Bjarmi - 01.10.1931, Page 15
BJARMI
159
aldrei of snemma byrjað, en þó væri nám-
ið þýðirxgarmest, er þarnið væri komið um
og yfir fermingaraldur, þar af leiðandi
væri aldrei rjett að sækja um fermingar-
leyfi fyrir ófullaldra börn. Sr. Halldór
Kolbeins kom fram með svohljóðandi til-
lögu er samþykt var í einu hljóði:
»Fundurinn skorar á kenslumálastjórn
landsins að hlutast til um það, að kristin-
fræði sjeu kend í öllum þeim skólum, sem
njóta opinbers styrks og sjá um að hæfar
kenslubækur verði gefnar út á íslensku í
kristinfræðum«.
5. Um kirkjurækni flutti sr. Jón Brands-
son erindi, og spunnust út af því umræð-
ur. Sr. Sigurgeir Sigurðsson benti á að
prestar ættu jafnyel ekki að gjöra messu-
fall þótt enginn kæmi til kirkju. Sr. Hall-
dór Kolbeins skýrði írá, að hann hefði þeg-
ar tekið upp þann sið að messa ávalt, ef
hann hefði auglýst messu. I sambandi við
þetta var kosin nefnd til þess að gera til-
logur um helgisiðamálið og leggja fyrir
fundinn næsta dag'. I nefndina var stjórn
fjelagsins kosin.
6. Sálmabókarmálið. Sr. Sveinn Guð-
mundsson flutti inngangserindi um málið.
Svohljóðandi tillaga kom fram:
»Fundurinn skorar á kirkjustjórn Is-
lands að vinda sem bráðastan bug að end-
urskoðun sálmabókarinnar«. — Till. bor-
in undir atkv. og- samþ. með 6 atkv. gegn 3,
sem aðeins óska viðbætis við núverandi
sálmabók.
Var því næst fundi frestað til næsta
dags.
Fimtudaginn 3. sept. hófst fundur að
nýj.u kl. 8. f. m. með því að sunginn var
sálmurinn: »Þann signaða dag vjer sjáum
enn«. Form. las upp Ef. 3, 14.—21. og
flutti bæn.
Var þá tekið fyrir:
7. Handbókarmálið. Form. flutti inn-
gangserindi og kom með svohljóðandi til-
lögu: »Fundur Prestafjelag-s Vestfjarða
telur æskilegt, 1) að textaröðum verði
fjölgað og pistlar og kollektur verði end-
urskoðuð og endursamin og að meiri fjöl-
breytni komi í g,uðsþjónustuformið, eftir
því hvenær guðsþjónusta er flutt, og' 2) að
sjerstakt ritual verði samið fyrir guðs-
þjónustur þær, sem presturinn einn eða
með örfáum safnaðarmeðlimum gengur í
kirkju til guðsþjónustu eða fyrirbænar
fyrir söfnuði.
Tillagan var borin undir atkv. í tvennu
lagi, og var fyrri liður hennar samþyktur
með 9 atkv. og sá síðari með 8 atkv.
Þá skýrði sr. Böðvar Bjarnason frá
ýmsum breytingartillögum, sem hann hef-
ir gert við ýms atriði helgisiðabókarinnar
og sem hann ætlar sjer að senda nefnd
þeirri, sem fjallar um breytingar á helgi-
siðum kirkjunnar, kosinni af synodus. —
Svohljóðandi tillaga var borin fram:
»Fundur Prestafjelag's Vestfjarða beinir
þeirri áskor.un til helgisiðabókarnefndar-
innar, að hún taki til rækilegrar yfirveg-
unar breytingartill. sr. Böðvars Bjarna-
sonar, Rafnseyri, og' telur þær yfirleitt
stefna í rjetta átt«. — Tillagan var borin
undir atkvæði og- samþykt í einu hljóði.
8. Fundurinn samþykti í einu hljóði að
senda svohljóðandi símskeyti:
»Formaður Prestafjelags Islands, vígslu-
biskup Sigurður Sívertsen, Reykjavík. —
Prestafjelag Vestfjarða þakkar yður, há-
æruverðugi hr. vígslubiskup, fyrir hlýja
kveðju og árnaðaróskir frá yður og' Presta-
fjelagi Islands og óskar yður heilla og
blessunar í framtíðarstarfi yðar fyrir
kirkju og kristindómsmál með þjóð vorri.
Sigurgeir Sigurðsson«.
9. Stjórnarkosning. Stjórnin var end-
urkosin í einu hljóði. 1 varastjórn til eins
árs voru kosnir sr. Sigtryggur Guðlaugs-
son og sr. Helg'i Konráðsson.
10. Endurskoðandi var kosinn til eins
árs sr. Páll Sigurðsson.
Niðurlag,