Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1931, Síða 2

Bjarmi - 01.10.1931, Síða 2
146 BJ ARMI - En rættust þessar vonir? — Jeg verö að gjöra þá játningu, að í þessum efnum hafa mínar vonir oft brugðist. — Margt kemur til greina, sem gjörir það ofur skilj- an,legt, að slíkar vonir rætast ekki. tít- þráin er rík hjá æskunni. Flestir ungling- ar fara eftir fermingu á einhvern skóla til framhaldsnáms. Par birtast nýjar hug- sjónir, ný viðfangsefni. Kirkjan er ekki framar eina stofnunin, sem litið er upp til og elskuð. Jeg veit til þess, að í sumum skólum vorum er lítið að því gjört frá hendi kennara, að efla í huga æskunnar ást og virðingu til kirkju Krists. En von- andi breytist það til hins betra, eftir því sem sveitaskólunum fjölgar með andlega mentuðum mönnum að skólastjórum. Pá fer jeg að minnast á þá hreyfingu æskulýðsins, sem jeg vildi sjerstaklega vekja athygli á hjer í dag; það er ung'- mennafjelagshreyfingin. Ungmennafjelögin er sú sterkasta æsku- lýðshreyfing, sem farið hefir yfir land vort nú á síðari árum. I mörgum íslensk- um sveitum, sem jeg þekki til, er.u ung- mennafjelög starfandi. Hjer er það æskan sjálf, sem starfar og starfrækir. Ekkert væri kirkju Krists ákjósanleg'ra en að sem ríkast samstarf væri á milli þess fjelags- skapar og kirkjunnar. Jeg' hefi því miður ekki lög neins ungmennafjelags við hend- ina, en mig minnir, að eitt hlutverk, sem ungmennafjelög alment hafa tekið upp í stefnuskrá sína, sje að eíla kristilega menningu. Þetta hlýtur líka að geta sam- rýmst þeim anda, sem þessi þjóðholli fje- lagsskapur starfar eftir. Jeg get ekki hugs- að mjer að sú æska, sem nýlega hefir geng- ist Kristi áhönd við ferming, sje andvíg því, að víg'ja hinn unga fjelagsskap sinn helgandi áhrifum hans og starfa í sam- ræmi við kirkj.una að því að efla kristilega og kirkjulega menningu. -— Mjer skilst að á þessum vettvangi gætu mætst hinar björtu vonir æskunnar og' Krists trúar. Kristur mundi gefa æskunni ís- lensku, sem helgaði honum krafta sína, • trúar og kærleiksþrótt í orði og starfi. — Hjer gæti orðið hið fegursta samstarf æskunni og kirkjunni til ómetanlegrar blessunar. En hvernig hefir þetta samstarf tekist? Hafa ungmennafjelögin orðið kirkjunni hliðholl, hafa þau tekið sjer fyrir hendur að vinna að bættri kirkjusókn, bættum kirkjusöng, verið prestinum samtaka í því að efla kirkjulega og kristilega menningu, pieð því að bjóða honum að halda uppi kristilegri fræðslu og örfað unglinga, sem fyrir utan fjelagsskapinn standa, til þess að sýna kirkju Krists fylstu vinsemd og virðingu? Mjer virðist að hjer gæti samstarf orðið á svo marga lund, er hvorttveggja aðila gæti orðið til andlegrar blessunar og.þjóð vorri í heild til vegs og gengis. - Jeg vil í þessu sambandi minna yður - háttvirtu tillieyrendur — á byrj.unarorð- in í Jóh. 15. kap.: »Jeg er hinn sanni vín- viður og faðir minn er vínyrkinn. En hverja grein á mjer, er ekki ber ávöxt, sníður hann af, og sjerhverja þá, sem ber ávöxt, hreinsar hann til þess að hún beri meiri ávöxt«. - Mjer virðist að þessi orð Krists falli svo vel í umtalsefni mitt. -— Er nokkurt starf dýrðlegra föður og móð- ur og presti, en að segja saklausri barns- sálu frá Kristi og' verða þess áskynja, að hin unga grein er að smávaxa með bless- andi áhrifum hinnar dýrðlegu náðar? Er ekki fagnaðarhrifning í föður og móður- sálinni, er þau heyra barnið sitt játa hinni góðu játningu og vígjast Kristi? Hvað er ákjósanlegra en að greinin haldi sífelt áfram að vaxa út frá stofninum í órofa kærleiks og hlýðnissamfjelagi? Hugsum oss hvað ungmennafjelagsskapur, sem hjeldi áfram að hafa svipuð áhrif á æsk- .una eins og trúaðir foreldar og trúaður prestur hefir haft eftir ferminguna gæti

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.