Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1933, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.01.1933, Blaðsíða 8
6 BJARMI Framangreind orð og mörg önnur lík þeim í fyrn. grein þóttu hörð og vöktu andmæli. En alltaf hafa mjer fundist and- mælin veigalítil. Sr. Þorkell Bjarnason á Reynivöllum ritaði sama ár »Athugasemd« í V. 1., þar sem hann eiginlega kannast við þetta allt, en kennir latínuskólanum og launakjörum að mestu um trúardeyfð- ina og vill láta skilja ríki og kirkju og láta kirkjuna taka, að sjer alla menntun prestaefna. Hann minnist og á, að Presta- skólinn hafi vanrækt að hafa áhrif á prestaefni í bindindisátt. Árið eftir (1898) kom í Verði ljós! brjef- kafli »frá einum af vorum efnilegustu yngri sveitaprestum«. Þar stendur (sjá V. 1. 1898, bls. 63): »Það flýgur oft í huga rajer að segja af rajer prestskap. En fyrir þá hugsun skammast jeg mín reyndar bæði fyrir Guði og mönnum. En eins og jeg hefi oft óskað: að jeg hefði aldrei orðið prestur; ef jeg 1 stað þess, með þeirri litlu guðfræðilegu menntun, sem jeg hefi fengið, hefði orðið t. d. böndi, barnakennari eða eitthvað annað, þá held jeg að jeg hefði getað orðið kristninni miklu þarfari maður en jeg nokkurn tíma get orðið sem prestur, að minnsta kosti hjer. Prestarnir eru hjer næst um því fyrirlitnir, fárra manna orð minna metin en þeirra; þeir eru skoðaðir sem leiguþjónar, útsendarar stjórnarinnar, eins og aðrir embætt- ismenn. Jeg veit ekki hvort þessi andi er víða drottnandi hjer á landi; jeg þekti hann ekki fyr en jeg kom hingað«. I sýnódusræðu eftir sr. ölaf Ölafsson, þá á Lundi, prentaðri í 1. bölubl. Kirkju- blaðsins (júlí 1891) stendur: »Yfir höfuð er það ekki vantrú, sem einkennir ástand hinnar íslensku þjóðkirkju, en það er svefn, áhuga- og skeytingaleysi um allt, sem snertir guðsríki, sem mest ber á.« Myndin er dökkleit, en vafalaust rjett, og ekki furða, þótt hægra væri að rífa en reisa, hægra að villa en vekja, þar sem svo var ástatt. Eftir aldamótin kynntist jeg persónu- lega nærri öllum þeim prestum, sem í em- bættum voru um það leyti hjerlendis. Og jeg gat ekki betur sjeð, en að það stæði allt heima, sem jeg hafði áður lesið um þá í fyrn. greinum í Verði ljós! Sóma- menn flestir á borgaralegan mælikvarða og gestrisnir í besta lagi og áhugamenn um trúmál einstaka, en sama sem allir alókunnugir því trúarvakninga- og fjelags- bundna safnaðarstarfi, sem þá var orðiö 60 til 100 ára hjá Norðurlandaþjóðum og Þjóðverjum en miklu eldra hjá Englend- ingum, - höfðu langflestir aldrei farið úr landi. Og þótt þeir væru þá jafnókunn- ugir þýskri efasemdaguðfræði sem »innri missíón« þýskri, þá var þokan meir en nóg yfir hjálpræðissannindunum, bæði hjá, prestum og' söfnuðum. 1 orði kveðnu var játað, svona aimennt, að Jesús væri vegurinn, sannleikurinn og lífið, eða enginn yrði hólpinn, nema fyrir hjálpræði Krists, —! en við jarðarfarir t. d. var þessu almennt hafnað þá, engu síður en nú, og boðað blákalt verka-rjett- læti, jafnvel enn fjær kristindómi, en andatrúarvinir nútímans gjöra. Þeir bú- ast þó við, að sálir framliðinna sjeu yfir- leitt ekki hæfar til að fara tafarlaust í æðstu sælu, — en það var nú ekki verið að efast um slíkt í líkræðum um alda- mótin. »Nú er hún komin til Guðs, þar sem hún ávann sjer stað, með góðu og grand- vöru líferni,« er orðrjett líkræðusetning, 28 ára gömul. Og það þurfti svo sem ekki svo mikið til að verða hólpinn, eftir lík- ræðum að dæma. Góð fjármennska, þægð vinnuhjúa, sparsemi, ráðdeild, hagsýni, allt var það hvert fyrir sig' talið, þá engu síður en nú, meir en nóg' til að tryggja mönnum »eiliía sælu«, og' ekki var minnst á, að »annar eins sómamaður« (eða »sómakona«) hefði átt erindi til frels- arans, - - enda vissu menn og vita sjaldn- ast mikið um það, þar sem engin er sál- gæslan. -— Þrátt fyrir ágæta útlistun hjálpræðis- sannindanna í barnalærdómsbók Helga,

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.