Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1933, Blaðsíða 17

Bjarmi - 01.01.1933, Blaðsíða 17
BJARMI 15 Samvinna. Les: Jóh. 17, 13 —23. Meiri samvinna er orðtak margra kirkjumála-leiðtoga út um heim. »Lítum á aðalatriðin sameiginlegu, en ekki á hitt, sem smærra er og ólíkt,« segja þeir. Væri margt um það mál að segja til fróðleiks. Fjölmenn kirkjufjelög hafa runnið sam- an víða hvar, aðallega með enskumæl- andi þjóðum. Og í kristniboðslöndum, eink- um í Kína, Japan og Indlandi, hafa inn- lendir kristnir sofnuðir myndað innlend kirkjufjelög, sem stefna að því, hvert í sínu landi, að ná til sín öllum eða flest- öllum evangeliskum söfnuðum innlendum, sem myndast hafa við starf kristniboða ýmsra reformertra og lúterskra trúboðs- fjelaga. Kristniboðarnir sjálfir eru mis- jafnlega fljótir til að taka vel í slíkan samruna. - Sumir eru of háðir fjelagi sínu heima, sem vill fyrir hvern mun starfa út af fyrir sig, þótt venjulega kosti það meira fje og fleiri starfsmenn. Aðrir óttast, að þjóðernismetnaður skipi fremra sæti en sannur kristindómur hjá inn- lenda kirkjufjelaginu. Meiri hlutinn er þó fús að hjálpa til þess að innlendir kristn- ir menn taki að sjer aðalstörfin og ábyrgð- ina við útbreiðslu kristindóms í ókristn- um löndum. Sú samvinna snertir oss lítið enn sem komið er. Samband vort við kristni- boðslönd er svo lítið. — Svipað má segja um alþjóðaþingin kristilegu, sem árlega eru haldin úti í löndum, til að ræða um ýmsa samvinnu. Vjer erum svo fámenn- ir, einangraðir og fátækir, að íslenskir full- trúar sjást þar sjaldan, — og samskifti vor öll við erlend kirkjufjelög eru svo margfalt minni, en venjulegt er um aðr- ar þjóðir. En samvinnan heima fyrir ætti ekki að vera háð Atlandshafi nje tungumálaein- angrun eins og samvinnan út á við. »Sameinaðir stöndum vjer, en sundraðir föllum vjer«, segjum vjer öll satt vera, — en sýnum það lítt í verki. Til íhugunar má nefna: Frumskilyrði allrar heilsusamlegrar samvinnu eru: Sam- eiginlegt aðalstefnumark og innbyrðis traust á því að »samvinnumönnum« sje full alvara að keppa að því og geti að einhverju leyti stutt að framgangi máls- ins. Þetta á heima jafnt í trúmálum sem öðrum málum. Aðalspurningarnar í samvinnu um krist- indómsmál verða því þessar: Er aðalmark- mið vort eitt og hið sama: að efla guðs- ríkið eða að fá fólk til að verða sannir lærisveinar Jesú Krists? — Treystum vjer hver öðrum að vjer sjeum sjálfir höndl- aðir af Kristi? - Sjáum vjer nokkuð í skoðunum, í starfsaðferðum eða dagfari hver annars, sem vjer teljum beinlínis svo skaðlegt að oss veitist erfitt að játa tveim fyrstu spurningunum? Ef vjer játum síðustu spurningunni, þótt í kyrþey væri, verður samvinnan lít- il, og beinlínis hættuleg, ef tveim þeim fyrri er neitað. Hitt væri þröngsýni, að láta það spilla þessari samvinnu, þótt vjer störfum sinn á hvern veg að þessum málum eða vjer höfum ólíkar skoðanir í einhverjum öðr- um málum: t. d. í stjórnmálum, þjóðern- ismálum og' viðreisnarmálum t. d. hvern- ig vjer eigum að berjast gegn áfengisböli og' annari spillingu. I þeim málum erum vjer alveg eins ósamvinnufærir nema vjer getum litið á þau út af fyrir sig. Sumir trúmenn og sumir stjórnmálamenn vilja enga sam- vinnu í mannúðarmálum nema við þá, sem þeir bera fult traust til í trúmálum (trú- mennirnir), eða stjórnmálum (stjórnmála- mennirnir. Jeg skil samt ekki þá afstöðu heilbrigðra samvinnumanna. Ef þeir sæu fólk vera að drukna færu þeir tæpast að spyrja áhorf-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.