Bjarmi - 01.11.1932, Side 2
162
BJARMI
næðisstunda með Jesú, þá færðu jólagjaf-
ir, sem endast þjer út yfir landamæri
jarðlífsins.
í þessu er kærleikurinn.
»Svo elslcaði Guð heiminn, að hann gaf
son sinn eingetinn —«. Önnur skiljanleg
ástæða finst ekki fyrir því, að sonur Guðs
skyldi yfirgefa heimkynni fullkomleikans
og íklæðast veikleika okkar. Mennirnir
höfðu vissulega ekki unnið til þess, eins
og best verður sjeð af viðtökunum. sem
hann fjekk, og af þeim kjörurn er söfn-
uður hans á við að búa um víða veröld.
Jeg les svo aldrei Jóh. 3„ 16. að jeg
ekki minnist tveggja ritningarstaða ann-
ara„ nfl. Róm. 5, 8.: »En Guð auðsýnir
kærleika sinn til vor, þar sem Kristur er
fyrir oss dáinn, meðan vjer enn vorum
í syndum vorum.« Og I. Jóh. 4, 9—10: »í
því birtist kærleikur Guðs meðal vor, að
Guð hefir sent sinn eingetinn son í heim-
inn til þess að vjer skyldum lifa fyrir
hann. 1 þessu er kærleikurinn, ekki að
vjer elskuðum Guð, heldur aö hann elsk-
aði oss og sendi son sinn til að vera frið-
þæging fyrir syndir vorar.«
Kærleikur Guðs gat ekki birst rneð á-
j)reifanlegra móti, en í persónu og lífi
Jesú Krists. Einstöku góðverka hans er
getið í guðspjöllunum, ómögulegt var þó
að {>au yrðu talin. En við vitum »hversu
hann gekk um kring,, gjörði gott og græddi
alla, sem af djöflinum voru undirokaðir,
því að Guð var með honum.« Og við vit-
um að hann sagði: »Komið til mín allir
Jrjer,, sem erfiði og þunga eruð hlaðnir,
— þann sem til mín kemur mun jeg alls
ekki burt reka.«
Við eigum flest öll svo erfitt með að
trúa öðrum fyrir vandamálum okkar, að
nánustu vinir okkar eru þar engin und-
antekning. En til eru ótal dauni þass, að
þeim sem kynni höfðu af Frelsaranum,
fanst eðlilegt. að snúa sjer til hans er
í harðbakkann sló, og leita lirræða hjá
honum. Það var eitthvað það í fari hans.
Hann skorti hvorki hlýleik nje skilning
og var þar að auki svo úrræðagóður, að illa
fór fyrir öllum,, sem ekki hlýddu ráðum
hans.
Það er enskt máltæki að »a friend in
need, is a friend in deed,« þ. e. sannvin-
ur er sá, sem best reynist er í raunir
rekur. En það má með sanni segja um
Jesús, eru ótal dæmi þess, en hjer skulu
tilfærð aðeins tvö eða þrjú. —
Eitt sinn leitaði ungur maður á fund
Jesú og bar áhyggjuefni sín undir hann!
»En Jesús horfði á hann og fór að þykja
vænt um hann.« Hve ólíkt okkur, sem eng-
in óþægindi viljum hafa af erfiðleikum
annara. — Jesús táraðist er hann stóð við
gröf Lasarusar, og Gyðingarnir sögðu:
Sjá, hve hann hefir elskað hann! Orðin
í Jesaja 63„ 9 lýsa best því, hvernig Jesús
rayndist vinum sínum: »Ávalt þegar þeir
voru í nauðum staddir, kendi hann nauða.«
I 8. kap. Jóhannesarguðspjalls er sagt
frá átakanlegum og dramtískum viðburði
úr æfisögu Jesú, í fáum en skýrum drátt-
um. Fræðimenn og Farisear koma með
konuy sem staðin hafði verið að hórdómi,
og leiða hana fram og segja við hann:
Meistari kona þessi er beinlínis staðin að
])vi að drýgja hór. Móse hefir nú boðið
oss í lögmálinu, að slíkar konur skuli
grýta; hvað segir þú nú um hana? En
þetta sögðu þeir til að freista hans, til þess
að j>eir hefðu eitthvað að ákæra hann
fyrir. — Jesús sagði við þá: Sá yðar, sem
syndlaus er, kasti fyrstur steini á hana.
En er þeir heyrðu, þetta gengu þeir burt
hver eftir annan. En Jesús segir við kon-
una: Jeg sakfelli þig ekki heldur. Far þú,
syndga ekki upp frá þessu!
Að því kemur, kæri tilheyrandi, fyr eða