Bjarmi - 01.11.1932, Blaðsíða 11
B JARMI
171
frá öðrum. Þar sem þjier heyrið lúður-
hljóminn, þangað skuluð þjer safnast til
vor. Guð vor mun berjast fyrir oss.« Hug-
sjón þeirra var að safna hinum dreifðu
kröftum um skólastofnunina. Þeir minna
á miljarðana, sem ófriðarlöndin voru. að
sóa í niðurrif, eyðilegging og dauða, og
spyrja svo: Hverju viljum vjer fórna til
heilla og blessunar æsku vorri? Bænirn-
ar og starfið varð ekki árangurslaust. Það
fóru að koma gjafir til fyrirheitna barns-
ins, bæði ríkir og' fátækir sýndu frábæra
fórnfýsi og samhug og margur gaf af
litlu. Einn þeirra sem gengust fyrir fjár-
söfnun kom á bæ til fremur fátækra
hjóna. Þar höfðu. nýlega orðið skemdir á
húsum sökum hvassviðris, og nam skað-
inn hundruðum króna. Þar var og' nýaf-
staðin jarðarför og langvarandi veikindi
með miklum tilkostnaði; en er þau heyrðu
að stofna ætti kristilegan æskulýðsskóla,
g'áfu þau með gleði síðasta fimm krónu
seðillinn, sem þau áttu.
Það var safnað mikið fje um veturinn
og um vorið var tekið til óspiltra mál-
anna við smíðarnar, svo að skólinn gat
tekið til starf'a um haustið eins og áæt’-
að var. Umsækjendur voru 100, en aðeins
63 gátu komist að og fyrirtæki þetta varð
til að ýta undir aðra skólastofnun í Troms,
sem lengi hafði verið á döfinni, en aldrei
komist í framkvæmd og' var það lýðhá-
skóli. En þegar búið vai' að koma honum
upp,, fóru að heyrast ýmsar raddir, um að
óþarft væri að halda uppi hinum kristi-
lega æskulýðsskóla og' veita honum opin-
beran styrk. En hann átti meiri ítök en
svo að hæg't væri að leggja hann niður,
og' það sem vantað hefir á opinbera styrk-
inn hefir altaf bæst upp með gjöfum.
Skólinn hefir nú starfað í 16 ár og út-
skrifað 1300 nemendur. Er þeim öllum
mjög hlýtt til skólans síns og halda .þar
nemendamót á hverju sumri. Þeir hafa
einnig fjelag með sjer, sem vill slá hring
um skólann, tengja saman nemendurna
og vekja trúarlíf þeirra og ættjarðarást.
Fjelagið gefur út mánaðarblað og jóla-
hefti, veitir árlega 200 króna aukanáms-
styrk,, sem ætlaður er fjelitlum en efni-
legum nemendum og er núna að gangast
fyrir fjársöfnun í stóran leikfimisskála
handa skólanum.
Kristilegu æsku.lýðsskólarnir eru orðn-
ir margir í Noregi. Það eru nú 39 ár síðan
hinn fyrsti þeirra var stofnaður, en á 25
ára afmæli hans voru þeir orðnir 20 og
höfðu, útskrifað samtals 10 þúsund nem-
endur. Nú eru þeir 27 eða nálega einn í
hverju fylki. Stærstur er Framnesskólinn
í Harðangri, er hefir undanfarið haft
150- 170 nemendur á ári. Yfirleitt eru
skólar þessir vel sóttir. Námsgreinar eru
hinar sömu og í neðri deildum gagnfræða-
skólanna, en þó fleiri verklegar greinar.
Er töluvert kent í fyrirlestrum og reynt
að fá sannkristna úrvals kennara.
Tilgangur skólanna er„ að vekja ættjarð-
arást og áhuga fyrir heill lands og þjóð-
ar; ennfremur starfslöngun og starfsgleði
og nemendur því látnir hafa ýmislegt með
höndum.
Skólarnir vilja gera þá að hugsjóna-
mönnum, þó ekki eins og Pjetur Gaut (Per
Gynt), heldur mönnum, sem berjast fyrir
góðri hugsjón. Allt er þetta gott og' bless-
að, en þó er ekki hámarkinu náð. Við
vígslu fyrsta skólans fórust bónda ein-
um þannig orð um hámark þetta: »Eg vil
au segja noken ord her og det skal være
ifra bondestandet. Og' da vilde eg ha sagt,
at me tykkjer svært godt um denna skul-
en, for der er so god ei ánd i han.« Þaó
er sá andi, sem vill leiða nemendurna til
Meistarans mikla, og þess vegna bera
skólar þessir kristilegt nafn. Ástæðan til
að þeir komust á, var sú, að skólar þeir,
sem fyrir voru, þóttu vinna of lítið að
því að vekja og næra trúarlíf æskulýðs-
ins, þó ekki væru þeir neitt ókristilegir.
Þessu vilja kristilegu. æskulýðsskólarnir
bæta úr, með góðu framhaldsnámi í kristi-