Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1933, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.01.1933, Blaðsíða 9
BJARMI 7 Hálfdánarsonar, —1 sem m. a. varð mjer að rniklu liði á úrslitastundum trúar minn- ar, þá var andlega þokan alveg ótrú- lega svört, og greinileg afturhvarfsprje- dikun alveg ókunn. - Sveitaprestur í fremstu röð varaði mig við því í mestu einlægni, að minnast á trúarvissu í ræð- um mínum. »Það verður ekki til annars, en að fólk heldur að þjer sjeuð í Hjálp- ræðishernum,« sagði hann. Ekki veit jeg hvernig hann hefir kennt 9. kafla í »Helga-kveri«. Vafalaust hefir hann talað í margra nafni norðlenski bóndinn, sem sagði á.rið 1903, er hann kom úr kirkju frá mjer: »Mjer líkaði nógu vel fyrri partur ræð- unnar, en þegar hann fór að tala um trú- arvissu, þá heyrði jeg að þetta var tóm trúarvilla, sem hann fór með.«! »Þokan« var ekki minni í kaupstöðum. Jeg skal nefna þess aðeins eitt dæmi, - þótt jeg gæti nefnt þau tugum saman. Árið 1902 var safnaðarfundur haldinn í dómkirkjunni í Reykjavík, 24. mars. Þar stóð upp þjóðkunnur fjármála- og stjórnmálamaður og lýsti gremju sinni yfir því, að »ólútersk trúarvilla«, sem köll- uð væri heimatrúboð, fengi leyfi að láta til sín heyra í dómkirkjunni.*) Kvaðst hann raunar ekki hafa komið þar sjálf- ur, en vita vel hvað hjer væri á ferð, og sagði því til stuðnings þessa sögu: »Jeg heimsótti nýlega gamlan vin minn í Kaupmannahöfn, sem var þá nýgeng- inn í heimatrúboðið og mjög breyttur orð- inn. Fyrst bað hann borðbæn, sem hann hafði aldrei gjört fyrri, og þegar við höi'ð- um matast, fór hann að tala við mig um trúmál. Og vitið þjer, hvað hann sagði? Ilann sagði, að enginn gæti sjeð guðsríki, nema hann endurfæddist. Á því heyrði jeg, að þetta er trúa.rvilla,« — sagði ís- lenski stjórnmálamaðurinn á safnaðar- *) Jeg prjedikaði þann vetur annan hvorn sunnudag siðd. í dómkirkjunni. S. A. Gíslason. fundi í dómkirkjunni árið 1902, — og hlaut lítil andmæli — eða minni en hann átti skilið, — hjá jafnöldrum sínum. »Já, en nú geta menn átt á hættu, að stjórnmálamaður guðlasti á safnaðar- fundi,« segja menn. En þá spyr jeg: Er opinskátt trúarhatur hættulegra kristinni kirkju, en að trúleysisfáfræði gjörist vand- lætari í hennar nafni? Jeg kýs frekar sólskinsbletti nútímans og illviðraský, en aldamótaþokuna. Kirkjurækni hefir hnignað stórum á þessari öld, segja menn. En sú hnignun er eldri. Árin 1890 til 1894 voru mess- urnar að meðaltali hvert ár 32,5 til 34,9 í hverju einstöku prestakalli og messu- föllin frá 25 til 28 að sama meðaltali. Ár- ið 1896 voru yfir 40 messuföll í 18 presta- köllum og í nærri helming allra presta- kalla voru þau að meðaltali annan hvern helgan dag. Mun það varla vera mikið lakara nú, enda þótt miklu fleira fólk væri þá í sveitum vorum en nú er. Altarisgöngum hefir hins vegar stór- hnignað, og er engin bót mælandi, en sú hnignun var og byrjuð fyrir aldamót. Árin 1889—1891 fóru 37 af hverjum 100 fermdum til altaris*), næstu þrjú ár- in voru þeir ekki nema 30, og áirið 1896 einir 22. Það ár var enginn maður til alt- aris í 12 prestaköllum, í Reykjavík fóru 152 til altaris af 3293 fermdum og á Ak- ureyri 11 af 545 fermdum. — Síðustu ár- in hafa altarisgestir verið einungis 9 eða 10 af hverjum 100 fermdum. Furða kirkju- vinir frá Norðurlöndum, sem hingað koma, sig ekki á öðru meira en hvað altaris- göngur eru sjaldgæfar á Islandi. Hjá þeim eru einhverjir til altaris oftast nær við hverja aðalmessu árið um kring. En þrá.tt fyrir þessa afturför, hafa al- drei komið í ljós jafn almenn og eindreg- FramJiald á bls. 10. *) Austur-Skaftaf.prófd. var þft hœst með 61, en Húnav.prófd. lægst með 18 altarisgesti af hverjum 100 fermdum.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.