Bjarmi - 01.11.1932, Blaðsíða 10
170
BJARMI
efnum og ástæðum. En Æskulýðshjálp-
inni er það full-ljóst, að hún fær ekki
hjálpað öllum þessum 20 þúsundum at-
vinnulausra ungmenna. Hún vill aðeins
leggja fram sinn skerf og sýna í verk-
inu, að norska kirkjan er ekki afskifta-
laus um þessi vandamál.
Víða hafa verið gerðar tilraunir og kom-
ið á fót fyrirtækjum, þótt þetta sje allt
í byrjun enn. Helst eru það einhver nám-
skeið; á einstaka stað hefir verið kom-
ið upp smá-verksmiðju. Svo er t. d. í Nar-
vik í Tromsfylki. Eru þar unnir ýmsir
smámunir úr trje; 80 ungmenni hafa kom-
ist þar að vinnu. Æskulýðshjálpin hefir
veitt lán til vjelakaupa og góðir menn
ókeypis húsrúm.
Æskulýðshjápin sjer um að koma mun-
um út og verslanir taka þá góðfúslega
til sölu, eða smiðifnir reyna að selja þá
sjálfir. Er það augljóst, að menn vilja
hlynna að Æskulýðshjálpinni, svo hún
geti orðið til sem mestra heilla fyrir land
og lýð.
Þá skal lítilsháttar vikið að kristilegu
æskulýðsskólunum, sem orðnir eru einn
meginþátturinn í hinni kristilegu æsku-
lýðsstarfsemi í Noregi. Jeg minnist fyrst
á stofnun kristilega æskulýðsskólans í
Troms-fylki.
Norður-Noregur eða Hálogaland er á
stærð við Island og skiftist í 3 fylki; er
Troms minst þeirra og liggur á milli
hinna tveggja og töluvert norðar en Is-
land. Þó er loftslag og lifnaðarhættir mjög
svipaðir og á Islandi, sömuleiðis íbúatala
og efnahagui' almennings. Það er tung-
an ein sem skilur.
Lengi hafði vakað fyrir áhugasömum
kristnum mönnum í Troms, að reyna að
mynda samtök og koma kristilegum æsku-
lýðsskóla á laggirnar. Mikið .hafði verið
um það rætt á ýmsum fundum þeirra, og
á endanum var samþykt og bókað, að
þessi hugsun væri með öllu ókleif, kostn-
aðarins vegna. Nú liðu nokkur ár, þangað
til vorkvöld. eitt 1915.
I iðgrænu skógarrjóðri hjá merkum
fræðslumálamanni í Troms sátu nokkrir
menn.og skeggræddu, og talið barst að
heill og framtíð æskulýðsins. Þeim var
öllum ljóst, hver nauðsyn væri á, að fylk-
ið eignaðist kristilegan æskulýðsskóla, en
jafnframt vissu þeir, hve fáir og smáir
áhugamennirnir voru, til að geta komið
hugsjóninni í verk. Og meðan þeir sátu
þarna, kom andi bænarinnar yfir þá alla;
þeir gátu samhuga falið Guði þetta mál,
og er þeir skildu, fundu þeir ósjálfrátt
á sjer, að nú væri eitthvað í aðsígi.
Um sumarið hjelt heimtrúboðið fjöl-
ment þing, að venju, fyrir fylkið. Þar
var skólamálinu hreyft og fjellu að því
mjög hlý orð og heitar óskir, en nú sat
ekki við það,. eins og svo oft áður, held-
u,r var samþykt, að ganga að verkinu og
stofna skólann. Kínasambandið, K.F.U.M.
og K. í Troms hjeldu einnig fundi sömu
dagana og ræddu skólamálið hvert um
sig og gerðu sömu samþykt. Ekkert fje-
laganna vissi þó um 4gerðir hinna, og sýn-
ir það, hve einhuga menn voru um þetta
máh Nú var í skyndi valin nefnd manna,
til að koma skólanum á fót og var hún
að mestu skipuð kennurum. Yiku siðar
gat nefnd þessi sent út áskorun til aimenn-
ings í Troms, þar sem skýrt var frá, að
nú ætti að stofna kristilegan æskulýðs-
skóla og ef nægilegt fje kæmi á skömm-
um tíma, mundi hann geta tekið til starfa
veturinn eftir. Þó einstaka menn hefðu
litla trú á þessuv var áskorun þessari al-
ment vel tekið um. alt fylkið og vakti mikla
hreyfingu. Forgöngumennirnir lágu ekki á
liði sínu. Þegar um haustið fóru þeir að
gefa út blað, sem þeir kölluðu: »Bið og
starfa«, og kemur þaö út enn. Einkunn-
arorð blaðsins voru, Neh. 4, 19.: »Verkið
er stórt og umfangsmikið og vjer erum
tvístraðir á múrnum, langt í burtu hver