. Komu þeir aftur seint í ágúst og höfðu hvergi til hans spurst. — Er búist við að hann hafi látist einhvers- staðar í Tíbet. — Brjef frá nánum vinum hans um þessa sióustu för koma í jóla- blaðinu. Til presllaunasjóðs Slrandarkirkju: P. G. áheit 15 kr., kona í Wancouwer 22,50, Skaftfellingur 5 kr., kona í Pingeyjarsýslu 15 kr. Útgefandi: Slgnrbjörn A. Gíslason. Preutsmiðjau Outeuberg.

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.