Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.10.1931, Qupperneq 9

Bjarmi - 01.10.1931, Qupperneq 9
R J A R M I 153 gamall kastali, sem nú er heldur hrörleg- ur, en var áður fyr notaður af Austurrík- ismönnum, til þess að halda Ungverjum í skefjum. Pegar komið er niður af hæðinni, þá kemur maður strax að Dóná. Hún er svo sem kunnugt er ein af stærstu ám Evrópu og er í rauninn lífæð margra landa, og þá ekki síst Ungverjalands. En heldur er hún nú orðin skollit, þegar hún rennur gegnum Budapest, enda ekki undarlegt, því að hún er þá búin að taka við frá- rensli margra borga. Það er því naumast hægt að segja að það sje fýsilegt að synda í henni, en þó sjer maður gert talsvert að því. — Yfir'brúna liggja 4 brýr, hver ann- ari fegurri og stórkostlegri. Frægust er þó talin hengibrúin (die Széchenyi-Ketten- brucke), sem kend er við Stefán Széchenyi greifa, sem átti ppptökin að byggingu hennar. Brúin var bygð á árunum 1838— 1848, og er nú talin ein af fegurstu brúm Evrópu. I þá daga var erfiðara að byggja brýr heldur en nú, enda var svo mælt, að erfiðleikarnir hafi verið svo miklir, að greifinn misti vitið yfir því. Upp af brú- arsporðinum í Buda er 350 m. löng jarð- göng undir hæðinni, sem konungshöllin stendur á. Er þægilegt að ganga þar í svalanum, þegar hitinn er of mikill á sumrin, 'en það er ekki svo sjaldan í Budapest. Á vinstri árbakkanum, í Pest, eru einnig mörg skrautleg hús. Sum þeirra eru að- eins íbúðarhús, og það ekki eingöngu fyrir »auðkýfinga«, heldur eru þar einnig leigu- hús. En svo skrautleg eru þau að utan, að manni liggur nær að halda að þau sjeu opinberar byggingar, en svo er nú ekki. Par eru einnig mörg hótel, hvert öðru betra — og dýrara. En ein bygging er þar þó, sem ber af öllum öðrum byggingum í Budapest og talin ein skrautlegasta bygg- ing í allri Evrópu. Það er þinghúsið. Pað stendur alveg niðri við fljótið og nýtur sín því prýðilega. Pað er bygt í ný-gotneskum stíl, er 265 m. að lengd og 123 m. að breidd, og hið risavaxna hvolfþak þess er 96 m. hátt. Hjer er því miður ekki rúm til að lýsa byggingunni nánar, því að það er ekki fljótgert. En það er sama máli að gegna með þessa voldugu byggingu og borgina sjálfa, að hún er eins og of stórt höfuð á of litlum búk. Pað finna Ungverjar ekki síð- ur en útlendingar. Fulltrúafjöldi þingsins nú er ekki nema lítill hluti af því, sem áður var, og það er því hálfeyðilegt í hinum stór.u þingsölum, jafnvel þegar allir þing- menn eru viðstaddir. Iiúsið hefir einnig að geyma mörg stórkostleg listaverk, sem þó er ekki rúm til að tala um nánar hjer. Þess má þó geta ekki síst vegna þess. að Ungverjar mundu verða sárastir, ef því væri slept —, að í veitingasal þing- manna, sem snýr út að íljótinu, eru mál- verk af 7 eða 8 göml.um ungv. riddaraborg- um — en nú er aðeins ein eftir í Ungverja- landi, hinar hafa nágrannaþjóðirnar tekið. Frh. Bækur. Frá bókforlagi Evangelisku Fosterlands- Stiftelsen í Stokkhólmi hefir Bjarina borist: 1. Jubileumsskrift í 2 stórum bindum, alls 730 bls. í stóru broti; kostar 14 kr. sænskar alls ób. 2. Stigen clii gdtt, ræóur og erindi, er flutt voru á 75 ára afmæli fjelagsins 17. —21. júní s.l. Evangeliska Fosterlandsstiftelsen er langöflugasta trúboðsfjelag Svía og ailra Noróurlanda. Þaó rekur jöfnum höndum heimatrúboó, kristniboó í Afríku og á Ind- landi og sjómannatrúboó í fjölmörgum er-

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.