Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.10.1931, Page 16

Bjarmi - 01.10.1931, Page 16
160 B J ARMI Til vina Bjarma. Pað er sárt að þurfa að segja yður það, sem sýnt hafið Bjarma'fórnfúsa trúfesti mörg ár og sumir áratugi, að blaðiö verður að hætta, ef það íær ekki það, sem úskrifendur skulda því eða þn allstóran hóp nýrra, skilvísra kaupenda. Vafalaust þættu það góð tíðindi sumslaðar, »að Bjarmi væri hættur«, en þeir skifla mörgum hundruöum, sem þættu þaö alt annað en góð tíð- indi, og þar á meðal ýmsum, sem vanrækja að borga blaöið, gleyma því af þvi að þeir hafa vanist að fá stjórnmálablöð ókeypis. Hvernig sem á því stendur hefir tvö undanfarandi ár borgast mikið minna fyrir blaðið en ella, án þess þó að kaupenda tala hafi verulega minkað, og hefir ritstjóri Jivi orðið að gefa nokkur hundruð krónur fyrir að fá að skrifa blaðið! Nú er kreppan að byrja og þá bersýnilegt, að annaðhvort verða áhugasamir vinir blaðsins að leggja fram kraffa sína i fjelagi, eða kveðja þetta trúmálablað alveg og sætta sig við að hafa ekkert málgagn, sem tekur að sjer hlutverk Bjarma. Jeg trúi því ekki fyr en jeg má til, að þeir kjósi það úrræði. Þeim mun ljóst, að aldrei er fremur ástæða til að starfa að kristindóms- málum, en þegar ýmiskonar neyð steðjar að. Jeg er ekki að mælast til gjafa til blaðsins, en jeg mælist til fullrar skilvísi allra kaupenda þess og vinsamlegs samstarfs við vini þess. Þaö samstarf gæti t. d. verið á þessa leið: Áhugasamir trúmenn gjöri sjer far um að ú!t- vega nýja kaupendur, og kaupi sjálfir blaðið handa fátækum og sjúklingum. Kristileg fjelög taka til umræðu, hvað þau geti gjört blaðinu til stuðnings og útbreiðslu. Hver einasti kaupandi gjörir sjer að reglu að borga blaðið árlega fyrir fardaga. Hins vegar býðst útgefandi til að gefa öllum gömlum kaupendum, sem borga næsta árgang fyrirfram eða í siðasta lagi i febrúar í vetur, eitt af þrennu: Dagatal fyrir 1932 með litmyndum og ritningarorðum, eða bókina Vitranir eftir Sundar Singh, eða bókina Páll Kanamori, postuli Japana (kostar hvert annars 1,50). Burðargjald, 25 aurar í frimerkjum, fylgi um leið, ef senda þarf í pósti. Nýir kaupendur, er borga árg. 1932 fyrir 1. mars n. k., geta fengið stærri bók gefins, sem sje I skóla trúarinnar, minningarritið um ólafíu Jó- hannsdóttur, en bæta þá 50 aurum við, ef senda þarf i pósti. -— Hún kostar annars 3 kr. 50 aura. Fjelög eða einstaklingar, sem kaupa fleiri en 3 eintök til útbreiðslu, geta fengið hvert eintak á 4 kr., ef þeir fremur kjósa en kaupbætir. IHns yegar verður Jólablað Bjarma um 50 bis. með mörgum myndum og sögum ekki sent skuldugum kaupendum íyr en þeir borga. íhugið þetta og látið nú sannast, að þjer viljið láta Bjarma halda áfram. S. Á. <j! ísluson. ---------------- Aiþjóðajttiig' li. P. V. M. var hfið síöustu viku í Júlí s.l. I Toronto 1 Canada. Sóttu þangað 1400 fulltrúar úr 47 löndum — þó enginn væri frá íslandi —. Voru fundahöldin flest í tvennu lagi, lalað i öðrum staönum um starfið meðal ungra manna (18—25 ára), en á hinum staðnum meðal »drengjanna«, yngri en 18 ára. Eðlilega er margt ólíkt um starfsaðferðir og leiðtoga I slíku al- þjóðafjelagi, en þingin eru til þess ætluð að menn kynnist og læri hverjir af öðrum. Siinnudugaskólaþiilg fyrir Norðurálfu var hald- ið í Budapest 11. 16. ág. í sumar. Fáeinir full- trúar komu úr öðrum álfum, en alls voru erlendir fuiltrúar þessir, aö því er ungversk blöð herma: Frá Algier 1, Austurríki 8, Belgíu 1, Búlgaríu 24, Ceckoslovakíu 16, Danmörku 6, Eistlandi 7, Finn- landi 13, Frakklandi 2, Grikklandi 1, Hollandi 4, íslandi 1, Italíu 5, Júgóslavíu 22, Lettlandi 10, Norvegi 19, Palestínu 1, Póllandi 4, Rúmeniu 16, Stórabretlandi 20, Sviþjðð 16, Sýrlandi 1 og Þýskalandi 25. Eini fulltrúinn frá islandi var Valgeir Skagfjörð guðfræðiskandídat, sendur þangað af sunnudagaskólanum í Rvík. Hann sótti auk þess um leið kristilega fundi í Danmörku og Noregi og mun segja les. Bjarma frá þeim. Sjóiiianiiustofu hafði Jóhannes Sigurðsson á Siglufirði í sumar, eins og tvö undanfarin sumur. Hún var opin 9 vikur, og komu þar um 1700 gestir, er skrifuðu um 1250 brjef í stofunni. Síðdegis á sunnudögum hafði Jóhannes samkom- ur i kirkjunni á Siglufirði. - Bæjarstjórn Siglu- fjarðar styrkti þetta starf, enda er það haria vin- sælt og nauðsynlegt. Eðlilegast væri að sóknarnefndir hefðu sjó- mannastofu 1 öllum þeim kaupstöðum, þar sem margt er heimilislausra sjómanna einhvern hluta árs. útgefandi: Slgurbjörn Á. Gíslason. P»-entsmiðja Jóns Helgasonar.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.