Bjarmi - 01.10.1931, Qupperneq 14
158
BJARMI
Aðalfundur Frístafjelap Vestfjarða.
Aðalfundur Prestafjelags Vestfjarða.
Ár 1931, miðvikudaginn 2. sept., kom
Prestafjelag Vestfjarða saman á Stað í
Steingrímsfirði til að halda aðalfund sinn,
sem er 4. fundur þess. Fundurinn hófst
með guðsþjónustu í kirkjunni kl. 12,30 e.
m. Sr. Helgi Konráðsson prjedikaði og
lagði út af Gal. 4, 4—7. en sr. Sigurgeir
Sigurðsson þjónaði fyrir altari. Allir prest-
arnir, sem voru mættir, gengu til altaris,
en þeir voru þessir:
Stjórn fjelagsins:
Form. sr. Sigurg. Sigurðsson próf. Isaf.,
sr. Böðvar Bjarnason Rafnseyri,
sr. Ilalldór Kolbeins Stað í Súgandaf.,
og auk þeirra:
sr. Sigtr. Guðlaugsson prófastur Núpi,
sr. Jón Brandsson prófastur Kollafj.n.,
sr. Sveinn Guðmundsson Árnesi,
sr. Jón N. Jóhannesson pastor loci,
sr. Þorsteinn Jóhannesson Vatnsfirði,
sr. Helgi Konráðsson Bíldudal.
Að lokinni guðsþjónustu flutti formað-
ur erindi í kirkjunni, þar sem hann beindi
þeirri ósk til viðstadds safnaðar og um
leið til safnaða yfirleitt, að starfa betur
en hingað til með prestum sínum að kirkju-
og kristindómsmálum. Þörfin væri senni-
lega meiri nú en nokkru sinni fyr, þar sem
erfiðleikar í kirkjumálum fara vaxandi og
andúð gegn kristindómi eykst. Mundi vafa-
laust mega bæta úr þessu með meira sam-
starfi presta og safnaða, fegurri kirkju-
húsum, o. fl.
Gunnlaugur Magnússon, sóknarnefndar-
formaður, ávarpaði fundarmenn nokkraum
orðum á eftir og þakkaði þeim fyrir kom-
una.
Fundur fjelagsins hófst síðan í kirkjunni
kl. 5 e. m. Setti formaður fundinn og stýrði
honum. Var þá gengið til dagskrár:
1. Formaður las upp endurskoðaðan
reikning Lindarinnar og skýrði frá hag
ritsins.
2. Prestaskifti. Svohljóðandi tillaga var
samþykt í einu hljóði: »Fundurinn telur
æskilegt að prestar messi hver hjá öðrum
og felur próföstum að beita sjer fyrir
framkvæmdum þess meðal prestanna«.
3. Svohljóðandi símskeyti barst á fund-
inn: »Formaður Prestafjelags Vestfjarða,
Stað í Steingrímsfirði. — Stjórn Prestafje-
lags Islands sendir fundinum kveðju og
biður Guð að blessa gróanda og samhug í
kirkjulífi Vestfjarða. Sigurður Sívertsen«.
Eftir að formaður hafði lesið upp þetta
símskeyti, fór hann nokkrum orðum um,
hve mikilsvarðandi okkur væri samhugur
og skilningur formanns Prestafjelags Is-
lands, prófessors Sigurður Sívertsen, og
bað fundarmenn að standa upp í virðing-
arskyni við hann, sem og var gert.
4. Kristindómsfræðsla. Málshefjandi sr.
Halldór Kolbeins. Taldi hann æskilegt að
prestar hefðu á hendi kristindómsfræðslu
í skólum, þó að til þess þyrfti að fjölga
prestum, sem óhjákvæmilegt yrði a. m. k.
í stærri kaupstöðum. Kristindómsfræðslan
væri ekki fullnægjandi, sem sögulegt nám
að eins, heldur einnig trúfræðilegt og sið-
ferðilegt. Um kensluaðferð var hann mót-
fallinn þululærdómi, en hjelt fram mikil-
vægi endurtekningar þess, sem fegurst er
og best.
Sr. Sigurgeir Sigurðsson tók í sama
strenginn og frummælandi og gat þess enn-
fremur hve æskilegt það væri að samein-
að væri í framtíðinni prestssetursbygging-
ar og heimavistarskólar fyrir börn í sveit-
um landsins, svo að prestar gætu haft
fræðslustörf á hendi. Fleiri tóku til máls
og snerust umræður um þessar þrjár
spurningar frummælanda: Hver á að
kenna? og hvernig á að kenna? Sr. Sig-
tryggur Guðlaugsson bætti við þesari spurn-
ingu: Hvenær á að byrja að kenna barn-
inu kristinfræði? Taldi hann að það yrði